Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 48
„Þrátt fyrir þessar skorður á tímum COVID-19 hefur fyrirtækinu þó áfram tekist að bjóða upp á hollan og bragðgóðan mat. Almennt ríkir mikil ánægja með þessar tímabundnu breytingar og nemendur skilningsríkir og kátir með tilbreytinguna,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri hjá Skólamat ehf., sem fagnaði nýlega sínu tuttugusta starfsafmæli. Það hefur á undanförnum misserum gengið í gegnum nokkrar jákvæðar breytingar. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti og skólaárið 2019–2020 er þeirra stærsta starfsár til þessa. Í vetur hefur Skólamatur þjónustað allt að 12.500 manns í hádegismat og um 7.000 manns í öðrum máltíðum dagsins. Hjá Skólamat starfa nú um 120 starfsmenn og þar af 70 á Suðurnesjum. Á síðustu mán- uðum hafa verið gerðar breytingar á stjórnendateymi fyrirtækisins og þrír nýir starfsmenn bæst við stjórnendahópinn. Áskorun í þróun nýrra rétta Rúnar Smárason var ráðinn sem yfir- matreiðslumaður Skólamatar í nóv- ember 2018. Rúnar starfaði áður sem aðstoðarveitingastjóri á veitingasviði IKEA. Rúnar er 48 ára, þriggja barna faðir í sambúð með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur. Þau búa í Garða- bæ. „Starf mitt sem yfirmatreiðslu- maður er mjög fjölbreytt. Ég sé um allan daglegan rekstur á eldhúsinu og sérfæðiseldhúsinu. Í því felst meðal annars að huga að uppskriftunum, sinna gæðamálum, innkaupum og samskiptum við birgja. Við höfum gert miklar breytingar á síðasta ári með það að markmiði að auka gæði hráefnanna sem við erum að nota. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka gæðin og bæta þjónustuna til viðskiptavina okkar“ segir Rúnar Smárason og bætir við að stærsta áskorunin í starfinu sé að þróa nýja rétti sem eru til þess fallnir að henta börnum í leikskóla jafnt sem elstu bekkjum grunnskólanna. Fjölbreytt og lifandi starf Sólmundur Einvarðsson hóf störf sem lagarstjóri hjá Skólamat í maí 2019 en tók við stöðu rekstrarstjóra í ágúst síðastliðinn. Sólmundur er 37 ára. Hann er þriggja barna faðir, í sambúð með Elísabetu Sigurðar- dóttur og eru þau búsett í Garð- inum. „Þetta er ótrúlega fjölbreytt og lifandi starf. Mín helstu verkefni eru að sinna daglegum rekstri fyrir- tækisins, innkaupum, birgðahaldi og lagerstýringu. Ég skipulegg líka hvaða magn við sendum frá okkur og hef yfirumsjón með akstrinum. Nemendur skilningsríkir með breytingar – Þrír nýir stjórnendur hafa tekið til starfa. Af 120 starfsmönnum Skólamatar eru sjötíu Suðurnesjamenn. Sífellt verið að þróa nýja rétti. Sólmundur, Rúnar og Katla eru nýir stjórnendur hjá Skólamat. VF-myndir/pket. 48 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.