Spássían - 2012, Side 22

Spássían - 2012, Side 22
22 sem einhver talar um fallegu, dimmbláu augun hennar sé verið að segja að mín séu ekki eins falleg, svona ljós og skringilega grænblá. Og þegar dáðst er að þykka, ljósa hárinu á henni sem flæðir eins og gull niður axlirnar, þá sé gefið í skyn að rauðbrúna hárið á mér sé nú ekkert sérstakt (94). Athyglin beinist alltaf að Helgu. Þetta á meira að segja við um fermingardag Rúnu. Hún hafði valið ákveðinn dag til að fermast ásamt bestu vinkonu sinni, en það hittist þannig á að Andlit ársins er valið sama dag. Helga spyr Rúnu hvort hún vilji skipta um dag: Ég get ekkert sagt. Auðvitað langar mig að segja nei, farðu þá bara í þessa keppni þína, vertu þá bara fallegust og æðislegust og allt, en leyfðu mér að eiga daginn sem ég var búin að ákveða … (34) Athyglin sem Helga fær eykst eftir að hún er orðin veik. Rúna finnur til með systur sinni og skilur að hún þarf hjálp en verður sár þegar mamma gleymir næstum tónleikum þar sem hún á að spila og þegar hún veitir því varla nokkra athygli að Rúna sé að fara á stefnumót. SVO SÁTT Í Myndinni af speglinum er ekki birt fegruð eða jákvæð mynd af lystarstoli og ekki er hægt að túlka bókina sem leiðbeiningabækling eða innblástur fyrir átröskunarsjúklinga, eins og Caroline Daniels segir mögulegt að túlka sumar ungingabækur sem fjalla um lystarstol. Myndina í speglinum er hins vegar varla hægt að túlka sem gagnrýni á staðlaðar fegurðarímyndir þótt boðskapur bókarinnar sé sá að við eigum að vera sátt við okkur sjálf; njóta þess hvernig við erum og hver við erum. Þetta birtist skýrast í persónu Rúnu.  Með hjálp Rúnu og Atla, vinar síns, viðurkennir Helga vanmátt sinn, stígur út úr spéspeglasalnum og reynir að horfast í augu við hina raunverulegu spegilmynd sína. Rúna þarf einnig að horfast í augu við eigin spegilmynd og það gerir hún þegar yfirmenn módelskrifstofunnar, þar sem Helga starfaði, mæla hana út og ýja að því að hún geti sjálf orðið módel – komið í stað systur sinnar. Rúna stendur frosin á gólfinu og sér spegilmynd sína í tveimur speglum sem spegla svo hvor annan þannig að spegilmynd hennar er þarna í „þúsund brotum“ (157). Um stund nær hún varla andanum en svo bresta fjötrarnir og styrkri röddu segir hún „Nei“ og hleypur út. Í þessu felst sigur Rúnu. Hún er þegar fullkomin, alveg eins og hún er. 1 Nefna má nokkrar bækur sem fjalla m.a. um lystarstol: Sundur og saman (1993) og Kossar og ólífur (2005) eftir Jónínu Leósdóttur. Í báðum tilvikum er það vinkona aðalsöguhetjunnar sem þjáist af sjúkdómnum. Annað dæmi er Heljarstökk afturábak (1998) eftir Guðmund Ólafsson og þá má nefna bókina Strákarnir með strípurnar (2007). 2 Daniel, Carolyn, Voracious Children: Who eats whom in children’s literature, Routledge, New York og Abingdon, 2006. 3 Sama rit. “Dead girl walking,” the boys say in the halls. “Tell us your secret,” the girls whisper, one toilet to another. I am that girl. I am the space between my tights, daylight shining through. Wintergirls Wintergirls (2009) eftir Laurie Halse Anderson er ein áhrifamesta – og um leið umdeildasta – unglingabók síðustu ára sem fjallar um lystarstol. Kvöld eitt deyr Cassie, besta vinkona Liu, alein á mótelherbergi í kjölfar fylgikvilla búlimíu. Fyrr þetta örlagaríka kvöld hafði Cassie hringt 33 sinnum í Liu án þess að hún svaraði og er Lia því uppfull af sjálfsásökun auk sorgar og saknaðar. Draugur Cassie ásækir hana, talar til hennar og reynir að sannfæra hana um að fylgja sér.  Lia er strax í upphafi svo vannærð að hún á erfitt með að hugsa rökrétt og hún hefur ógeð á sjálfri sér, bæði líkama sínum og sálu og borðar sífellt minna og minna því það virðist vera það eina sem hún hefur stjórn á. Auk þessa lokar hún sig inni á baðherbergi og sker sig, ekki til að valda sársauka heldur til að hleypa sársaukanum – og ógeðinu – út. Ógeðið er hún sjálf og því minna sem til er af henni, því betra.  Á netinu eru ótalmargar svokallaðar pro-ana vefsíður og spjallsíður sem hampa lystarstoli sem lífsstíl frekar en sjúkdómi. Þar deila lystarstolssjúklingar reynslusögum og gefa hver öðrum ráð, t.d. um það hvernig best er að komast hjá því að borða, hvaða matur inniheldur fæstar hitaeiningar og þess háttar. Á þessum síðum er oft að finna lista yfir bækur sem sjúklingarnar líta á sem thinspiration, en orðið er samsett úr orðunum thin (grönn) og inspiration (innblástur); þ.e. þetta eru bækur sem eiga að hvetja lystarstolssjúklinga til að halda áfram á sömu braut. Á einum bókalista segir meðal annars um bækurnar: „Reading these books has helped me so much. I’ve gotten tips, motivation and many of the characters have become my role-models.“  Wintergirls hefur ekki náð miklum vinsældum í þessum kima internetsins, ef til vill því lýsingarnar á aðalpersónunni eru of átakanlegar, sársauki Liu of raunverulegur. Í sögunni er ekkert sem gyllir myndina af lystarstoli, ekkert sem gerir sjúkdóminn eftirsóknarverðan. Wintergirls er átakanleg og erfið skáldsaga en þar er þó að finna ást og örlitla von, annars væri bókin hreinlega of erfið aflestrar. Vetrarstúlkur

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.