Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 46
Fjölmargar ástæður eru fyrir því að velja sjúkraliðanám eins og sést á viðtölum
við eftirfarandi aðila. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt. Starfsum-
hverfi sjúkraliða býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrir-
komulagi.
Starfsmöguleikar eru margvíslegir
og óháðir búsetu því sjúkraliðar eru
eftirsóttir um allt land. Góðir mögu-
leikar á ná framgangi í starfi og um
leið hærri launum.
Sjúkraliðastarfið er þroskandi og
hvetjandi og gefur innsýn inn í fjöl-
breytileika mannlífsins.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
hefur sjúkraliðabraut verið starf-
rækt frá árinu 1989 og þaðan hafa
fjölmargir nemendur útskrifast, þeir
sem starfa sem sjúkraliðar og þeir
sem fóru seinna í hjúkrunarfræði-
nám eða annað.
Víkurfréttir höfðu samband við
Ásu Einarsdóttur, fagstjóra sjúkra-
liðabrautar við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, og spurðu hana út í
námið, einnig voru tveir nemendur
teknir tali sem stunda nám á sjúkra-
liðabraut.
Áhersla lögð á hjúkrun og
heilbrigðistengdar greinar
Ása Einarsdóttir hefur starfað við
sjúkraliðabraut FS síðan í janúar
árið 1989. Sjálf er hún með BS próf
í hjúkrunarfræði og MA próf í upp-
eldis- og menntunarfræði. Áður
starfaði Ása sem hjúkrunarfræð-
ingur á Landakoti, á gjörgæslu og
skurðdeild, sjúkrahúsinu á Húsavík
og við Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja, sjúkradeild og heilsugæslu.
„Nám á sjúkraliðabraut hjá FS
hefur verið í boði síðan árið 1989.
Nemendur taka fyrst og fremst
áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og
verklega, og aðra heilbrigðistengda
áfanga í líffæra- og lífeðlisfræði,
sjúkdómafræði, lyfjafræði, sam-
skiptum, siðfræði, sýklafræði og
sálfræði,“ segir Ása.
Vantar fleiri karlmenn
Verkleg þjálfun er stór þáttur í nám-
inu og fer hún fram bæði á Suður-
nesjum og í Reykjavík.
„Vinnustaðanám nemenda fer fram
á Landspítala og HSS undir hand-
leiðslu reynds sjúkraliða og hjúkr-
unarkennara frá skólanum. Nem-
endur okkar hafa aðallega verið af
Suðurnesjum, langflestir eru konur,
af rúmlega 180 útskrifuðum sjúkra-
liðum frá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja eru aðeins fjórir karlmenn en
það vantar mjög karlmenn í sjúkra-
liðastéttina,“ segir Ása og kallar eftir
fleiri karlmönnum en einn karl-
maður stundar nú nám á sjúkraliða-
braut í FS.
Næg atvinna hér og erlendis
„Sjúkraliðanám er 206 eininga
nám með námslok á 3. hæfniþrepi.
Námið tekur þrjú ár og lýkur með
prófi af sjúkraliðabraut. Að loknu
námi sækja nemendur um lög-
gildingu starfsheitisins sjúkraliði.
Nám á Íslandi gefur líka réttindi á
Norðurlöndum ef fólk langar út fyrir
landsteinana að vinna. Atvinnu-
möguleikar eru mjög góðir, eins og
komið hefur fram á undanförnum
mánuðum, þá vantar sjúkraliða til
starfa um land allt,“ segir Ása og
Sjúkraliðanám opnar ýmsar dyr
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
46 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.