Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 46
Fjölmargar ástæður eru fyrir því að velja sjúkraliðanám eins og sést á viðtölum við eftirfarandi aðila. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt. Starfsum- hverfi sjúkraliða býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrir- komulagi. Starfsmöguleikar eru margvíslegir og óháðir búsetu því sjúkraliðar eru eftirsóttir um allt land. Góðir mögu- leikar á ná framgangi í starfi og um leið hærri launum. Sjúkraliðastarfið er þroskandi og hvetjandi og gefur innsýn inn í fjöl- breytileika mannlífsins. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur sjúkraliðabraut verið starf- rækt frá árinu 1989 og þaðan hafa fjölmargir nemendur útskrifast, þeir sem starfa sem sjúkraliðar og þeir sem fóru seinna í hjúkrunarfræði- nám eða annað. Víkurfréttir höfðu samband við Ásu Einarsdóttur, fagstjóra sjúkra- liðabrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og spurðu hana út í námið, einnig voru tveir nemendur teknir tali sem stunda nám á sjúkra- liðabraut. Áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar Ása Einarsdóttir hefur starfað við sjúkraliðabraut FS síðan í janúar árið 1989. Sjálf er hún með BS próf í hjúkrunarfræði og MA próf í upp- eldis- og menntunarfræði. Áður starfaði Ása sem hjúkrunarfræð- ingur á Landakoti, á gjörgæslu og skurðdeild, sjúkrahúsinu á Húsavík og við Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, sjúkradeild og heilsugæslu. „Nám á sjúkraliðabraut hjá FS hefur verið í boði síðan árið 1989. Nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega, og aðra heilbrigðistengda áfanga í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, sam- skiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði,“ segir Ása. Vantar fleiri karlmenn Verkleg þjálfun er stór þáttur í nám- inu og fer hún fram bæði á Suður- nesjum og í Reykjavík. „Vinnustaðanám nemenda fer fram á Landspítala og HSS undir hand- leiðslu reynds sjúkraliða og hjúkr- unarkennara frá skólanum. Nem- endur okkar hafa aðallega verið af Suðurnesjum, langflestir eru konur, af rúmlega 180 útskrifuðum sjúkra- liðum frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja eru aðeins fjórir karlmenn en það vantar mjög karlmenn í sjúkra- liðastéttina,“ segir Ása og kallar eftir fleiri karlmönnum en einn karl- maður stundar nú nám á sjúkraliða- braut í FS. Næg atvinna hér og erlendis „Sjúkraliðanám er 206 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Að loknu námi sækja nemendur um lög- gildingu starfsheitisins sjúkraliði. Nám á Íslandi gefur líka réttindi á Norðurlöndum ef fólk langar út fyrir landsteinana að vinna. Atvinnu- möguleikar eru mjög góðir, eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum, þá vantar sjúkraliða til starfa um land allt,“ segir Ása og Sjúkraliðanám opnar ýmsar dyr Marta Eiríksdóttir marta@vf.is 46 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.