Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 17

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 17
Framtíð Reykjanessins björt Ingvar hefur mikla trú á Reykjanes- inu sem ferðamannastað og segir það óuppgötvaðan demant. „Við fáum gríðarlegan fjölda í Bláa lónið en það fólk stoppar ekki nógu oft eða nógu lengi hér. Ferðaþjónustan á Reykja- nesi er búinn að slíta barnsskónum en hún á mikið inni. Við eigum eftir að sjá miklar breytingar í framtíðinni og eigum eftir að færa ferðaþjónust- una á annað stig. Blái demanturinn er verkefni sem við tökum þátt í og innan hans eru ferðir á milli stór- brotinna ferðamannastaða á litlu svæði á Reykjanesskaganum. Hér eru magnaðar náttúruperlur og því er framtíð svæðisins björt.“ Við spyrjum Ingvar að lokum út í veirutímann. Hvernig það sé að vera með tilbúið hótel þegar gestirnir sjást hvergi. „Upplifunin er sérstök og má segja að Palli sé svo sannarlega einn í heiminum á göngum hótelsins í dag. Þegar COVID-storminum lægir þarf Palli hins vegar að vera tilbúinn fyrir mikinn og góðan félagsskap. Við munum fara í gegnum þetta og við Íslendingar tökum á COVID með eftirtektarverðum hætti undir stjórn þríeykisins.“ Fyrstu gestirnir áttu að hefja tveggja vikna dvöl 14. apríl. Búið var að panta hvert einasta herbergi undir varnar- æfinguna Norður-Víking sem ekkert varð af vegna COVID-19. En hvenær á hann von á fyrstu gestunum? „Þeir koma vonandi fljótlega og gætu orðið Íslendingar. Ég held að Íslendingar sem og aðrir eigi eftir að njóta þess að koma á fyrsta Mar- riott-hótelið á Íslandi, gista í góðum herbergjum, fá veitingar á flottum veitingastað og drykki á skemmti- legum bar. Við hlökkum til. Eitt af markmiðunum í þessu verkefni er jafnframt að leiða ferðamenn niður í bæinn okkar hvort sem það eru erlendir eða innlendir ferðamenn. Við höfum fulla trú á því að það gangi eftir enda hefur bærinn upp á margt áhugavert að bjóða,“ sagði Ingvar Eyfjörð. Fyrirtæki í eigu Suðurnesjamanna hafa verið í framlínu byggingu hótelsins. Þau eru m.a.: ÍAV þjónusta, Nesraf, Lagnaþjónusta Suðurnesja, Ellert Skúlason, Pétur Bragason, Sparri, Verkmálun, ODJ en hönnuðir hótelsins eru Arkís arkitektar og verkfræðistofan Verkís. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 17

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.