Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 47
Lrið iKF lék um sæti í I. deild við HSK og vann.
tímabilsins var hafist handa um að
koma út dómaraskírteinum er prent-
uð voru á fyrra ári.
Reglur: Vegna encurskoðunar og
smábreytinga á alþjóðakörfuknatt-
leiksreglum á ráðstefnu í Róm 1964
varð ekki hjá komizt að þýða reglur
þessar og gefa út. Tók Guðmundur
Þorsteinsson fyrrv. form. K.K.P.l. að
sér þýðinguna. Skilaði hann því með
miklum sóma og gaf vinnu slna í
tilefni af 5 ára afmæli KKl. Útgáfu-
nefnd l.S.Í. sá um prentun á reglun-
um.
Námskeið: Guðjón Magnússon hélt
dómaranámskeið dagana 19.—20.
marz á Laugarvatni. Var það haldið
á vegum Iþróttakennaraskóla Is-
lands. Naut hann góðrar aðstoðar
Árna Guðmundssonar skólastjóra
l.K.l. sem sá um skrifleg próf, er
nemendur tóku að loknu námskeiði.
Þrejrttu 12 nemendur, allir úr I.K.Í.,
prófið og stóðust með prýði, hlutu
réttindi að loknum prófum. Verður
unnin bráður bugur á að koma þessu
80 stig af 100 mögulegum að með-
altali. Verður vart ofmetið gildi
slíkra námskeiða til útbreiðslu
körfuknattleiksins út um landsbyggð-
ina, en margir þessara íþróttakenn-
ara hverfa þangað til starfa.
Ráðgert var að halda námskeið í
Reykjavík í byrjun október, en frá
því var horfið vegna seinkunnar á
prentun nýju körfuknattleikregln-
anna.
Nýjung: Að tilhlutan U.M.F.l. og
Bréfaskóla S.Í.S. er nú í athugun
að semja og gefa út kennslubréf í
körfuknattleiksreglum. Verður
kennslufyrirkomulag það sama og
tíðkast í öðrum námsgreinum Bréfa-
skóla S.Í.S. Þetta kennslufyrirkomu-
lag fyrir dómara er tekið upp eftir
fyrirmynd frá frændum okkar Norð-
mönnum, sem hafa fært sér þetta í
nyt síðustu ár með góðum árangri.
Ætti þetta fyrirkomulag að bæta
nokkuð úr leiðbeinendaskorti sem
mjög hefur hamlað uppgangi körfu-
knattleiks úti á landi. Ráðgert er að
nemendur geti öðlast héraðsdóms-
í verk hið fyrsta.
Milliríkjadómarar: Stjórn KKl
skipaði 1. janúar 1966 þá Guðmund
Þorsteinsson l.R. og Guðjón Magnús-
son l.S. milliríkjadómara. Dæmdi
hvor um sig 3 landsleiki á árinu hér
heima, en Guðjón auk þess 5 leiki
erlendis.
1 útbreiðslunefnd störfuðu á þessu
tímabili þeir Ólafur Thorlaeius og
Sigurður P. Gíslason auk formanns
nefndarinnar Ásgeirs Guðmundsson-
ar.
1. Námskeið: Að tillögu nefndar-
innar og með samþykki stjórnar
K.K.Í. var ráðinn framkvæmdastjóri
fyrir nefndina í mai 1966. Auglýst
var eftir starfskrafti og bárust 3
umsóknir.
1 samvinnu við K.K.R.R. var
haldið unglinganámskeið í körfu-
knattleik í Reykjavík í júní mánuði
og var kennt á tveim stöðum og
önnuðust kennsluna Þórarinn Ragn-
arsson og Einar Ólafsson.
Gerðu menn sér vonir um að hægt
væri að boða til námskeiða á þrem
stöðum I borginni, en þátttaka reynd-
ist ekki nægileg og var þvi aðeins
kennt á tveim.
Hinn 1. nóv. s.l. var Helgi Jóhanns-
son landsliðsþjálfari ráðinn fram-
kvæmdastjóri útbreiðslunefndar og
landsliðsþjálfari um eins árs skeið
47