Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 5
Örn Eiðsson: Frjálsar íþróffir ’66 Arið 1966 var ekki viðburðaríkt hvað frjálsar íþróttir snertir. Ekki er því þó að leyna, að ýmislegt skeði, sem vert er að gefa gaum og lík- legt er til að skapa aukinn áhuga í náinni framtíð. Sá atburður, sem mesta athygli vakti og á sennilega eftir að vekja enn meiri athygli á næstu árum er Bikarkeppni FRl. Það er keppni, sem allir frjálsíþróttamenn og konur landsins eru raunverulega þátttak- endur í og íþróttafólk utan af landi getur keppt við Reykjavíkurfélögin með góðum árangri. Við skulum vona, að þátttakan í Bikarkeppninni verði enn meiri 1967, heldur en hún var í fyrra. Unglingakeppnin var háð í Reykja- vík og tókst vel að vanda. Þátttaka var ágæt og keppnin skemmtileg. Margt efnilegra pilta og stúlkna tók þátt í keppninni og árangur betri en oft áður. Unglingakeppnin hefur nú skapað sér fastan sess í frjálsíþrótta- lífinu og ýmsir sem þátt tóku í fyrstu Unglingakeppninni eru nú í fremstu röð íþróttamanna hér á landi. Meistaramótin voru flest háð í Reykjavík, en nokkur þeirra fóru þó fram úti á landi, eftir því sem ástæð- ur leyfðu. Má segja, að þau hafi tek- izt vel, en þátttaka mætti þó vera meiri. Stjórn FRl 1965 til 1966. Stjórn Frjálsíþróttasamband Is- lands var skipuð sem hér segir starfsárið 1965 til 1966: Ingi Þor- steinsson, formaður, Björn Vilmund- arson, varaform., Sigurður Júliusson, ritari, Svavar Markússon, gjaldkeri, Snæbjörn Jónsson, fundarritari, Öm Eiðsson, formaður Laganefndar og Sigurður Helgason, formaður Út- breiðslunefndar. Starfsemi stjómarinnar var svip- uð og undanfarið og verða nú tekin hér sýnishorn úr ársskýrslu stjórn- arinnar, til að kynna hluta af verk- efnunum. Samstarfið við sambandsaðila. Á starfsárinu var stofnað nýtt frjálsíþróttaráð á vegum Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Formaður Frjálsíþróttaráðs U.Í.A. er Páll Halldórsson, Egilsstöðum. I. stigs leiðbeinendanámskeið l.K.l. og F.R.l. var haldið á Eiðum dagana 6.—15. júní samkvæmt ósk Frjáls- íþróttaráðs U.I.A. Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur var endurvakið í byrjun starfsársins og hefur þar verið unn- ið gott starf í að koma á skipulagn- ingu frjálsíþróttamála innan héraðs- ins. Unglinganámskeið voru haldin á vegum ýmissa sambandsaðila á ár- inu. 1 höfuðstaðnum gekkst Iþrótta- bandalag Reykjavíkur fyrir nám- skeiði í frjálsíþróttum meðal skóla- barna og voru þátttakendur nokkur hundruð. Stjórn F.R.l. veitti þeim börnum viðurkenningu, er bezt stóðu sig á úrslitamóti í lok þessa nám- skeiðs. Trúnaðarmaður F.R.Í., Höskuldur Goði Karlsson, var ráðinn erindreki l.S.Í. og ferðaðist hann um landið síðari hluta sumars og gerði m.a. at- huganir á þörfinni fyrir aukningu á útbreiðslustarfi í íþróttum í landinu og aukinni þörf á fjölgun leiðbeinenda í öllum íþróttagreinum. Skortur á leiðbeinendum og kenn- urum er mjög mikill og háir vexti og framgangi íþróttaiðkana. Fjárskortur hefur almennt hamlað útbreiðslu íþrótta í landinu undan- farin ár. Félög eiga ávallt í erfið- leikum að greiða íþróttakennurum réttmæt laun fyrir störf sín, þannig að starfandi sérmenntuðum kennur- um í frjálsíþróttum hefur fækkað í landinu í stað þess að aukast með aukinni fólksfjölgun. Er það samt trú og von F.R.l. að til batnaðar horfi nú í þessum málum, þar sem framkvæmdastjórn l.S.l. hefur unn- ið markmisst á s.l. þrem árum að koma skipulagi á fjármál og tekju- öflun íþróttahreyfingarinnar og er Ólafur Guðmundsson, KR, Norðurlandamet unglinga í tugþraut. árangurinn stökkbreyting frá því, sem áður var. Þá ber og að fagna þeirri ákvörðun íþróttaþings 1966 að hrinda af stað framkvæmdum við íþróttamiðstöð að Laugarvatni, þar sem hægt er að útskrifa leiðbeinend- ur, halda þjálfunarnámskeið og æf- ingar fyrir landslið. Stjórn F.R.l. bauð bandaríska kúluvarparanum Neal Steinhauer til landsins í septembermánuði. Veitti hann tilsögn kösturum í Reykjavík og á Akureyri, jafnframt því sem hann keppti á íþróttamótum á þess- um stöðum. Iðkendur yfir 2000. Stjórn F.R.I. hefur tekið saman yfirlit fyrir árið 1965 úr ársskýrsl- um sambandsaðila og kennsluskýrsl- um og sett upp í heildarskýrsluform, sem er til þess ætlað að gefa betri upplýsingar, samanburð og yfirlit um fjölda iðkenda í frjálsíþróttum, móta- fjölda og þátttökufjölda á mótum, fjölda starfandi kennara og leið- beinenda, fjölda leiðbeinendanám- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.