Íþróttablaðið - 01.02.1967, Síða 80
Islandsmeistarar Vals í kvennaflokki.
til marks um það, þá skoraði íslenzka
liðið 229 mörk gegn 231, sem sé að-
eins tveggja marka munur í 11 leikj-
um, en það skal þó tekið fram, að
annar landsleikurinn við Bandaríkja-
menn hjálpar svolítið upp á sakirn-
ar. Lítum nú á úrslit leikjanna:
Isl.—Pólland (Gdansk) 19:27
Isl.—Danmörk (Nyborg) 12:17
Isl.—Pólland (Rvik) 23:21
ísl.—Rúmenína (Rvík) 17:23
Isl.—Rúmenina (Rvík) 15:16
Isl.—Danmörk (Rvík) 20:23
ísl,—Frakkland (Rvík) 17:18
Isl.—Bandar. (New York) 26:18
Isl.—Bandar. (New Jersey) 41:19
Isl.—V.-Þýzkaland (Rvík) 20:23
Isl.—V.Þýzkaland (Rvík) 19:26
I undankeppni HM.
1 undankeppni HM lenti Island í
riðli með Dönum og Pólverjum og
var þetta að dómi sérfræðinga ein-
hver allra sterkasti riðillinn í HM.
Tvö lönd komust áfram úr hverjum
riðli — og í fyrsta skipti varð það
nú hlutskipti ísl. handknattleiks-
manna, að þurfa að sitja heima með-
an aðalkeppni HM fór fram því að
Danir og Pólverjar urðu fyrir ofan
okkur í riðlinum og komust áfram.
Tvöföld umferð var leikin í riðla-
keppninni. Island lék báða útileikina
á undan og lék þá í sömu förinni í
janúar. Eftirtaldir leikmenn tóku
þátt í förinni til Póllands og Dan-
merkur:
Þorsteinn Björnsson, Fram
Hjalti Einarsson, FH
Ragnar Jónsson, FH
Birgir Björnsson, FH
Sigurður Einarsson, Fram
Ingólfur Óskarsson, Fram
Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram
Karl Jóhannsson, KR
Ágúst Ögmundsson, Val
Hörður Kristinsson, Árm.
Þórarinn Ólafsson, Víking
Guðjón Jónsson, Fram.
Islenzka liðið mætti Pólverjum
fyrst. Fór leikurinn fram í Gdansk
sunnudaginn 16. janúar. Islenzka
liðið mátti þola stórt tap, stærra en
nokkur hafði átt von á. Urðu loka-
tölur 27:19 Pólverjum í vil, en í hálf-
leik var staðan 14:8. Pólsku stór-
skytturnar komu ísl. vörninni í opna
skjöldu og skoruðu Pólverjar flest
mörkin úr langskotum. Mörk Islands
skoruðu: Gunnlaugur 6 (5 úr víta-
köstum), Hörður 3, Sigurður E.,
Ragnar, Birgir og Karl 2 hver, Ágúst
og Ingólfur 1 hvor.
Frá Póllandi hélt íslenzka lands-
liðið til Danmerkur, þar sem það
mætti danska landsliðinu í leik í
Nyborg miðvikudaginn 18. janúar.
Og aftur tap á dagskrá. Danir unnu
leikinn 17:12 eftir að hafa haft yfir
í hálfleik 11:8. 1 þetta skipti tókst
betur til í vörninni, en þá var sókn-
in ekki nógu góð. Sóknarleikurinn
80