Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 44
Kolbeínn Pálsson með verðlaunagrip, sem Reykvíkingar unnu til
eignar í keppni við varnarliðsmenn.
staðan 30:29 fyrir Island, en leikn-
um lauk með eins stig sigri íslenzka
liðsins, eða 61:60.
Þessi sigur hins íslenzka ung-
lingaúrvals kom mönnum mjög á
óvart og verður að telja hann með
stærri íþróttasigrum Islendinga á
þessu ári. Ánægjulegt var einnig að
frétta, er Rhode Island liðið var á
heimleið og hafði viðkomu á Kefla-
víkurflugvelli, að leikurinn í Reykja-
vík, var eini tapleikur liðsins í ferð-
inni, enn alls lék liðið 12 leiki á
Skotlandi, Englandi og Luxemburg.
Rhode Island piltarnir töldu einnig
að bezta gólfið er þeir hefðu keppt
á í ferðinni, hefði verið í Laugar-
dalshöllinni.
Þjálfari og fararstjóri Rhode
Island liðsins, luku miklu lofsorði á
leik þeirra Kolbeins Pálssonar og
Agnars Priðrikssonar og töldu, að
þeir hvor um sig, mundu teljast lið-
tækir í hvaða háskólalið sem væri
í Bandaríkjunum.
Massachusetts Institute
of Technology.
M.I.T. í Boston, var einn þeirra
háskóla, sem landslið okkar heim-
sótti í Bandaríkjaför sinni vesturinn
1965.
Leik okkar við M.I.T. í Boston,
töpuðum við með 80:64, en það var
einn þeirra leikja, sem við töldum
að með ölítilli heppni og óþreyttu
liði, hefðum við átt að vinna.
Þegar People to People bauð okk-
ur leik við M. I. T., er liðið var að
hefja 5 vikna keppnisferðalag til
Evrópu, þá var það boð þegið með
þökkum. Nú gafst tækifæri til að
endurnýja kunningsskap við piltana,
sem við höfðum keppt við í Boston,
því margir þeir voru ennþá í liðinu.
Ennfremur bauðst okkur kærkomið
tækifæri til að bera saman styrk
landsliðs okkar í dag og liðsins sem
keppti í Bandaríkjunum veturinn
1964—65.
Því miður fengum við ekki inni
með leikinn í Iþróttahöllinni í Laug-
ardal, þar sem undirbúningar undir
iðnsýningu var að hefjast. Leikurinn
var því háður í íþróttahúsi varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli og fór
hann fram 2. ágúst að viðstöddum
um 500 áhorfendum, þar af voru 300
varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra
á frímiðum.
Nokkuð á óvænt, þá sigraði ís-
lenzka liðið, með 61:56 og má segja
að sigur þess hafi aldrei verið veru-
lega í hættu.
Þjálfari liðs M.I.T. sagði eftir
leikinn, að hann undraðist stórlega,
þær framfarir, sem orðið hefðu hjá
íslenzkum körfuknattleiksmönnum,
miðað við getu landsliðsins í Boston
1965.
Lið M.I.T. keppti í Júgóslavíu,
Grikklandi og Italíu, alls 26 leikjum,
en tapaði 12 og mörgum þeirra leikja
með eins eða tveggja stiga mun, gegn
andstæðingum eins og landsliði
Grikklands og grískum og júgóslav-
neskum úrvalsliðum.
Polar Cup.
Árið 1962 átti sænska körfuknatt-
leikssambandið 10 ára afmæli. 1 því
tilefni buðu Svíar hinum Norður-
landaþjóðunum til keppni í Stokk-
hólmi, um bikar sem sænska sam-
bandið gaf og nefndi Polar Cup.
Á ráðstefnu hinna norrænu körfu-
knattleikssambanda, sem haldin var
í Stokkhólmi á sama tíma, var sam-
þykkt reglugerð fyrir Polar Cup
keppnina og jafnframt að keppnin
skyldi hljóta viðurkenningu, sem
Meistaramót Norðurlanda í körfu-
knattleik.
Polar Cup keppnin er haldin ann-
að hvort ár og til skiptis hjá þátt-
takendum. 1966 áttu Danir að sjá
um mótið og var það haldið í Kaup-
mannahöfn um páskana.
Um s. 1. áramót hóf KKl undir-
búning undir þátttöku Islands í
Polar Cup keppninni. Þeir Helgi
Jóhannsson landsliðsþjálfari, og Jón
Eysteinsson, lögfræðingur og gamall
landsliðsmaður, voru skipaðir i lands-
liðsnefnd, til að velja í landsliðið,
og sjá um æfingar.
Erfiðlega gekk að fá húsnæði und-
ir landsliðsæfingarnar, en þó fékkst
eitt kvöld í viku £ Réttarholtsskól-
anum og Reykjavíkurfélögin hlupu
44