Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 53

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 53
– Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Reykjanesbæ, hefur haldið sig heima að mestu en náð að skreppa örsjaldan í golf. – Hvernig varðir þú páskunum? Ég hef bara verið heima við að mestu, hef þó náð að skreppa örsjaldan í golf þar sem að fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir eru virtar, m.a. búið að setja sand í golfholurnar þannig að kylfingar þurfi ekki að snerta flaggstangirnar. Svo verð ég að hrósa Sjónvarpi Símans fyrir frá- bæra tónleika með Helga Björnssyni. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Sambó páskaegg – málshátturinn var: „Farga ei fengnu fé fyrr en annað hreppist.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við á fræðslusviði Reykjanesbæjar fundum alla virka daga klukkan 8.30 í gegnum Microsoft Teams og svo höfum við líka notað Zoom. Allir reikningar á vegum vinnunar eru greiddir í gegnum netið og mjög mikið af venjubundnum störfum er vel hægt að sinna í gegnum þau kerfi sem sveitarfélagið er að nota í venju- legu árferði. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli það væri ekki Vilhjálmur bróðir minn og við að kryfja golfhringinn. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Þetta er afar erfið staða sem er kom- inn upp. Við þurfum öll að standa saman við að vinna okkur upp úr þessu ástandi. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég tel að fjarfundir muni aukast gríðarlega sem mun minnka kol- efnisspor heimsins verulega! – Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? Nei þar er frúin mun sterkari. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Er ekki páskalambið alveg klassískt. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er fínn grillariJ – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Pönnukökur – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? 1944 klikkar ekki þegar frúin er í vinnunni. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Að það eru færri sem að greinast með veiruna. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Allt atvinnuleysið. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Ertu búinn að styrkja Keflavík og Njarðvík í hópsöfnun þeirra á netinu? Að sjálfsögðu. Netspj@ll Telur að fjarfundir muni minnka kolefnisspor gríðarlega Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.