Spássían - 2012, Qupperneq 45
45
viðburðum sem eru í gangi í Reykjavík, RIFF og
Airwaves til dæmis, en Norræna húsið er sterkur
vettvangur í þessum stóru borgarhátíðum. Svo
erum við í tónlistarsamstarfi ýmiss konar. „Klassík í
Vatnsmýrinni“ er eitt dæmi og tónleikasyrpan 15:15
hefur verið árlegur viðburður í áratug. Við fáum
inn myndlistarsýningar og setjum þær stundum
í samband við stærri viðburði. En við erum líka
með okkar eigin verkefni. Vatnsmýrarverkefnið
var okkar hugarsmíð; við réðumst í að endurbæta
fuglafriðlandið í túnfætinum hjá okkur og það er
orðið að margra ára samstarfsverkefni með Háskóla
Íslands og Reykjavíkurborg.“
Auk hins árlega jóladagatals verður ýmislegt annað
um að vera í Norræna húsinu í desember. Nýlega var
opnuð þar sýningin „Gierdu“ þar sem líta má samíska
nýlist, en Ilmur segir orðið „gierdu“ vera miðlægt
tákn í samískri menningu og tákna hreyfingar, kraft
og fjölbreytni. Ýmsir viðburðir verða tengdir þeirri
sýningu. Í byrjun næsta árs verður svo þverevrópskt
ljósmyndaverkefni til sýningar; „European
Borderline“, sem ber undirtitilinn „Sjónrænar sögur
á landamærum Evrópu“. Þar heimsóttu ljósmyndarar
eitt af hinum þátttökulöndunum í því skyni að taka
þar myndir, auk þess að vera með myndverk frá sínu
eigin landi. Ilmur bætir því við í lokin að næsta sumar
verði mikið um dýrðir í Vatnsmýrinni því þá verði
boðið upp á nýnorrænan sirkus án dýra. „Við setjum
upp fjögur sirkustjöld, verðum með lifandi atriði og
margt nýstárlegt. Vatnsmýrin mun umturnast.“
„Jóladagatal Norræna hússins er hugsað sem gjöf til almennings. Klukkan 12:34 á
hverjum degi í desember eru flutt atriði úr hinum ýmsu listgreinum, með þekktum eða
óþekktum listamönnum. Þú veist ekki fyrirfram hvað þú kemur til að sjá heldur tekur
bara á móti gjöfinni. Þannig fær hið óvenjulega meiri séns og fólk er ótrúlega jákvætt.
Hugleikur Dagsson teiknaði dagatalið sjálft að þessu sinni en við fáum alltaf listamann
til verksins. Hugmyndin er sú að efla unga listamenn og vera um leið með mótvægi við
hefðbundið auglýsingaskrum. Dagatal Hugleiks Dagssonar er í raun myndasaga. Það er
hægt að klippa hverja mynd út, safna þeim öllum og púsla saman.“