Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 68

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 68
– Hvernig voru páskarnir? Páskarnir hafa verið einkar undar- legir fyrir mann sem vinnur í kirkju. Engin orgelleikur við messur í fyrsta skiptið í tuttugu ár, páskasálmarnir og tónið á bandi og fjölskyldan í allt of mikilli fjarlægð. Ég sakna fólksins míns, fjölskyldu og kóra. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Við hjónin keyptum okkur Nóa og Siríus, saltkaramellueggið. Ég slátr- aði mínu á tíu mínútum en konan á enn helminginn af sínu. Málsháttur- inn minn er: „Að biðja er mönnum misjafnt lagið.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Samskipti hafa aðallega farið í gegnum síma en þó hefur Zoom verið notað töluvert. Um páskana var fjölskyldan iðin við að vera í spurnarleikjum á „Kahoot“ og Zoomið þá notað. Í gengum tíðina hefur Messenger verið notað mikið á mínu heimili til að eiga samskipti við börn og barnabörn. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Amma fengi símtalið í dag, er búinn að vera á leiðinni að hringja í hana í of langan tíma. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Lítið er hægt að blúsast yfir þessum fregnum. Svona er þetta bara. Þær kórferðir sem átti að fara í sumar verða þá bara að bíða. Ég á yndis- legan pall og pott, nýjan bíl og kúlu- tjald. Þetta verður í lagi. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ekkert er sjálfsagt! Allt í einu kemur lítil padda og snýr öllu á hvolf og ekkert er hægt að gera annað en að bíða hana af sér. Það sem áður var svo sjálfsagt, eins og hitta börnin, barnabörnin, ömmur og afa og for- eldra, er allt í einu hættulegt! – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég er einungis liðtækur þegar kemur að frágangi. Hólmfríður heimils- fræðikennari hrósaði mér ekki oft en þegar ég var með tuskuna í hendinni átti hún ekki orð. „Þvílík sjón þegar drengurinn rennir yfir borðin,“ sagði hún oft. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Ég held að súpukjöt sé að tikka inn sem uppáhaldsmaturinn minn. Auð- vitað eru Wellington-steikur alltaf góðar. Kjötfars er líka í miklu uppá- haldi. En að öllu ólöstuðu er Villa borgarinn alltaf bestur (ekki sam- starf). – Hvað var í páskamatinn? Í páskamatinn var lambahryggur frá Ásbrú, sveit foreldra minna. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Eins og áður sagði er ég ekki öflugur þegar kemur að matargerð. Ég elda þó eitt sem Guðný mín biður mig af og til að henda í ... smjörsteiktan humar. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Við fórum í smá keppni um páskana, ég og spúsa mín, um að gera súr- deigsgrunn. Kona vann og því- líkur unaður að fá nýbakað brauð á morgnana. Þannig að síðasta sem var bakað á mínu heimili var súrdeigs- brauð á páskadagsmorgun. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Fyrir 2000 kall mætti fá ýmislegt. Ég myndi kaupa rúgbrauð, síld, kjötfars, hvítkál og kartöflur þá er peningur- inn að öllum líkindum uppurinn. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Jákvætt í vikunni er vitanlega að paddan er á undanhaldi. Allar þessar gjafir á sjúkrastofnanir eru fallegar. Snjórinn er á undanhaldi og veður að skána og það sjást fiskar í sjónum við Feneyjar. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Neikvætt í vikunni voru fregnir af mannshvarfi. Ömurlegt. Þvílíkur unaður að fá nýbakað brauð á morgnana Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hefur þú lært eitthvað undarlegt upp á síðkastið? Já, að orðið „pogonophobia“ er orð yfir þá sem eru hræddir við skegg. Sem betur fer á það ekki við um frúna mína. N etspj@ ll – Arnór Vilbergsson, organi sti við Keflavíkurkirkju, fór í keppni um páskana við spúsu sína h vor gerði betri súrdeigsgru nn. Hún vann! 68 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.