Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 89
Félagar í Skotfélagi Reykjavíkur á æfingu.
Skofflml 1966
Eina skipulega starfsemin í skot-
fimi hérlendis er hjá Skotfélagi
Reykjavíkur, en það félag starfar
af miklum dugnaði. Við munum því
birta aðalfundargerð þess félags fyr-
ir árið 1966 hér á eftir.
Aðalfundur Skotfélags Reykjavík-
ur fyrir árið 1966 var að þessu sinni
haldinn hinn 20. nóv. s.l. í húsi Slysa-
varnafélags íslands. Fundarstjóri
var Bjarni R. Jónsson, forstjóri, en
ritari frú Edda Thorlacius. I skýrslu
félagsstjórnar kom fram að starf-
semi félagsins hefur verið fjölbreytt-
ari og meiri en nokkru sinni fyrr
enda hefur meðlimatala félagsins
nær tvöfaldast á árinu.
Félagið hélt uppi reglubundnum
æfingum innanhúss að vetrarlagi
eins og að undanförnu, en þar sem
þær æfingar voru orðnar svo fjöl-
sóttar að til vandræða horfði var
ákveðið að fjölga æfingatímum um
helming og æfa tvisvar í viku. Eru
nú reglulegar æfingar öll miðviku-
dagskvöld inn á Hálogalandi en auk
þess æfingar á sunnudagsmorgnum
frá kl. 9—12.
Tvær innanhúss keppnir fóru fram
s.l. vetur á undan hinum reglulégu
vormótum félagsins. Hinn 23. febr.
var keppt um styttu sem Axel Sölva-
son gaf félaginu til þess að keppa
um í standandi stellingu. Sigurveg-
ari í þessari keppni var Ásmundur
Ólafsson og hlaut hann 314 stig af
400 mögulegum. 1 marz var keppt
um verðlaunabikar, sem Leo Schmidt
formaður félagsins, gaf til þess að
keppa um í hnéstellingu. Þá keppni
vann óvænt einn af yngstu meðlim-
um félagsins, Björgvin Samúelsson,
og hlaut hann 91 stig af 100 mögu-
legum.
Hans Christensen-mótið fór fram
að venju í marz. Voru þátttakendur
15 að þessu sinni. Sigurvegari var
hinn þrautreyndi skotsnillingur
Valdimar Magnússon.
Vormótið fór fram hinn 4. maí, að
loknum vetraræfingum og var að
venju keppt í öllum flokkum. Þátt-
takendur voru að þessu sinni 15. 1
meistaraflokki vann Ásmundur Ól-
afsson, í 1. flokki sigraði Egill Jón-
asson Stardal, en í 2. flokki Aðal-
steinn Magnússon.
Æfingar á útisvæði félagsins í
Leirdal hófust s.l. vor jafnskjótt og
tíðin leyfði. Var haldið uppi reglu-
bundnum æfingum með haglabyssum
á leirdúfur öll miðvikudagskvöld
fram í sept. Voru þessar æfingar yf-
irleitt vel sóttar. Æfingar með riffl-
um hófust einnig í vorbyrjun og 25.
júní var háð 50 metra mótið með kal.
.22 rifflum. Þátttakendur voru með
færra móti eða ekki nema 8. Sigur-
vegari mótsins varð Axel Sölvason.
89