Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 31
Umfram allt að hafa
gaman saman
„Á tímum sem þessum þarf maður
að hugsa í lausnum og er það í anda
Sandgerðisskóla sem reynir að mæta
þörfum nemenda með lausnamið-
aðri nálgun. Flestir nemendur hafa
gaman af heimilisfræði og vildi
ég því leggja mitt á lóðarskálarnar
þegar allar verk- og valgreinar
lögðust af. Sjálf er ég menntaður
félagsráðgjafi og því vön að leita
lausna. Því datt mér í hug að taka
upp fjarkennslumyndband, byrja
á einhverju einföldu, kryddbrauði,
og fara yfir uppskriftina og aðferð-
ina skref fyrir skref. Með því vildi
ég reyna að ná bæði til yngri nem-
enda sem og eldri. Tilgangurinn
var að kenna nemendum í gegnum
fjarkennslu, virkja þá, stuðla að
aukinni samveru fjölskyldunnar en
umfram allt að hafa gaman saman.“
Ekki hrifin af myndavélinni
„Þessu fylgdu vissulega ýmsar áskor-
anir. Ég er ekki sú viljugasta við að
vera fyrir framan myndavélina en
vildi ekki láta það stoppa mig. Auk
þess hafði ég enga þekkingu á klippi-
forritun til að vinna myndböndin en
með þolinmæði mjakast þetta í rétta
átt. Ætli ég verði ekki orðin ágæt í
þessu þegar nemendur byrja aftur að
mæta í skólann.
Þegar hugmyndin í loftið var
komin var ekki aftur snúið. Þar sem
heimilisfræðistofan í skólanum var
orðin að kaffistofu fyrir hluta starfs-
fólks, ákváð ég að nota eldhúsið
heima hjá mér og nýta myndavélina
í símanum til að taka þetta upp. Nú
hef ég gert þrjú myndbönd, krydd-
brauð, eplaböku og súkkulaðiköku
svo komin er ágæt reynsla á þetta
kennslufyrirkomulag. En heimilis-
fræði snýst um svo miklu meira en
að baka, svo það eru komnar ýmsar
hugmyndir af fleiri verkefnum.“
Nemendum finnst
þetta skemmtilegt
„Viðbrögðin hafa vægast sagt verið
frábær, áhorf yfir nokkur þúsund.
Það eru ekki eingöngu nemendur
Sandgerðisskóla sem hafa nýtt sér
myndböndin heldur einnig nem-
endur og fullorðnir víðsvegar um
landið, auk þess sem aðrir heimilis-
fræðikennarar hafa fylgt þessu eftir.
Dásamlegast þykir mér þegar það
eru settar myndir inn á skólasíðuna
eða þær sendar mér í tölvupósti þar
sem við sjáum bakarameistarana
að verki. Ég verð svo þakklát þegar
ég veit af nemendum mínum fylgja
þessu eftir, þá veit ég að tilganginum
er náð. Einnig hef ég fengið mikinn
meðbyr og hvatningu frá stjórn-
endum skólans og skólaritaranum
sem allar hafa fulla trú á mér og
markmiðinu sem er að halda í það
jákvæða, hafa gaman og njóta.“
Hægt er að fylgjast með og sjá mynd-
böndin undir síðu Sandgerðisskóla
(sandgerdisskoli.is) eða á facebook
síðu skólans (Sandgerðisskóli).
Heimilisfræðikennari sem hugsar í lausnum
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir kennir heimilisfræði á nýstárlegan hátt þessa dagana
við grunnskólann í Sandgerði og nýtir svo sannarlega tæknina. Víkurfréttir tóku hana tali
og inntu hana eftir því hvernig fjarkennsla í heimilisfræði færi fram.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 31
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.