Spássían - 2012, Side 44
44
UPPHAFLEGT markmið Norræna hússins, sem var
vígt árið 1968, var að miðla norrænni menningu og
vera vettvangur fyrir norræna listamenn. Það er enn
grundvöllur starfseminnar, en nú er „hið norræna á
Norðurlöndum og hið norræna í heiminum“ helsta
leiðarstefið. Eitt merki um áhugann sem er fyrir hendi
er aðsóknin í bókasafn Norræna hússins, en þar sækir
fólk í norrænar kvikmyndir, bækur í ýmsu formi,
dagblöð og forvitnileg tímarit. Mæting á viðburði
hússins er engu síðri vitnisburður um að borgarbúar
kunni að meta þetta innlegg í menningarlífið. „Það
er dálítið magnað að geta sótt viðburði í Reykjavík á
sænsku, dönsku eða norsku“, segir Ilmur. „Það víkkar
sjóndeildarhringinn, fyrir utan að önnur tungumál
geta verið svo hrífandi. Fólk sækir til dæmis í að heyra
danska rithöfunda tala á dönsku um bækurnar sínar.
Við reynum að ganga út frá því að allir norrænir
gestir tali móðurmál sitt hérna, en norræn menning
höfðar til stórs hóps og er ekki bara fyrir fólk sem
talar reiprennandi eitthvert Norðurlandamálanna.
Því kemur enskan oft inn líka. Fyrir utan að
Grænlendingar og Finnar vilja gjarnan fremur nota
hana. Við erum því sveigjanleg í þessu sem öðru;
tungumálaumræðan er áberandi í norrænu samstarfi
og við förum ekki varhluta af því.“
En þótt norræni fókusinn sé alltaf til staðar,
hefur starfsemin jafnframt smám saman orðið afar
fjölmenningarleg og viðburðir alþjóðlegir, segir Ilmur.
„Við höfum til dæmis fengið til okkar rithöfunda frá
Afríku og tengt Alvar Aalto við Japan.“
Að auki hefur áherslan í æ ríkari mæli færst á að
gera lista- og menningarviðburði sem aðgengilegasta
almenningi og vinna með grasrótinni. „Við erum
með mjög fjölbreyttan gestahóp“, segir Ilmur Dögg,
sem er ein af fimm verkefna- og viðburðastjórum
við húsið. „Okkur finnst alltaf jafn gefandi að sjá
hvað fólk er opið fyrir því sem það þekkir ekki og
alltaf til í að taka þátt. Við stílum inn á jákvæða
upplifun, nýjan lærdóm og nýja sýn; að víkka
sjóndeildarhringinn svolítið. Við reynum til dæmis
að bjóða upp á leiðsagnir um sýningar, smiðjur og
fyrirlestra; að gera efnið eins aðgengilegt og hægt er
og skapa fleiri snertifleti en að mæta bara á opnun.
Verkefnin eru mörg og ólík; við tökum þátt í ýmsum
verðum að
hugsa út fyrir
kassann
Eftir Auði Aðalsteinsdóttur
„FÓLK ER FJÖLBREYTT OG EF MAÐUR GERIR
HLUTINA Á SINN HÁTT; ÞORIR AÐ FARA
AÐEINS ÚT FYRIR KASSANN OG ER TRÚR EIGIN
SÝN, ÞÁ HEFUR ALLTAF EINHVER ÁHUGA Á
ÞVÍ. VIÐ VILJUM FÁ VIÐBRÖGÐ OG AÐ SEM
FLESTIR FINNI EINHVERJA TENGINGU VIÐ
VIÐBURÐINA OKKAR, EKKI BARA AFMARKAÐUR
HÓPUR“, SEGIR ILMUR DÖGG GÍSLADÓTTIR
YFIRVERKEFNASTJÓRI NORRÆNA HÚSSINS,
UM HLUTVERK HÚSSINS Í MENNINGARLÍFI
HÖFUÐBORGARINNAR.
Ilmur Dögg Gísladóttir. Á bak við hana
má sjá í myndvefnaðarsýningu Þóreyjar
Eyþórsdóttur sem nú stendur yfir í
anddyri Norræna hússins. „Þórey hefur
verið ófeimin við að prófa ólíka miðla og
efni; til dæmis silki, mink, plast, leður,
útskurð, útsaum og vefnað.“
YFIRLESIÐ