Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 17
Framtíð Reykjanessins björt Ingvar hefur mikla trú á Reykjanes- inu sem ferðamannastað og segir það óuppgötvaðan demant. „Við fáum gríðarlegan fjölda í Bláa lónið en það fólk stoppar ekki nógu oft eða nógu lengi hér. Ferðaþjónustan á Reykja- nesi er búinn að slíta barnsskónum en hún á mikið inni. Við eigum eftir að sjá miklar breytingar í framtíðinni og eigum eftir að færa ferðaþjónust- una á annað stig. Blái demanturinn er verkefni sem við tökum þátt í og innan hans eru ferðir á milli stór- brotinna ferðamannastaða á litlu svæði á Reykjanesskaganum. Hér eru magnaðar náttúruperlur og því er framtíð svæðisins björt.“ Við spyrjum Ingvar að lokum út í veirutímann. Hvernig það sé að vera með tilbúið hótel þegar gestirnir sjást hvergi. „Upplifunin er sérstök og má segja að Palli sé svo sannarlega einn í heiminum á göngum hótelsins í dag. Þegar COVID-storminum lægir þarf Palli hins vegar að vera tilbúinn fyrir mikinn og góðan félagsskap. Við munum fara í gegnum þetta og við Íslendingar tökum á COVID með eftirtektarverðum hætti undir stjórn þríeykisins.“ Fyrstu gestirnir áttu að hefja tveggja vikna dvöl 14. apríl. Búið var að panta hvert einasta herbergi undir varnar- æfinguna Norður-Víking sem ekkert varð af vegna COVID-19. En hvenær á hann von á fyrstu gestunum? „Þeir koma vonandi fljótlega og gætu orðið Íslendingar. Ég held að Íslendingar sem og aðrir eigi eftir að njóta þess að koma á fyrsta Mar- riott-hótelið á Íslandi, gista í góðum herbergjum, fá veitingar á flottum veitingastað og drykki á skemmti- legum bar. Við hlökkum til. Eitt af markmiðunum í þessu verkefni er jafnframt að leiða ferðamenn niður í bæinn okkar hvort sem það eru erlendir eða innlendir ferðamenn. Við höfum fulla trú á því að það gangi eftir enda hefur bærinn upp á margt áhugavert að bjóða,“ sagði Ingvar Eyfjörð. Fyrirtæki í eigu Suðurnesjamanna hafa verið í framlínu byggingu hótelsins. Þau eru m.a.: ÍAV þjónusta, Nesraf, Lagnaþjónusta Suðurnesja, Ellert Skúlason, Pétur Bragason, Sparri, Verkmálun, ODJ en hönnuðir hótelsins eru Arkís arkitektar og verkfræðistofan Verkís. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.