Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 60

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 60
er hægt að fylgjast með því sem fram fer í hinni glæsilegu 50 metra laug, Brunnsbadet, en í þeirri laug fór NJM fram að þessu sinni. Árang- ur Hrafnhildar varð mjög sæmileg- ur, hún varð nr. 4 í 100 m skrið- sundi á tímanum 1:07,5 mín. Fyrst varð finnsk stúlka, Marju Tilly. Setti hún finnskt met á tím- anum 1:03,8. I 2. og 3. sæti urðu sænskar stúlkur á tímunum 1:07,3 og 1:07,4 og af því sést að Hrafn- hildur var ekki langt frá silfurverð- launum i þessu sundi og tapaði hún eingöngu af verðlaunum vegna þess að hún kom illa að bakkanum. 1 200 m fjórsundi varð hún 8., en setti met á tímanum 2:58,0 og í 400 m skrið- sundi setti hún einnig met 5:31,0 mín. Landskeppni Dana og Islendinga. Laugardaginn 23. júlí gerðust þau gleðilegu tíðindi að fyrsta sund- keppnin í hinni nýju sundlaug í Laugardal fór fram. Þessi keppni var landskeppni við Dani til endur- gjalds fyrir keppnina sem fram fór í Danmörku árið 1964 og lauk með eins stigs sigri Dana. Nú var einnig búizt við harðri baráttu og jafnvel sigri okkar, en sú von brást hrapal- lega þegar i ljós kom að bezta sund- kona okkar, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, iR, var veik. Enda kom á daginn að Danir sigruðu með 46 stigum gegn 34 stigum Islendinga. Aðeins Guðmundur Gíslason sigraði í sínum greinum en Danir sigruðu í hinum greinunum átta. Landslið Islendinga skipuðu eftirtaldir: Guð- mundur Gíslason, IR, Davíð Val- garðsson, IBK, Fylkir Ágústsson, Vestra, Kári Geirlaugsson, Á, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, IR, Hrafn- hildur Kristjánsdóttir, Á, Matthildur Guðmundsdóttir, Á og Kolbrún Leifs- dóttir, Vestra. Þótt það séu mikil viðbrigði fyrir Islenzkt sundfólk að synda í þessari glæsilegu laug, þá eru biðbrigðin ekki minni fyrir áhorf- endur að koma úr Sundhöllinni gömlu og í hina glæsilegu áhorfendastúku, en það var haft eftir formanni Danska Sundsambandsins, sem var fararstjóri hópsins, að hann hefði ekki á mörgum stöðum í Evrópu séð jafn glæsileg sundmannvirki. Á með- an Danirnir dvöldu hér kepptu þeir einnig í Hveragerði og einnig fóru Matthildur Guðmundsdóttir, Árm. þeir til Isafjarðar I boði Isfirðinga og kepptu þar á móti. Sundmeistaramót Evrópu 1966. Fór mótið fram dagana 20. til 27. ágúst í Utreeht í Hollandi. Frá Is- landi fóru þeir Guðmundur Gíslason IR og Davíð Valgarðsson, IBK. Einn- ig fóru með þeir Torfi Tómasson þjálfari, sem sat sundþing Evrópu og Siggeir Siggeirsson, stjórnar- meðlimur SSl. Guðmundur setti nýtt íslenzkt met í 400 m fjórsundi 5:15,2 mín. Davíð setti met i 400 m skrið- sundi, 4:42,6 mín. og í 1500 m skrið- sundi á 19:12,6 mín., en í 200 m flug- sundi varð Guðmundur að hætta keppni, vegna þess að hann saup, þegar hann lenti í öldukasti frá öðr- um keppendum. Sundmót SSl og SRR. Þriðjudaginn 20. sept. héldu SSl og SRR sundmót I Sundhöll Reykja- víkur með þátttöku Ingvars Eriks- sonar frá Svíþjóð, en hann er nú einn bezti sundmaður Svía og stóð sig m.a. mjög vel á nýafstöðnu Evr- ópumóti. Var hann t.d. í silfursveit Svía í 4x200 m skriðsundi. Ingvar keppti hér í 100 m skriðsundi og fór svo eins og búizt var við, að hann sigraði með yfirburðum á 55,8 sek., en Davíð Valgarðsson, iBK, varð annar á 59,0 og sigraði m.a. bæði Guðmund Gíslason og Guðmund Harðarsson. Einnig sigraði Ingvar glæsilega í 100 m flugsundi á 1:00,4 mín., en Davíð varð aftur annar á 1:04,0 og Guðm. Gíslason þriðji á 1:05,5 mín. Norræna sundkeppnin. Norræna sundkeppnin fór fram síðastliðið sumar og sigruðu Norð- menn. Islendingar urðu aðeins fjórðu í röðinni, en talið hafði verið að við ættum nú á nýjan leik mögu- leika á sigri, þar sem nú var í fyrsta sinni keppt eftir nýjum reglum um stigaútreikning samkvæmt tillögum SSl. Það er skoðun mín að við hefð- um getað sigrað í þessari keppni ef rétt hefði verið farið að. Með stöð- ugum áróðri í blöðum og föstum starfsmanni, sem eingöngu hefði sinnt þessu máli þennan stutta tíma, sem keppnin stóð yfir, hefði sigur unnizt. Sundknattleikur. I sundknattleiknum voru Ármenn- ingarnir stöðugt ósigrandi, en KR- ingarnir voru helztu keppinautar þeirra eins og undanfarin ár. Sigruðu Ármenningarnir I öllum mótum, sem haldin voru á árinu. S.l. haust urðu sundmenn fyrir því áfalli að missa hinn siunga forustu- mann sinn, Erling Pálsson. Hann hafði þá verið helzti forustumaður í sundmálum þjóðarinnar í hálfa öld, en þó var engan bilbug að finna á honum. Hann var stöðugt sá, sem fitjaði upp á nýjungunum og kom þeim í framkvæmd. Má segja að sundmenn séu nú í vanda staddir með að finna jafn hæfan forustu- mann og Erlingur var. Afrekaskrá í sundi árið 1966. Tekið hafa saman: Siggeir Sig- geirsson og Guðbrandur Guð- jónsson. 50 m skriðsund karla: Guðmundur Gíslason, IR 26,5 sek. Guðm. Þ. Harðarson, Æ 26,8 — Davíð Valgarðsson, IBK 26,8 — Trausti Júlíusson, Á 27,4 — Siggeir Siggeirsson, Á 27,8 — Kári Geirlaugsson, Á 28,0 — 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.