Spássían - 2012, Side 46
46
BLÁVATNSORMURINN: Ævintýri úr Silfurbæ er bók eftir
Brynhildi Þórarinsdóttur með myndskreytingum eftir
Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og gæti hvort heldur sem
er verið sjálfstæð bók eða fyrsta bók í bókaröð um
ævintýri barnanna í Silfurbæ. Silfurbær er lítill hafnarbær
á Íslandi, en ólíkt öðrum bæjum liggur þangað enginn
vegur og hann finnst hvergi á korti. Vegna kristalsfjalls
sem stendur yfir bænum er veðurfar og dýralíf þar ólíkt
því sem þekkist annars staðar á Íslandi, þar er mun
hlýrra og dýr sem eru okkur framandi eru þar eðlileg.
Margt sem við þekkjum er ekki til þar, svo sem bílar,
bófar, lögregla og nútímatækni. Sögumaður beinir
orðum sínum oft beint til lesanda til að útskýra í hverju
munurinn liggur og af hverju þessi heimur er frábrugðinn
okkar.
Lesendur fylgja annars eftir vinunum Sólu og Yl,
sem eru sjö og átta ára, og daglegu lífi þeirra. Lýsingar
á bænum og lífi barnanna þar eru útópískar, börn
fara í skólann vegna þess að þeim finnst það gaman,
kennsluhættir eru óhefðbundnir á okkar mælikvarða,
ekki er aldursskipt í bekki og á meðal námsgreina eru
sundlíffræði og lestrarsprettir. Allir verða að fá sinn
daglega skammt af S-vítamíni, sem einungis fyrirfinnst
í súkkulaði. Börnin eru að mestu úti við og geta synt og
klifrað í klettum og trjám. „Það eina sem þau geta ekki
er að vera kyrr og það er líka algjör óþarfi að kunna það
þegar maður er krakki“ (25).
Þrátt fyrir að líf barnanna í bænum sé að mörgu
leyti áhyggjulaust þá leynast líka hættur í þessum
ævintýrafirði. Meðal annars þurfa þau að læra að
vara sig á krókódílum og drekum. Stærsta hættan er
þó Blávatnsormurinn, sem sefur á botni samnefnds
stöðuvatns. Hann vaknar á hundrað ára fresti og vakir
þá í nokkur ár og étur nótt og dag til að safna forða
fyrir næsta lúr. Þegar sagan hefst eru tíu ár þangað til
hann á að vakna og enginn nennir að hafa áhyggjur af
því, nægur tími sé til stefnu og fram að því ætli íbúar
bæjarins að hugsa um annað, þannig að þegar ormurinn
vaknar óvænt er enginn reiðubúinn. Vel má merkja
ádeilu þar. Hinir fullorðnu valdhafar fresta því að takast
á við yfirvofandi vanda og ráða svo alls ekki við þær
aðstæður sem skapast. Afleiðingin er upplausn og börnin
verða að taka til sinna ráða.
Sagan er vel og lipurlega skrifuð og full af kímni.
Svarthvítar myndir prýða bókina, eru látlausar en styðja
vel við textann. Þær eru oftast hálfsíðumyndir en ná
sums staðar yfir í textahlutann sem heppnast vel og
passar vel við heildaryfirbragðið. Þetta er ein af þeim
bókum sem bæði fullorðnir og börn geta notið.
Í öðrum heimi
Eftir Kolfinnu Jónatansdóttur
Brynhildur Þórarinsdóttir.
Blávatnsormurinn: Ævintýri úr
Silfurbæ. Mál og menning. 2012.
6
GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð.
Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster
52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki
sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu
má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem
prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að
prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er
fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar
þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn.
Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ
sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á
stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar).
Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau
verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig
hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar.
UMHVERFISMÁL
GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja
landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu
Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun
árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka
upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á
umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af
umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp-
fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu
endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við
pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum
aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað
og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki
gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm.
Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem
vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir.
GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi
stutt margs konar menningarstarf-
semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir,
myndlistarsköpun og aðrar listir.
Við viljum leggja okkar af mörkum til
að menning nái að vaxa og dafna í
samfélaginu.
Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög
taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara
hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá
21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast
til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo-
kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð
að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og
prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun
hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur
því umhverfi smerkt allar vörur sínar.
Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu-
lega þjónustu og komum til móts við allar óskir
viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum
þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem
fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst
um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir
starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini
hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða
ráðgjöf.
TÆ
KN
IN
Umhverfisvænn valkostur
Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir
Persónuleg þjónusta – alla leið
Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan
Tækjabúnaður af bestu gerð
VIÐ STYÐJUM
MENNINGU OG
MANNLÍF
ÞJÓNUSTAN
Prentsmiðjan fékk svansvottun árið 2000
Áratuga reynsla segir allt!
Persónuleg þjónusta alla leið!
Göngum hreint til verks!
www.gudjono.is · sími 511 1234
www.gudjono. s
YFIRLESIÐ