Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 89

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 89
Félagar í Skotfélagi Reykjavíkur á æfingu. Skofflml 1966 Eina skipulega starfsemin í skot- fimi hérlendis er hjá Skotfélagi Reykjavíkur, en það félag starfar af miklum dugnaði. Við munum því birta aðalfundargerð þess félags fyr- ir árið 1966 hér á eftir. Aðalfundur Skotfélags Reykjavík- ur fyrir árið 1966 var að þessu sinni haldinn hinn 20. nóv. s.l. í húsi Slysa- varnafélags íslands. Fundarstjóri var Bjarni R. Jónsson, forstjóri, en ritari frú Edda Thorlacius. I skýrslu félagsstjórnar kom fram að starf- semi félagsins hefur verið fjölbreytt- ari og meiri en nokkru sinni fyrr enda hefur meðlimatala félagsins nær tvöfaldast á árinu. Félagið hélt uppi reglubundnum æfingum innanhúss að vetrarlagi eins og að undanförnu, en þar sem þær æfingar voru orðnar svo fjöl- sóttar að til vandræða horfði var ákveðið að fjölga æfingatímum um helming og æfa tvisvar í viku. Eru nú reglulegar æfingar öll miðviku- dagskvöld inn á Hálogalandi en auk þess æfingar á sunnudagsmorgnum frá kl. 9—12. Tvær innanhúss keppnir fóru fram s.l. vetur á undan hinum reglulégu vormótum félagsins. Hinn 23. febr. var keppt um styttu sem Axel Sölva- son gaf félaginu til þess að keppa um í standandi stellingu. Sigurveg- ari í þessari keppni var Ásmundur Ólafsson og hlaut hann 314 stig af 400 mögulegum. 1 marz var keppt um verðlaunabikar, sem Leo Schmidt formaður félagsins, gaf til þess að keppa um í hnéstellingu. Þá keppni vann óvænt einn af yngstu meðlim- um félagsins, Björgvin Samúelsson, og hlaut hann 91 stig af 100 mögu- legum. Hans Christensen-mótið fór fram að venju í marz. Voru þátttakendur 15 að þessu sinni. Sigurvegari var hinn þrautreyndi skotsnillingur Valdimar Magnússon. Vormótið fór fram hinn 4. maí, að loknum vetraræfingum og var að venju keppt í öllum flokkum. Þátt- takendur voru að þessu sinni 15. 1 meistaraflokki vann Ásmundur Ól- afsson, í 1. flokki sigraði Egill Jón- asson Stardal, en í 2. flokki Aðal- steinn Magnússon. Æfingar á útisvæði félagsins í Leirdal hófust s.l. vor jafnskjótt og tíðin leyfði. Var haldið uppi reglu- bundnum æfingum með haglabyssum á leirdúfur öll miðvikudagskvöld fram í sept. Voru þessar æfingar yf- irleitt vel sóttar. Æfingar með riffl- um hófust einnig í vorbyrjun og 25. júní var háð 50 metra mótið með kal. .22 rifflum. Þátttakendur voru með færra móti eða ekki nema 8. Sigur- vegari mótsins varð Axel Sölvason. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.