Spássían - 2012, Síða 39

Spássían - 2012, Síða 39
39 Það er ekki það að nútímalesandi geti ekki sett sig í spor fólks þessa tíma, heldur er skáldið að vinna með afskaplega persónulega reynslu, sem verður innblástur að síðari verkum. En nútíminn hefur einnig gert okkur ónæm fyrir þjáningunni, við kippum okkur ekki lengur upp við myndir af útrýmingarbúðum og sögum úr hersetnum löndum. Espmark gerir sér fulla grein fyrir þessu og í nútímaljóðunum vinnur hann að því að stuða lesandann og framandgera reynsluna eins og í ljóðinu um Hírósíma: „Við náum hvort öðru með fingurgómunum. / Enginn getur tekið í hönd annars / því engum má lyfta úr fletinum. / … / En við strjúkumst hvert við annað og okkur er kalt / í dimmri birtu sem fyllir yfirborðið“ (88). Hér verður skáldið málpípa fyrir skuggana sem eru brenndir fastir í steypu og múrveggi eftir sprenginguna, skugga sem eiga sér sögu sem enginn getur sagt.  Espmark er líka mjög upptekinn af því hvernig sagan verður til, það er mikilvægt fyrir hann að lesandinn skilji að sagnfræði er ekki sannleikur, hún er mótuð og meðhöndluð af valdhöfum og tíminn leiðir af sér kulda gagnvart viðfangsefninu: „En þetta er engin mannkynssaga! / … / Frá útitröppum bókasafnsins sést sjúkrabíllinn / og börurnar sem rennt er inn / með mannveru í hnipri líkt og fóstur / … / Hann dó fyrir fáeinum sekúndum / … / Fáeinum metrum frá spurningum fræðimanna“ (63). Hann reynir hins vegar að blása lífi í þessa reynslu, hann vill ekki að tilfinningin fyrir hryllingnum glatist, annars verður reynslan merkingarlaus og þjáning fólksins á þessum tíma til einskis.  Skrifað í stein er ekki ljóðabók fyrir hvern sem er, hún er þung í vöfum, sérstaklega í fyrri helmingi verksins. En bókin verður smám saman áhugaverðari aflestrar og það er mun auðveldara að átta sig þegar hún er lesin aftur, því nútímaljóðin opna fyrir túlkun og lestur á fyrri verkunum. GLÆSILEG kápa skáldsögunnar Rof eftir Ragnar Jónasson er í fullu samræmi við umfjöllunarefnið: Hún er grá og drungaleg, einmanaleg, kuldaleg, skökk og svolítið skæld. Hér er um að ræða fjórðu spennusögu höfundar og enn er aðalsöguhetjan lögreglumaðurinn Ari Þór. Sagan er römmuð inni af fjöllum, myrkri og þögn og gerist að mestu á Siglufirði.  Bærinn er einangraður vegna banvænnar sóttar - enginn fær að fara inn og enginn fær að fara út. Meðan á þessu stendur er Ari Þór beðinn um að grafast fyrir um dularfullt dauðsfall sem átti sér stað fyrir meira en hálfri öld. Þá fluttu tvenn ung hjón í Héðinsfjörð, afskekktan stað sem nú er í eyði, og endaði sú dvöl með dularfullum dauða annarrar kvennanna. Hún er sögð hafa tekið inn eitur fyrir mistök eða jafnvel framið sjálfsmorð en nýjar upplýsingar benda til þess að hugsanlega hafi verið um morð að ræða. Ari fær hjálp frá fréttakonunni Ísrúnu í Reykjavík en auk þess rannsakar hún sakamál í höfuðborginni þar sem við sögu kemur morð, barnsrán, eiturlyf og stjórnmálamenn.  Í Rofi eru samtímis sagðar margar sögur og allar spennandi. Einkalíf helstu persóna er ekki síður áhugavert og á það einkum við um ástarmál Ara og svo samband Ísrúnar við foreldra sína og sjúkdóminn sem hún hefur engum sagt frá. Höfundur mætti þó liggja betur yfir persónunum og sérstaklega er það aðalpersónan Ari sem mætti lifna betur við, öðlast meiri dýpt og persónuleika. Rof er ágætasta spennusaga og þótt nostra mætti betur við ýmislegt og lausnirnar séu heldur fyrirsjáanlegar er vel hægt að mæla með bókinni. Fjöllin, myrkrið og þögnin Eftir Helgu Birgisdóttur Ragnar Jónasson. Rof. Veröld. 2012. YFIRLESIÐ GERIST ÁSKRIFENDUR 750 kr. pr. hefti Sendingarkostnaður innifalinn 1 sp ás sí an Vor 2011 2. árg. 1. tbl. Verð 790,- kr.m.vsk. Einkaréttur lífsgæðanna Beðið eftir heimsendi Hverjar voru fyrstu blaðakonurnar? Gyrðir Elíasson og ljóðaþýðingar Oddný Eir Ævarsdóttir Pólitík og skáldskapur 1 menningartímarit &listinvísindin sp ás sí an Sumar 2011 2. árg. 2. tbl. Verð 890,- kr.m.vsk. sp ás sí an menningartímarit Ísland í aldanna rás 2001–2010 fjallar á líflegan hátt um atburði einhverra æsilegustu ára í sögu lands og þjóðar. Rifjaðu upp áratug öfganna! Ótæmandi brunnur fróðleiks og skemmtunar sem öll fjölskyldan sækir í – aftur og aftur. Áratugur öfga Bæt tu þessa R i gl æsilegu BÓk í sa f nið! www.forlagid.is Forlagsfréttir2012.indb 64 5.11.2012 12:32 sp ás sí an sp ás sí an menningartímarit Vetur 2012 - 3. árg. 4. tbl. VERÐ 890 kr.m.vsk. VIÐTAL: GERÐUR KRISTNÝ spennir á sig skautana JÓLABÆKURNAR 2012 HOBBITINN í nýju ljósi www.spassian.is

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.