Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 6

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 6
skeiða, sem haldin eru árlega, og upplýsingar um fjölda útskrifaðra leiðbeinenda, upplýsingar um fjölda ýmissa námskeiða og þátttökufjölda í þessum námskeiðum. E>ví miður er misræmi milli kennsluskýrslna og ársskýrslna sam- bandsaðilanna þannig, að samkvæmt kennsluskýrslum einum er iðkenda- fjöldi ársins 1965 samtals 1957, en reynist vera 2059 eftir að samræmd- ar hafa verið ársskýrslur og kennslu- skýrslur. Árið 1964 var iðkenda- fjöldi aðeins meiri eða 2103. Ekki liggja fyrir endanlegar skýrslur fyrir 1966, en reiknað er með tals- verðri aukningu. Af 26 sambands- aðilum þá eru frjálsíþróttir iðkaðar hjá 20 þeirra á árinu 1965, en árið 1966 eru frjálsíþróttir iðkaðar hjá 23 sambandsaðilum. Samkvæmt upp- lýsingum um mótafjölda innan hér- aða eru haldin 86 mót árið 1965 með þátttökufjölda 2148 einstaklinga. Starfandi leiðbeinendur og kennarar í frjálsíþróttum hjá sambandsaðil- um 1965 eru 23. Haldið er eitt leið- beinendanámskeið, þar sem allir þátttakendur, 10 að tölu, eru útskrif- aðir, sem 1. stigs leiðbeinendur. Sam- bandsaðilar halda 18 námskeið, þar sem frjálsíþróttir eru kenndar, en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um fjölda þátttakenda. Stjórn F.R.l. beinir tilmælum til sambandsaðila sinna að gefa stjórn- inni sem gleggstar upplýsingar um einstaka þætti, sem fram koma í þessari skýrslu fyrir árið 1966, svo hægt verði að gera heildarskýrslu, er gefur sem nákvæmasta heildar- mynd og samanburð á milli ára á þróun einstakra liða, sem fram koma í skýrslunni. Þríþraut fyrir skólanemendur. Eitt aðalstarf FRÍ á árinu var að koma af stað þríþrautarkeppni fyrir öll skólabörn í landinu á aldrinum 11—13 ára. FRl leitaði samvinnu við ýmsa aðila og fékk mjög góðar undirtektir. Norska frjálsíþrótta- sambandið veitti góðar upplýsingar um fyrirkomulag slikrar keppni þar 1 landi. Bamablaðið Æskan kynnti keppnina lesendum sínum og birti kennsluþætti og annað í sambandi við hana. Dagblöð og útvarp aðstoð- uðu einnig við kynningu. Iþrótta- fulltrúi og fræðslumálaskrifstofan veittu ómetanlega aðstoð í sambandi við dreifingu upplýsinga í skólana. Einnig eru stuðningsaðilar Flugfélag Islands og kennarasamtökin. Prentuð voru sérstök eyðublöð, er send voru í alla skóla landsins og til allra ungmenna- og íþróttafélaga. Eyðublöðum þessum fylgdu upplýs- ingar og hvatning. Alls voru send út um það bil 1500 bréf. Undankeppni þríþrautarinnar stóð yfir 1. sept.— 31. okt. s.l. Ekki er endanlega vitað um þátt- töku eða úrslit enn. Áhugi hefur verið mikill víða um land og íþrótta- kennarar og aðrir áhugamenn verið duglegir að aðstoða börnin við æf- ingar og keppni. Urslit keppninnar fara svo fram í júní næsta sumar. Þar mætast 6 beztu einstaklingar hvers aldurs- flokks. Keppni landsliða 1966. Landskeppni Islands — A.-Þýzka- laiuls í tugþraut dagana 20.—21. ágúst. Austur-Þjóðverjar sigruðu Islend- inga með nokkrum yfirburðum í tug- þrautarkeppninni, hlutu 14061 stig, en Islendingar 13428. Valbjörn Þor- láksson varð fyrir því óhappi í stang- arstökkinu, að meiðast lítiliega, þannig að hann gat ekki beitt sér í tveim síðustu greinunum. Island var með sigurvonir, ef Valbjörn hefði ekki meiðst. Áður en keppnin hófst flutti Ingi Þorsteinsson, form. FRl, stutta setn- ingarræðu. Hann bauð hina erlendu gesti velkomna og ræddi þá góðu samvinnu, sem ávallt hefði verið milli FRl og austur-þýzka sambands- ins. Ernst Schmidt, fararstjóri A,- Þjóðverja, þakkaði boðið og góðar móttökur. Hann bauð íslendingum til keppni I Dresden 1967. Tugþrautarlandskeppnin í Olofström. Keppnin hófst kl. 11 á laugardag 24. september og hélt áfram kl. 8 morguninn eftir. Keppnin stóð yfir I sjö klukkustundir fyrri daginn, en tæpar tiu klst. síðari daginn. TJrslit urðu þau, að Sviar sigruðu, hlutu 20638 stig, Island var i öðru sæti með 20427 stig, en Danir ráku lest- ina með 20113 stigum. Smidt Jensen, Danmörku, hlaut flest stig keppenda eða 7112 og setti nýtt danskt met. Annar varð Val- björn Þorláksson, hlaut 6949 stig. Þriðji Scíinn Linquist með 6948 stig. Ólafur Guðmundsson varð 7. á nýju glæsilegu unglingameti, 6750 stig- 6

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.