Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 33
Þær voru beztar á árinu. Talið frá vinstri: Hulda Guðmundsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Jónína Níljohníusar-
dóttir, Rannveig Magnúsdóttir. Allar í T.B.R.
BADIVIIIMTOIM 1966
Kristján Benediktsson:
Iðkendum þessarar fögru íþróttar
fjölgaði mjög á árinu 1966. Stafar
það m.a. af auknu húsrými, en eins
og kunnugt er var hin glæsilega
íþróttahöll í Laugardalnum tekin í
notkun á haustmánuðum, en þar eru
12 badmintonvellir. Ekki er mér
kunnugt um, að opinber mót í bad-
minton hafi verið haldin utan Rvíkur
á árinu, þótt það sé æft á allmörg-
um stöðum.
Á Islandsmótinu mættu hins vegar
aðeins keppendur frá Akranesi, Isa-
firði og Siglufirði auk þátttakend-
anna frá Reykjavíkurfélögunum.
1 Reykjavík voru það sem fyrr
Tennis- og badmintonfélagið og
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, sem
stóðu fyrir æfingum og mótum.
Sendu þessi félög þrjá af beztu leik-
mönnum sínum til Danmerkur á s.l.
hausti til þess að kynna sér þjálfun
badmintonfólks þar í landl, fram-
kvæmd móta o.fl., er okkur mætti að
gagni koma. Einnig æfðu þeir með
dönskum fyrstu deildar mönnum
þann tíma, sem þeir dvöldu í Dan-
mörku. Þeir sem fóru voru: Garðar
Alfonsson og Jón Árnason frá T.B.R.
og Óskar Guðmundsson frá K.R.
Allir þessir menn annast kennslu í
badminton hjá félagi sínu. Tel ég
að verulegt gagn hafi orðið af þess-
ari utanför þeirra fyrir badminton-
fólk hér.
Badmintondeild K.B.
Formaður deildarinnar og aðal-
máttarstólpi var sem fyrr Óskar
Guðmundsson.
Æfingar voru eingöngu í Iþrótta-
húsi K.R. og þátttakendur í æfing-
um um 70.
1 deildinni eru allmargir efnilegir
leikmenn í 1. flokki en meistara-
flokksmenn ennþá fáir.
Á innanfélagsmóti, sem haldið
var um miðjan marz, sigruðu í tví-
liðaleik þeir Óskar Guðmundsson og
Einar Sæmundsson, formaður K.R.
T.B.R.
Starfsemi félagsins var með mesta
móti á árinu. Æfingar voru sem fyrr
í íþróttahúsum skólanna, Iþróttahúsi
Vals svo og frá hausti i Iþróttahöll-
inni í Laugardal.
Fjöldi þátttakenda í æfingum varð
eftir að Iþróttahöllin tók til starfa
rúmlega 600.
T.B.R. hafði á árinu nokkur inn-
33