Spássían - 2012, Side 14

Spássían - 2012, Side 14
14 NASÍSK TYPPI ÁN TILVERURÉTTS Snorri segir frá því í Heimskringlu sinni þegar Danakonungur sendi kunnugan mann til Íslands, og fór sá maður hamförum í hvalslíki yfir hafið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt, segir Snorri, segir Jörmunrekur, og varð galdramaðurinn í hvalslíkinu frá að hverfa. Það þurfti að taka tillit til þessara vætta því þær eru sannarlega frumbyggjar landsins (Landvættir, 414). Sagan af landvættunum úr Heimskringlu skýtur upp kollinum í að minnsta kosti tveimur skáldsögum í ár; Landvættum og Illsku Eiríks Arnar Norðdahl, þar sem sagan af ástum og örlögum þriggja ungra Íslendinga í upphafi 21. aldar er fléttuð saman við söguna af Helförinni, og þá sérstaklega örlögum íbúa í litháíska bænum Jurbarkas. Merking frásagnarinnar af landvættunum verður þó nokkuð ólík og endurspeglar það að þótt þessar tvær hnausþykku skáldsögur eigi sér svo marga snertifleti að varla verði hjá því litið, þá er úrvinnslan afar ólík. Í áðurnefndum skáldverkum verða tveir ungir menn, Járngrímur og Arnór, fulltrúar nýnasista og eins konar birtingarmynd þess að fortíðin, vítahringur ofbeldis, heldur áfram að ásækja okkur þrátt fyrir tilraunir til að bæla hana niður og þagga. Í báðum verkum er einnig dregið úr þeirri fjarlægð sem við viljum yfirleitt halda milli okkar og nasisma, jafnt persónulega og sem þjóð. Í Illsku birtist nýnasistinn Arnór í fyrstu aðeins í gegnum frásögn annarrar sögupersónu, Ómars, sem „„typpið“ á öðrum manni að fara inn og út úr „píkunni““ á Agnesi, konu Ómars. Með því að halda fókusnum á „[n]asíska typpinu á Arnóri“ neitar Ómar Arnóri um að vera fullgildur þátttakandi í ástarþríhyrningi, enda felur skilgreiningin „nasistadrullusokkur“ það í sér að Arnór hafi „ekkert tilkall“, „engan rétt“ (37). Lesandi er fræddur um það á öðrum stað að „öðrun“ sé „listin að láta svo líta út sem heimurinn samanstandi af fólki sem í grunninn er öðruvísi en maður sjálfur“ (56) og „aðraðir“ nýnasistar eins og Arnór fá ekki hvað síst það hlutverk í samfélagi okkar að gefa okkur hinum fjarvistarsönnun: Sjálfskipuðu rasistarnir veita kerfisbundinni misnotkun fjarvistarsönnun (einsog því að geyma flóttamenn á Íslandi við hliðina á alþjóðaflugvellinum í Keflavík svo hægt sé að senda þá úr landi fyrirvaralaust, jafnvel í skjóli nætur, eða fresta því í áraraðir að afgreiða umsóknir um hælisvist í þeirri von að flóttamennirnir gefist bara sjálfir upp og fari, verði annarra þjóða „vandamál“ (60-61). Agnes, sem á litháíska foreldra og er af gyðingaættum, reynir meira að segja sjálf að halda Arnóri áfram í öruggri fjarlægð eftir að hún byrjar að „gera það“ með honum: Enn sem komið var gat hún ekki einu sinni orðað það fyrir sjálfri sér öðruvísi en að þau væru að „gera það“. Ekki ríða. Ekki serða. Ekki gilja. Ekki maka sig. Ekki eðla sig. Og þaðan af síður elskuðust þau eða nutu ásta. „Gera það“ var eina hugtakið sem var nógu loðið til þess að Agnes gæti kannast við það án þess að bresta í grát (Illska, 145). En textinn leyfir ekki að nýnasistanum Arnóri, eða nasisma yfir höfuð, sé haldið í slíkri fjarlægð. Það er m.a. gert með því að láta sjónarhornið rása til og frá. Við fáum 1., 2. og 3. persónu frásagnir í eintölu og fleirtölu á meðan sjónarhornið flakkar milli persóna en sögumaður/höfundur/ textinn sjálfur er meðal þeirra og hefur ekki aðeins afar ágenga nærveru heldur skoðanir á því hvernig skuli skilgreina hann – þótt sú skilgreining einfaldi ekki neitt: Þetta er textinn í bókinni. Ég er textinn, ég er bókin og ég er að skrifa textann í bókinni. Ég er ekki höfundur bókarinnar. Eiríkur er höfundur bókarinnar (þið getið hringt í hann og fengið það staðfest, ef þarf ) (118.) Í upphafi sögunnar fær Ómar reglulega að tjá sig í 1. persónu. Lesandinn fær því mestar upplýsingar um hans upplifun og það verður auðveldast að finna til samkenndar með honum. En smám saman kemur í ljós að Ómar er í raun óttaleg lufsa; að hann er kannski ekki að ýkja þegar hann lýsir sjálfum sér svo: Auðvitað hlaut Agnes að tryllast á því að mæta þessu tómi sem ég var, að banka, opna og stara ofan í holið. Ef hún á annað borð elskaði mig þá gat hún ekki annað en álasað sér. Skammast sín. Einsog maður skammast sín fyrir að njóta þess að lesa lélega bók, horfa á vonda Lesandi er fræddur um það á öðrum stað að „öðrun“ sé „listin að láta svo líta út sem heimurinn samanstandi af fólki sem í grunninn er öðruvísi en maður sjálfur“ og „aðraðir“ nýnasistar eins og Arnór fá ekki hvað síst það hlutverk í samfélagi okkar að gefa okkur hinum fjarvistarsönnun „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.