Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 22
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hvað finnst þér skemmtlegast að gera? AÐ FARA ÚT AÐ HLAUPA. Ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi Netspj@ll – Hvernig varðir þú páskunum? Heima hjá mér í rólegheitum, ég hlýði Víði. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Það voru nú bara keypt lítil páska- egg fyrir okkur hjónin bara til að fá málshátt og málshátturinn minn var: „Enginn sér við öllum rokum.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hefð- bundin símtöl eða myndsímtöl? Nota FaceTime mikið þessa dagana að tala við mömmu og pabba, börnin og barnabörnin Zoom til að hlusta á fyrirlestra hjá Samtökum iðnaðarins. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í mömmu og pabba þar sem þessar elskur eru búnar að vera í sjálfskipaðri sóttkví í sumarbústað sínum í nærri fjórar vikur og ég sakna þess að geta ekki knúsað þau. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Ég bara veit það ekki, vinnulega séð finnst mér það frekar erfitt en þetta er bara verkefni sem við verðum öll að takast á við saman. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að það er bara ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, já, svona sæmilega en bóndinn samt betri en ég. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Góða steik. – Hvað var í páskamatinn? Sko þessu var skipt upp í ár, ég á þrjú börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn þannig að það var veisla fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig. Smjörsteikt lambalæri og meðlæti á skírdag fyrir fyrsta holl, lamba konfekt og meðlæti á föstu- daginn langa fyrir holl númer tvö og hægeldað nautakjöt og meðlæti á páskadag fyrir þriðja hollið. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Góðar súpur og heita rétti. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Hjónabandssæla. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Harðfisk og smjör. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Að fá að eiga samverustund með börnunum mínum og fjölskyldum þeirra. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Ekkert vont en skrýtið að geta ekki boðið öllu fólkinu sínu í afmæliskaffi og spjall. Jóna Sigurðardóttir starfar á skrifstofu SI raf- lagna í Garðinum. Hún myndi nota símtal til að hringja í mömmu og pabba sem hafa verið í sjálf- skipaðri sóttkví í fjórar vikur. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 22 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.