Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 57

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 57
Þátttakendur í Islandsglímunni 17. júní 1919. — Á þessari mynd sjást bæði Sigurjón Pétursson og Bjarni Bjarna- son, en þeirra á milli var aðalkeppnin í Skjaldarglímu Ármanns 1915, eins og segir í frásögn um þá glímu, sem hér er skráð. — Á myndinni eru talið frá vinstri: Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum, Bjarni Bjarnason frá Auðsholti, Tryggvi Gunnarsson, handhafi Grettisbeltisins, Sigurjón Pétursson, Heykjavík og Magnús Gunnarsson frá Hólmum. * Skjaldarglima Armanns 1915 1 Árbók íþróttamanna 1952, þar sem skráð er stutt ágrip af Skjald- arglímu Ármanns 1910—1926, vant- aði heimildir um Skjaldarglímuna 1915. Þar var einungis getið um skjaldarhafann Sigurjón Pétursson og tölu þátttakenda. Árbókin var heimildarrit Afmælisrits Skjaldar- glímu Ármanns 1962, svo að þar vantaði einnig frekari upplýsingar um þessa skjaldarglímu. Fullgildar heimildir liggja nú fyrir um úrslit og þátttakendur í glím- unni, sbr. Vísi 17. febrúar 1915. Þykir mér því rétt að birta úrslit skjaldarglímunnar 1915 í glímuþætti Iþróttablaðsins. 1 umsögn Vísis um skjaldarglím- una 1915 kemur fram, að þátttak- endur í glímunni hafi verið 9. Þar er sagt, að þrír menn hafi sérstaklega borið af sem glímumenn, þeir Sigur- jón Pétursson, Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, og Guðbjörn Hansson, siðar lögreglu- varðstjóri í Reykjavík, en úrslita- glíman varð á milli þeirra Bjarna Bjarnasonar og Sigurjóns Péturs- sonar, og eftir frásögn sjónarvotts glímdu þeir næstum þrjár lotur, en hver þeirra var 3 mínútur og sigraði Sigurjón eftir mjög harða og tví- sýna viðureign. Úrslit glímunnar fara hér á eftir: 1. Sigurjón Pétursson 8 vinn. 2. Bjarni Bjamason 7 — 3. Guðbjörn Hansson 6 — 4. Valdimar Eyjólfsson 5 — 5. Aðalsteinn Björnsson 3 — 6. Vigfús Árnason 3 — 7. Ingimar Jónsson 2 — 8. Jóhann Þorláksson 2 — 9. Sveinn Björnsson 0 — 57

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.