Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 40
Högni Júlíusson hefur búið í San Francisco í Kaliforníu í um tvo áratugi
þar sem hann starfar sem þjónn. Þegar hann hafði lært þjóninn langaði
hann að vinna í Bandaríkjunum um tíma. Hann fékk starf á skemmti-
ferðaskipi og þar kynntist hann eiginkonunni, Amy. Hún er frá Minnea-
polis og þau eiga það sameiginlegt að hafa lítinn áhuga á vetrinum og því
ákváðu þau að setjast að í San Francisco. „Það hentar okkur vel að vera
hér. Það er ekki of heitt og heldur ekki of kalt,“ segir Högni í samtali við
Víkurfréttir. Blaðamaður sló á þráðinn til Högna þegar hann var í dag-
legri heilsubótargöngu en það er leyfilegt að fara út og hreyfa sig einu
sinni á dag að uppfylltum skilyrðum.
– Hvernig ert þú að upplifa
ástandið í tengslum við COVID-19
í San Francisco?
„San Francisco er ein af fyrstu
borgunum hér í Bandaríkjunum
sem skipuðu fólki að vera heima
vegna ástandsins. Það eru frekar
fáir smitaðir hér miðað við fjöldann
sem býr hérna. Ástandið hér er allt
annað en í New York. Þar var byrjað
miklu seinna að skipa fólki að vera
heima. Það hefur hjálpar helling hér.
Við erum að koma mun betur út úr
ástandinu.
Hér eru allir veitingastaðir lokaðir,
nema þeir sem eru með heimsend-
ingarþjónustu. Á veitingastaðnum
þar sem ég starfa var ákveðið að vera
með heimsendingarþjónustu en ekki
á tilbúnum mat. Við sendum hráefni
til matargerðar heim til fólks. Við
breyttum veitingastaðnum í heims-
endingarmatvörubúð og erum m.a.
að senda heim mjólkurvörur, hveiti
og ferskt grænmeti svo dæmi séu
tekin og það er að virka mjög vel.“
– Er faraldurinn að hafa mikil áhrif
á þitt daglega líf?
„Já, helling. Krakkarnir eru ekki í
skólanum og eru bara að læra heima.
Þá er konan mín að vinna heimanfrá,
þannig að þetta er mikil breyting frá
því sem var.“
– Og vinnudagurinn er mikið
breyttur hjá þér?
„Já, ég hef alltaf unnið á kvöldin,
frá fjögur síðdegis og fram yfir
miðnætti. Núna byrja ég vinnu-
daginn tólf á hádegi og er að vinna
til klukkan sex síðdegis og er bara í
heimsendingum. Ég er kominn heim
um sjöleitið og það er mjög skrítið
að vera heima á kvöldin sjö daga vik-
unnar. Ég er ekki vanur því að vera
heima á kvöldin nema kannski tvo
daga í viku, svo þetta er allt öðru-
vísi líf.“
Veitti faraldrinum athygli
þegar Ítalía og Alparnir
sýktust
– Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Það var í raun bara um leið og við
þurftum að loka veitingastaðnum
fyrir fimm vikum síðan. Þetta er
mikið í fréttum og maður sér vel
hvað er að gerast í heiminum.“
Högni segist fyrst hafa farið að
veita faraldrinum athygli þegar
Ítalía og Alparnir voru orðnir hel-
sýktir. „Þá held ég að fólk hér í San
Francisco hafi áttað sig á því hvað
þetta gæti orðið hræðilegt.“
Hann segir að yfirvöld í San Franc-
isco hafi brugðist við sjúkdómnum
mun fyrr en annars staðar í Banda-
ríkjunum og segir að það hafi verið
tveimur til þremur vikum fyrr en t.d.
í New York sem hefur verið mikið
í fréttum. „Það hefur verið tekið
vel á málum hér í San Francisco og
restinni af Kaliforníu, alveg til fyrir-
myndar.“
– Ertu eitthvað að fylgjast með
fréttum að heiman um þessi mál?
„Já, ég reyni að fylgjast með fréttum
á Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Ég skoða
fréttir að heiman svona annan hvern
dag og svo er maður líka í sambandi
við fjölskylduna heima.“
– Er nokkuð annað í fréttum en
þetta í Bandaríkjunum?
„Nei, það er voðalega lítið annað
og ekki getur maður horft á
íþróttir.“
– Hvað gerir fjölskyldan þá til
afþreyingar í þessu ástandi?
„Það er bara bíókvöld í sjónvarpinu
og svo eru spilakvöld með krökk-
unum.“
Högni og Amy eiga tvær dætur,
tólf og fimmtán ára, og þær skilja vel
hvað er að gerast. „Þetta væri erfið-
ara ef þær væru yngri,“ segir Högni.
– Þú hefur ekkert velt fyrir þér að
koma heim til Íslands?
„Nei, það er ekkert fyrir okkur á
Íslandi. Ég er búinn að búa hérna í
San Francisco í tuttugu ár og ég á
Högni Júlíusson hefur starfað sem þjónn í San Francisco
í tvo áratugi en COVID-19 hefur breytt starfsumhverfinu
Veitingastaðnum breytt
í heimsendingarverslun með matvöru
40 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.