Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 79

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 79
Islandsmeistarar PH 1966. Alfreð Þorsteinsson: HAIMDKIMATTLEIKUR 1966 Handknattleiksárið 1966 var að ýmsu leyti sérstætt. Aldrei hafa fleiri landsleikir verið leiknir á heimavelli, eða 7 talsins, og á úti- velli lék íslenzka karlalandsliðið 4 leiki. Mótherjar okkar voru ekki af verri endanum. Margir af snjöllustu handknattleiksmönnum heims lögðu leið sína til Reykjavíkur og gáfu hinum mörgu handknattleiksunn- endum kost á að sjá leikni sína. Heimsókn rúmensku heimsmeistar- anna frá 1961 og 1964 var t.d. merk- ur atburður. Og mjög kom á óvart, hve íslenzku handknattleiksmennim- ir veittu þeim harða keppni. 1 báð- um leikjunum, sem háðir voru, hafði Islenzka landsliðið yfir í hálfleik og hélt forustu langt fram í síðari hálf- leik, en undir lokin tókst heimsmeist- urunum að sigla fram úr og sigra. Þótti ýmsum súrt í broti að sjá af sigri á síðustu mínútunum. Og þegar litið er á landsleikjasöguna á síðasta ári, kemur í ljós, að flestir leikirnir voru keimlíkir að þessu leyti. Var áberandi hve íslenzka landsliðið stóð sig vel í fyrri hluta leikjanna, en missti tökin, þegar síga tók á síðari hlutann. Hver getur t.d. gleymt ósköpunum i leiknum gegn Dönum, sem háður var í apríl byrj- un? 1 hálfleik hafði íslenzka liðið tryggt sér 5 marka forskot, 14:9, og á áhorfendapöllunum ríkti almenn bjartsýni. Allir þóttust sjá fram á íslenzkan sigur, og spurningin var ekki, hvort íslenzka liðið myndi sigra, heldur hve stór sigurinn yrði. 1 síðari hálfleik sneru Danir taflinu eftirminnilega við og unnu leikinn 23:20. Sjaldan eða aldrei hafa eins hryggir áhorfendur snúið heim frá nokkrum landsleik hér heima og þennan laugardagseftirmiðdag 2. apríl. Eins og fyrr segir, lék íslenzka landsliðið 7 landsleiki heima og 4 leiki ytra, samtals 11 landsleiki, og af þessum leikjum unnust aðeins 3. I fljótu bragði virðist þetta slæm út- koma, en þegar tillit er tekið til styrkleika þeirra þjóða, er við lék- um við, ef Bandarikjamenn eru und- anskildir, þá þurfum við ekki að vera svo mjög óánægð. Flestir leik- irnir töpuðust með litlum mun og 79

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.