Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 53
– Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Reykjanesbæ,
hefur haldið sig heima að mestu en náð að skreppa örsjaldan í golf.
– Hvernig varðir þú páskunum?
Ég hef bara verið heima við að mestu,
hef þó náð að skreppa örsjaldan í
golf þar sem að fjarlægðarmörk og
fjöldatakmarkanir eru virtar, m.a.
búið að setja sand í golfholurnar
þannig að kylfingar þurfi ekki að
snerta flaggstangirnar. Svo verð ég
að hrósa Sjónvarpi Símans fyrir frá-
bæra tónleika með Helga Björnssyni.
– Hvernig páskaegg fékkstu og
hver var málshátturinn?
Sambó páskaegg – málshátturinn
var: „Farga ei fengnu fé fyrr en annað
hreppist.“
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til
að eiga í samskiptum við fólk?
Við á fræðslusviði Reykjanesbæjar
fundum alla virka daga klukkan
8.30 í gegnum Microsoft Teams og
svo höfum við líka notað Zoom.
Allir reikningar á vegum vinnunar
eru greiddir í gegnum netið og mjög
mikið af venjubundnum störfum er
vel hægt að sinna í gegnum þau kerfi
sem sveitarfélagið er að nota í venju-
legu árferði.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt
símtal í dag, hver fengi það símtal
og hvers vegna?
Ætli það væri ekki Vilhjálmur bróðir
minn og við að kryfja golfhringinn.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu
tíðindi um að það muni jafnvel
taka margar vikur inn í sumarið að
aflétta hömlum vegna COVID-19?
Þetta er afar erfið staða sem er kom-
inn upp. Við þurfum öll að standa
saman við að vinna okkur upp úr
þessu ástandi.
– Hvaða lærdóm getum við dregið
af heimsfaraldrinum?
Ég tel að fjarfundir muni aukast
gríðarlega sem mun minnka kol-
efnisspor heimsins verulega!
– Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu?
Nei þar er frúin mun sterkari.
– Hvað finnst þér virkilega gott
að borða?
Er ekki páskalambið alveg klassískt.
– Hvað finnst þér skemmtilegast
að elda?
Ég er fínn grillariJ
– Hvað var bakað síðast á þínu
heimili?
Pönnukökur
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað
myndir þú kaupa í matinn?
1944 klikkar ekki þegar frúin er í
vinnunni.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni?
Að það eru færri sem að greinast
með veiruna.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni?
Allt atvinnuleysið.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali?
Hver er spurningin og svarið við henni?
– Ertu búinn að styrkja Keflavík og Njarðvík í
hópsöfnun þeirra á netinu?
Að sjálfsögðu.
Netspj@ll
Telur að
fjarfundir
muni minnka
kolefnisspor
gríðarlega
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 53