Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 2
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís Theodórsdóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Samdráttur í flugi það sem af er apríl er 99%. Yfir páskadagana frá skír-
degi og fram á mánudag fóru 99 farþegar um Keflavíkurflugvöll. Sömu
daga í fyrra voru farþegaranir 84 þúsund. Sveinbjörn Indriðason, for-
stjóri Isavia segir að alger óvissa sé um hvenær farþegaflug hefjist á ný.
Þetta kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu.
Á árinu 2019 fóru um 7,2 milljónir
farþega um Keflavíkurflugvöll en
það var 20% fækkun frá 2018. Svein-
björn gerir ráð fyrir helmingi færri
farþegum á þessu ári.
Forstjórinn segir að aukist umsvifin
ekki á næstu vikum séu fleiri störf í
hættu en hjá félaginu störfuðu að
meðaltali 1.360 manns í fyrra. Gert
var ráð fyrir að ráða 140 sumarstarfs-
menn í ár en í ljósi ástandsins er gert
ráð fyrir að ráða um 70 manns.
Í upphafi veiruástands sagði Isavia
upp 101 starfsmanni en þeir voru
aðallega í flugvernd, farþegaþjón-
ustu og bílastæðaþjónustu. Þá var
37 starfsmönnum boðið að lækka
starfshlutfall sitt.
Sveinbjörn segir að með 4 millj-
arða hlutafjáraukningu ríksisins í
fyrirtækinu segir hann að hægt sé
að vera störf í tilkynningu vegna
aukningarinnar var sagt að 50 til 125
störf yrðu til við þessa ákvörðun. Um
er að ræða ýmis verkefni sem höfðu
verið lögð á ís vegna samdráttar en
einnig ákveðnar vega- og flugak-
brautarframkvæmdir.
Í viðtalinu segir forstjórinn vera
bjartsýnn á að flugumferð muni vaxa
fiskur um hrygg að nýju þó flug-
stöðin sé „tóm“ þessa dagana.
Ljósanótt er inni
en óvíst með barnahátíð og 17. júní
Ekki verður ekki hægt að halda Listahátíð barna í Reykjanesbæ með
sama sniði og undanfarin ár vegna fjöldatakmarkana sem miða við
hámark 50 einstaklinga en verið er að skoða aðra möguleika. Sama
má segja með hátíðarhöld á 17. júní. Ljóst er að þau geta ekki farið
fram með sama sniði og undanfarin ár en verið er að skoða hvort hægt
sé að útfæra dagskránna með öðrum hætti. Ljósanótt gæti sloppið.
Samkomumum og útihátíðum þar
sem fleiri en 2.000 þúsund manns
koma saman má ekki halda fyrr
en eftir 31. ágúst. Því væri hægt
að halda Ljósanótt en dagsetning
hennar miðast við fyrsta laugardag
í september sem nú verður 5. sept-
ember.
„Nú er bara að vona að orð og
vonir Þórólfs sóttvarnalæknis, um
að toppnum sé náð, standist og að
ekki verið bakslag þegar tilslakanir
hefjast. Hvert og eitt okkar hefur
mikið um að segja hvernig til
tekst. Ef við höldum vöku okkar
áfram, þvoum og sprittum hendur,
sleppum því að heilsa og knúsa
hvort annað og virðum tveggja
metra regluna ætti okkur að farn-
ast vel. Flugumferð verður áfram
takmörkuð og atvinnuleysi á okkar
svæði talsvert af þeim sökum þrátt
fyrir mótvægisaðgerðir ríkis og
sveitarfélaga. Vonandi náum við
samt að hámarka árangur mót-
vægisaðgerðanna og draga úr
atvinnuleysi. Við erum bjartsýn
á að frekari aðgerða sé að vænta
á okkar svæði þegar ríkisstjórnin
kynnir næstu aðgerðir sínar,“ segir
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar í pistli sín-
um í upphafi vikunnar.
99% samdráttur á Keflavíkurflugvelli
... frá skírdegi og
fram á mánudag
fóru 99 farþegar um
Keflavíkurflugvöll.
Sömu daga í fyrra
voru farþegaranir
84 þúsund ...
2 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.