Spássían - 2012, Page 51

Spássían - 2012, Page 51
51 YFIRLESIÐ J.R.R. Tolkien vann óbeint að Hobbitanum allt frá fyrstu útgáfu árið 1937 og til æviloka. Hann endurskrifaði kafla, lagfærði smáatriði og gerði jafnvel tilraun til að skrifa bókina upp á nýtt til að færa stílinn nær Hringadróttinssögu. Nú stefnir í að leikstjórinn Peter Jackson muni ganga enn lengra í að breyta ævintýrinu um Bilbó Bagga í væntanlegri kvikmyndaaðlögun sem hefur þegar vakið harða gagnrýni Tolkien-púritana á vefnum. Eru breytingar Jacksons réttlætanleg framlenging á þeim endurskrifum sem Tolkien lék sér að í gegnum árin eða er leikstjórinn meðvitað að teygja lopann til að græða á nýjum þríleik um Miðgarð? Á næstu þremur árum munu kvikmyndirnar væntanlega svara því, en hér eru nokkrar hugleiðingar sem vert er að hafa á bak við eyrað nú, þegar sú fyrsta er væntanleg á hvíta tjaldið. HOBBITI EFTIR GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON m a r g þ æ t t u r YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.