Spássían - 2012, Síða 42

Spássían - 2012, Síða 42
42 EFTIR ÓLÖFU SÆUNNI VALGARÐSDÓTTUR The Gaslight Anthem er fjögurra manna hljómsveit frá New Jersey í Bandaríkjunum. Þeir gáfu í sumar út fjórðu löngu plötu sína, Handwritten. The Gaslight Anthem er ein af þeim hljómsveitum sem eru alltaf alveg að fara að meika það og persónulega skil ég ekki að þetta skuli ekki vera frægasta hljómsveit heims.  Meðlimir í The Gaslight Anthem hafa aldrei verið feimnir við að viðurkenna að áhrifavaldar þeirra séu meðal annarra Bruce Springsteen og pönk og það heyrist oft. Á Handwritten, fremur en á hinum þremur plötunum þeirra, tekst þeim að taka við keflinu frá áhrifavöldunum og skapa heildarmynd sem er algjörlega þeirra. Handwritten byrjar á krafti með laginu „45“ og heldur honum áfram. Ekki er þar með sagt að öll lögin séu gítarrokkslagarar sem gott er að hlusta á í ræktinni. Inn á milli eru ljúfar ballöður og fátt er betra en góð rokkballaða. Öll lögin eru melódískt uppbyggð og með laglínu. Aðalsmerki The Gaslight Anthem öðru framar eru textarnir. Brian Fallon, sem syngur þá og semur, hefur vald á því að skapa sögur og myndlíkingar á mannamáli þannig að oftar en ekki grípur maður sjálfan sig við að humma með. Ef þér líkar þetta, prófaðu þá: Bruce Springsteen, The Clash, Against Me! og hliðarverkefni Fallons, The Horrible Crowes. Ellie Goulding er ung og bresk, getur samið tónlist og sú getur sungið! Röddin er sérstaklega góð og vakti upphaflega athygli mína á henni. Popptónlistarkona með rödd sem rokkar á milli þess að vera skær sópran, yfir í lágt viskýhvísl og allt þar á milli, er alltaf þess virði að prófa að hlusta á.  Halcyon er poppplata með öllu sem fylgir; hressum lögum, danslögum, rólegum lögum, lagi til að syngja með. Allt er sett saman á fagmannlegan og lipran hátt. Þetta er metnaðarfullt verk gert með þeim ásetningi að þróa hljóðheim og stefnu Goulding sem listamanns og allt er ákveðið og fínpússað. Platan sjálf er þó langt, langt frá því að vera fullkominn. Þarna eru nokkur frábær lög og svo haugur af meðalgóðum lögum. Samt virkar þetta einhvern veginn, þannig að ég hef hlustað mun oftar en einu sinni á plötuna. Þetta er föstudagsplatan mín; stelpustuð sem skilur ekki mikið eftir en er ljómandi gaman að hlusta á. Ef þú hefur gaman af Ellie Goulding prófaðu þá: Lana Del Rey, Passion Pit og Lykke Li. Ellie Goulding Halcyon (deluxe ed.) Í SPILUN The Gaslight Anthem Handwritten Some Nights með tríóinu Fun. stefnir í að vera á mjög mörgum listum yfir bestu plötur ársins 2012. Hún er tilnefnd til Grammy verðlauna og hefur notið talsverðrar velgengni. Ég skil ekki af hverju. Þannig séð er ekkert að þessari plötu, það eru meira að segja þrjú mjög góð lög á henni. En líka þrjú lög sem eru varla hlustunar virði og ég spóla yfirleitt yfir. Lögin fjögur inn á milli eru fín, en bara fín. Þetta eru hæfileikaríkir strákar sem semja stuðpopp undir áhrifum leikhússtónlistar. Það er mikil gamansemi í textunum og þeir eru ágætlega skemmtilegir. Þetta er náttúrlega platan sem „We are young“, eitt af lögum ársins, er á. Spilamennskan er fín, lagasmíðin fín og fínt farið með laglínur. Þetta er fín plata, þannig séð, en það er bara ekki alltaf hrós. Það sem skemmir Some Nights fyrir mér er ást þess sem hljóðblandaði hana á svokölluðu „Auto-Tune“ og tölvuhljóðblöndun. Stundum virkar það vel en á þessari plötu skemmir það fyrir fínu efni og steingeldir hana. Nema lag númer sjö, „All Alone“, en ég held að því sé ekki viðbjargandi hvort sem er. Ef eitthvað er að marka „læf“ myndbönd með þeim á netinu þá eru þeir mun betri án tölvunnar og væri ég til í að sjá þá þannig. Ef þú hefur gaman af Fun. prófaðu þá: Neon Trees, The Format og The New Pornographers. Fun. Some Nights YFIRLESIÐ

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.