Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 44
Kolbeínn Pálsson með verðlaunagrip, sem Reykvíkingar unnu til eignar í keppni við varnarliðsmenn. staðan 30:29 fyrir Island, en leikn- um lauk með eins stig sigri íslenzka liðsins, eða 61:60. Þessi sigur hins íslenzka ung- lingaúrvals kom mönnum mjög á óvart og verður að telja hann með stærri íþróttasigrum Islendinga á þessu ári. Ánægjulegt var einnig að frétta, er Rhode Island liðið var á heimleið og hafði viðkomu á Kefla- víkurflugvelli, að leikurinn í Reykja- vík, var eini tapleikur liðsins í ferð- inni, enn alls lék liðið 12 leiki á Skotlandi, Englandi og Luxemburg. Rhode Island piltarnir töldu einnig að bezta gólfið er þeir hefðu keppt á í ferðinni, hefði verið í Laugar- dalshöllinni. Þjálfari og fararstjóri Rhode Island liðsins, luku miklu lofsorði á leik þeirra Kolbeins Pálssonar og Agnars Priðrikssonar og töldu, að þeir hvor um sig, mundu teljast lið- tækir í hvaða háskólalið sem væri í Bandaríkjunum. Massachusetts Institute of Technology. M.I.T. í Boston, var einn þeirra háskóla, sem landslið okkar heim- sótti í Bandaríkjaför sinni vesturinn 1965. Leik okkar við M.I.T. í Boston, töpuðum við með 80:64, en það var einn þeirra leikja, sem við töldum að með ölítilli heppni og óþreyttu liði, hefðum við átt að vinna. Þegar People to People bauð okk- ur leik við M. I. T., er liðið var að hefja 5 vikna keppnisferðalag til Evrópu, þá var það boð þegið með þökkum. Nú gafst tækifæri til að endurnýja kunningsskap við piltana, sem við höfðum keppt við í Boston, því margir þeir voru ennþá í liðinu. Ennfremur bauðst okkur kærkomið tækifæri til að bera saman styrk landsliðs okkar í dag og liðsins sem keppti í Bandaríkjunum veturinn 1964—65. Því miður fengum við ekki inni með leikinn í Iþróttahöllinni í Laug- ardal, þar sem undirbúningar undir iðnsýningu var að hefjast. Leikurinn var því háður í íþróttahúsi varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli og fór hann fram 2. ágúst að viðstöddum um 500 áhorfendum, þar af voru 300 varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra á frímiðum. Nokkuð á óvænt, þá sigraði ís- lenzka liðið, með 61:56 og má segja að sigur þess hafi aldrei verið veru- lega í hættu. Þjálfari liðs M.I.T. sagði eftir leikinn, að hann undraðist stórlega, þær framfarir, sem orðið hefðu hjá íslenzkum körfuknattleiksmönnum, miðað við getu landsliðsins í Boston 1965. Lið M.I.T. keppti í Júgóslavíu, Grikklandi og Italíu, alls 26 leikjum, en tapaði 12 og mörgum þeirra leikja með eins eða tveggja stiga mun, gegn andstæðingum eins og landsliði Grikklands og grískum og júgóslav- neskum úrvalsliðum. Polar Cup. Árið 1962 átti sænska körfuknatt- leikssambandið 10 ára afmæli. 1 því tilefni buðu Svíar hinum Norður- landaþjóðunum til keppni í Stokk- hólmi, um bikar sem sænska sam- bandið gaf og nefndi Polar Cup. Á ráðstefnu hinna norrænu körfu- knattleikssambanda, sem haldin var í Stokkhólmi á sama tíma, var sam- þykkt reglugerð fyrir Polar Cup keppnina og jafnframt að keppnin skyldi hljóta viðurkenningu, sem Meistaramót Norðurlanda í körfu- knattleik. Polar Cup keppnin er haldin ann- að hvort ár og til skiptis hjá þátt- takendum. 1966 áttu Danir að sjá um mótið og var það haldið í Kaup- mannahöfn um páskana. Um s. 1. áramót hóf KKl undir- búning undir þátttöku Islands í Polar Cup keppninni. Þeir Helgi Jóhannsson landsliðsþjálfari, og Jón Eysteinsson, lögfræðingur og gamall landsliðsmaður, voru skipaðir i lands- liðsnefnd, til að velja í landsliðið, og sjá um æfingar. Erfiðlega gekk að fá húsnæði und- ir landsliðsæfingarnar, en þó fékkst eitt kvöld í viku £ Réttarholtsskól- anum og Reykjavíkurfélögin hlupu 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.