Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 23
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali?
Hver er spurningin og svarið við henni?
– Á að ferðast eitthvað í sumar?
Já, ætla að ferðast innanlands, taka hringinn í kringum landið.
Ætla að njóta þess í botn með fjölskyldunni.
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir er bílstjóri hjá
Ferðaþjónustu Reykjaness. Hún var heima um
páskana eins og flestir en notaði þá til smá fram-
kvæmda.
– Hvernig páskaegg fékkstu og
hver var málshátturinn?
Freyju Draumaegg og málshátturinn
var: „Maður er manns gaman.“
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til
að eiga í samskiptum við fólk?
Ég nota símann og tölvuna gegnum
skilaboðin á fésbókinni.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt
símtal í dag, hver fengi það símtal
og hvers vegna?
Mamma og pabbi, þau eru bara alltaf
til staðar.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu
tíðindi um að það muni jafnvel
taka margar vikur inn í sumarið að
aflétta hömlum vegna COVID-19?
Mér finnst það bara allt í góðu, það
er bara gott að fólk bremsi sig aðeins
af og fari að njóta augnabliksins,
huga að sínu nærumhverfi og átti sig
á því hvað það getur haft það gott
með sjálfum sér og sínum nánustu
án allra stórra mannfagnaða.
– Hvaða lærdóm getum við dregið
af heimsfaraldrinum?
Að hraðinn skipti ekki eins miklu
máli og við héldum, fólk hefur lifað
svo hratt og það þarf allt að gerast
í gær. Ég held að fólk eigi eftir að
átta sig á því hvað lífið hefur upp á
að bjóða og hvað fjölskyldan skiptir
miklu máli, tengsl manna munu
breytast mikið og við verðum með-
vitaðri um hvert annað.
– Ertu liðtæk í eldhúsinu?
Já, já, eða ég reyni það að ég held.
– Hvað finnst þér virkilega gott
að borða?
Grillmat.
– Hvað var í páskamatinn?
Úrvals hryggur.
– Hvað finnst þér skemmtilegast
að elda?
Mér finnst ekkert skemmtilegt að
elda.
– Hvað var bakað síðast á þínu
heimili?
Skinkuhorn og skúffukaka.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað
myndir þú kaupa í matinn?
Eitthvað svakalega gott á grillið.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni?
Veðrið hefur lagast helling.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni?
Æ, allar þessar vondu fréttir, dauðs-
föll vegna COVID-19 og af manna-
völdum, hvarf á ungri stúlku, þetta
fer ekki vel í sálina. Mínar hugsanir
og bænir eru hjá aðstandendum
þeirra.
Fólk hefur lifað
svo hratt og það
þarf allt að gerast
í gær
Oddný Kristrún
Ásgeirsdóttir segir að
hraði lífsins skipti ekki
svona miklu máli og það
eigum við eftir að læra af
heimsfaraldrinum.
Netspj@ll
vf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 23