Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 55
meðvitaður um mögulegan ósýni-
legan óvin í umhverfinu og hagar sér
samkvæmt því.
– Hvernig finnst þér yfirvöld á
þínum stað vera að standa sig?
Yfirvöld hér á Spáni taka þetta mjög
alvarlega og útgöngubanninu fylgt
hart eftir frá fyrsta degi. Að auki var
öllum leiðum í flesta bæi hér við
ströndina lokað fyrir páskana til að
koma í veg fyrir ferðalög en mikið af
húseignum hér eru frístundaeignir,
margar hverjar í eigu Madrídarbúa,
þar sem faraldurinn hefur verið hvað
skæðastur og margir þeirra freistað
þess að komast hingað yfir páskana.
Þeim sem reyndu að komast voru
miskunarlaust sektaðir og sendir til
baka og að auki vaktar lögregla mat-
vöruverslanir og þar má fólk eiga von
á að þurfa að sýna fram á búsetu í
bænum en sæta sektum ella.
Þessar aðgerðir eru augljóslega
að virka en hér eru tölur hratt að
breytast í samræmi við það og flest
ný smit sögð vera innan heimilis
eða hjá heilbrigðisstarfsfólki þann-
ig að við förum vonandi að sjá fyrir
endann á þessu hér.
– Hefur þú fylgst með aðgerðum
heima á Íslandi og borið þær
saman við það sem er verið að
gera á þínu svæði?
Það er himinn og haf á milli strangra
reglna hér og þeirra aðgerða sem
maður fylgist með heima á Íslandi
og ég er efins um að væri mögulegt
að framfylgja eins stífum reglum þar
eins og við búum við hér.
Hvort er að virka betur ætla ég ekki
að dæma um og kannski fullsnemmt
að gera sér grein fyrir því.
– Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Í mínum huga er mikilvægast að
fylgja þeim reglum sem maður býr
við á hverjum stað, passa upp á þá
sem eru í áhættuhóp og síðast en
ekki síst að huga að andlegri heilsu
sinni og annarra. Svona aðgerðir
eru vissulega íþyngjandi og ástand-
ið streituvaldandi og alls ekkert allir
sem höndla aðstæður vel.
Og höfum í huga að þetta ástand
líður hjá fljótlega og flest komumst
við sem betur fer aftur út í sumarið
áður en langt um líður, reynslunni
ríkari og kannski meðvitaðri um
hversu frelsið og heilsan eru mikil-
væg.
– Hefur eitthvað komið til tals að
yfirgefa svæðið og koma heim til
Íslands?
Nei, það kom aldrei til tals.
– Ertu í miklum samskiptum við
þitt fólk og vini heima á Íslandi
núna? Meira en vanalega?
Það hefur lítið breyst nema að
ekki verður af fyrirhuguðum heim-
sóknum til okkar í sumar en að öðru
leyti þá er auðvelt að halda uppi sam-
skiptum á tækniöld. Allir eru með
netið og millilandasímtöl kosta ekki
meira en milli húsa.
– Hvernig hagar þú innkaupum
í dag?
Innkaup eru lítið breytt nema hvað
það má bara einn fara í bíl og í
búðina en áður sinntum við hjónin
yfirleitt innkaupum saman. Auk þess
reynum við að versla bara einu sinni
í viku í stað þess að vera stöðugt að
skjótast í búðina eftir smáatriðum
eins og maður gerði áður enda alls
ekki vel liðið ef maður er að skreppa
einungis eftir rauðvínsflösku og kex-
pakka þessa dagana.
Netinnkaup hef ég ekki notað en
flestar verslanir hér hafa, vegna álags,
takmarkað þá þjónustu við þá sem
eru í áhættuhópum, aldraða og/eða
eiga illa heimangengt.
– Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
Eins og er þá er núverandi neyðar-
ástand sett til 26. apríl en þá eru
komnar sex vikur frá því það var
fyrst sett á. Samkvæmt fréttum þá
er viðbúið að óskað verði eftir fram-
lengingu á því fram til 10. maí en
mögulega þá með einhverjum til-
slökunum sem þá eru fyrsta skrefið
til að færa landið til baka í eðlilegt
horf en það verður væntanlega gert
í nokkrum skrefum.
Hef nú trú á að maður verði orðinn
sæmilega frjáls ferða sinna hér um
svæðið undir lok næsta mánaðar og
milli landa þegar líður nær haustinu.
– Hvernig eru aðrir fjölskyldumeð-
limir að upplifa ástandið? Er ótti?
Sýnist flestir taka þessu með jafn-
aðargeði en auðvitað hafa íþyngjandi
aðgerðir eins og þessar alltaf áhrif á
fólk en ótta hef ég ekki skynjað.
Ég hef nú trú á að
maður verði orðinn
sæmilega frjáls
ferða sinna hér um
svæðið undir lok
næsta mánaðar og
milli landa þegar
líður nær haustinu.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 55
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.