Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 28
til konunnar sem kallaði upp nöfn farþeganna. Það leið smástund þar til nafnið mitt var kallað upp þá lang- síðust. Ég hljóp inn beint í fangið á hópnum mínum og mig langaði helst að gráta úr gleði. Langt ferðalag framundan Eins og ég áður nefndi var flugið upphaflega fullt en þar sem greini- lega fleiri en við áttu í erfiðleikum með að ferðast til Kathmandu þá losnuðu sæti. Langt ferðalag var framundan til Doha og þaðan til Frankfurt. Bryndís systir var svo ótrúlega hjálpsöm að vera í sam- bandi við borgarþjónustuna hérna heima og reyna að finna leið til að komast frá Frankfurt til Íslands þar sem ég væri föst í flugi næstu fimm- tán klukkustundirnar. Þegar ég lenti í Frankfurt var allt klárt og Bryndís búin að liggja sveitt yfir að finna flugmiða heim. Á stigi bugunar Á stigi bugunar eftir annasama daga náði ég að hvíla mig á hóteli skammt frá flugvellinum. Morguninn eftir var ferðinni haldið til London. Flug- völlurinn var nánast tómur og allt gekk nokkuð hratt fyrir sig. Þegar ég steig um borð tók á móti mér hlý- legt bros sem ég skynjaði í gegnum andlitsmaskann. Flugfreyjan heilsaði mér á íslensku og benti á passann minn. Mikið var gott að finna fyrir rótunum sínum og það helltist yfir mig vellíðunartilfinning. Þessi yndis- lega flugfreyja hugsaði vel um mig og við áttum gott spjall sem ég þurfti svo sannarlega á að halda á þessum tímapunkti. Spritt, handþvottur og maskinn á sínum stað Aðeins eitt flug eftir! Flugið frá London og heim gekk vel fyrir sig. Ég trúði varla að þetta hefði allt saman gengið upp. Spritt, hand- þvottur og maskinn á sínum stað á Ævintýraför frá Nepal til Íslands 28 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.