Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 60
er hægt að fylgjast með því sem
fram fer í hinni glæsilegu 50 metra
laug, Brunnsbadet, en í þeirri laug
fór NJM fram að þessu sinni. Árang-
ur Hrafnhildar varð mjög sæmileg-
ur, hún varð nr. 4 í 100 m skrið-
sundi á tímanum 1:07,5 mín.
Fyrst varð finnsk stúlka, Marju
Tilly. Setti hún finnskt met á tím-
anum 1:03,8. I 2. og 3. sæti urðu
sænskar stúlkur á tímunum 1:07,3
og 1:07,4 og af því sést að Hrafn-
hildur var ekki langt frá silfurverð-
launum i þessu sundi og tapaði hún
eingöngu af verðlaunum vegna þess
að hún kom illa að bakkanum. 1 200
m fjórsundi varð hún 8., en setti met
á tímanum 2:58,0 og í 400 m skrið-
sundi setti hún einnig met 5:31,0
mín.
Landskeppni Dana og Islendinga.
Laugardaginn 23. júlí gerðust þau
gleðilegu tíðindi að fyrsta sund-
keppnin í hinni nýju sundlaug í
Laugardal fór fram. Þessi keppni
var landskeppni við Dani til endur-
gjalds fyrir keppnina sem fram fór
í Danmörku árið 1964 og lauk með
eins stigs sigri Dana. Nú var einnig
búizt við harðri baráttu og jafnvel
sigri okkar, en sú von brást hrapal-
lega þegar i ljós kom að bezta sund-
kona okkar, Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, iR, var veik. Enda kom á
daginn að Danir sigruðu með 46
stigum gegn 34 stigum Islendinga.
Aðeins Guðmundur Gíslason sigraði
í sínum greinum en Danir sigruðu
í hinum greinunum átta. Landslið
Islendinga skipuðu eftirtaldir: Guð-
mundur Gíslason, IR, Davíð Val-
garðsson, IBK, Fylkir Ágústsson,
Vestra, Kári Geirlaugsson, Á, Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir, IR, Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir, Á, Matthildur
Guðmundsdóttir, Á og Kolbrún Leifs-
dóttir, Vestra. Þótt það séu mikil
viðbrigði fyrir Islenzkt sundfólk að
synda í þessari glæsilegu laug, þá eru
biðbrigðin ekki minni fyrir áhorf-
endur að koma úr Sundhöllinni gömlu
og í hina glæsilegu áhorfendastúku,
en það var haft eftir formanni
Danska Sundsambandsins, sem var
fararstjóri hópsins, að hann hefði
ekki á mörgum stöðum í Evrópu séð
jafn glæsileg sundmannvirki. Á með-
an Danirnir dvöldu hér kepptu þeir
einnig í Hveragerði og einnig fóru
Matthildur Guðmundsdóttir, Árm.
þeir til Isafjarðar I boði Isfirðinga
og kepptu þar á móti.
Sundmeistaramót Evrópu 1966.
Fór mótið fram dagana 20. til 27.
ágúst í Utreeht í Hollandi. Frá Is-
landi fóru þeir Guðmundur Gíslason
IR og Davíð Valgarðsson, IBK. Einn-
ig fóru með þeir Torfi Tómasson
þjálfari, sem sat sundþing Evrópu
og Siggeir Siggeirsson, stjórnar-
meðlimur SSl. Guðmundur setti nýtt
íslenzkt met í 400 m fjórsundi 5:15,2
mín. Davíð setti met i 400 m skrið-
sundi, 4:42,6 mín. og í 1500 m skrið-
sundi á 19:12,6 mín., en í 200 m flug-
sundi varð Guðmundur að hætta
keppni, vegna þess að hann saup,
þegar hann lenti í öldukasti frá öðr-
um keppendum.
Sundmót SSl og SRR.
Þriðjudaginn 20. sept. héldu SSl
og SRR sundmót I Sundhöll Reykja-
víkur með þátttöku Ingvars Eriks-
sonar frá Svíþjóð, en hann er nú
einn bezti sundmaður Svía og stóð
sig m.a. mjög vel á nýafstöðnu Evr-
ópumóti. Var hann t.d. í silfursveit
Svía í 4x200 m skriðsundi. Ingvar
keppti hér í 100 m skriðsundi og
fór svo eins og búizt var við, að hann
sigraði með yfirburðum á 55,8 sek.,
en Davíð Valgarðsson, iBK, varð
annar á 59,0 og sigraði m.a. bæði
Guðmund Gíslason og Guðmund
Harðarsson. Einnig sigraði Ingvar
glæsilega í 100 m flugsundi á 1:00,4
mín., en Davíð varð aftur annar á
1:04,0 og Guðm. Gíslason þriðji á
1:05,5 mín.
Norræna sundkeppnin.
Norræna sundkeppnin fór fram
síðastliðið sumar og sigruðu Norð-
menn. Islendingar urðu aðeins
fjórðu í röðinni, en talið hafði verið
að við ættum nú á nýjan leik mögu-
leika á sigri, þar sem nú var í fyrsta
sinni keppt eftir nýjum reglum um
stigaútreikning samkvæmt tillögum
SSl. Það er skoðun mín að við hefð-
um getað sigrað í þessari keppni ef
rétt hefði verið farið að. Með stöð-
ugum áróðri í blöðum og föstum
starfsmanni, sem eingöngu hefði
sinnt þessu máli þennan stutta tíma,
sem keppnin stóð yfir, hefði sigur
unnizt.
Sundknattleikur.
I sundknattleiknum voru Ármenn-
ingarnir stöðugt ósigrandi, en KR-
ingarnir voru helztu keppinautar
þeirra eins og undanfarin ár. Sigruðu
Ármenningarnir I öllum mótum, sem
haldin voru á árinu.
S.l. haust urðu sundmenn fyrir því
áfalli að missa hinn siunga forustu-
mann sinn, Erling Pálsson. Hann
hafði þá verið helzti forustumaður í
sundmálum þjóðarinnar í hálfa öld,
en þó var engan bilbug að finna á
honum. Hann var stöðugt sá, sem
fitjaði upp á nýjungunum og kom
þeim í framkvæmd. Má segja að
sundmenn séu nú í vanda staddir
með að finna jafn hæfan forustu-
mann og Erlingur var.
Afrekaskrá í sundi árið 1966.
Tekið hafa saman: Siggeir Sig-
geirsson og Guðbrandur Guð-
jónsson.
50 m skriðsund karla: Guðmundur Gíslason, IR 26,5 sek.
Guðm. Þ. Harðarson, Æ 26,8 —
Davíð Valgarðsson, IBK 26,8 —
Trausti Júlíusson, Á 27,4 —
Siggeir Siggeirsson, Á 27,8 —
Kári Geirlaugsson, Á 28,0 —
60