Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 85

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 85
keppninnar, gegn Dukla Prag, tap- aði Fram 13:23. Heimsókn Oppum Krefeld. Vestur-þýzku meistararnir í úti- handknattleik, Oppum frá Krefeld, komu í heimsókn hingað í nóvember á vegum Þróttar og léku hér þrjá leiki. Þeir mættu Fram í fyrsta leiknum og töpuðu honum 17:25. Einnig töpuðu þeir öðrum leiknum, sem var gegn FH, 15:34, en svo brá við, að Þjóðverjarnir unnu þriðja og síðasta leikinn, sem var gegn til- raunalandsliðinu. Vann Oppum þann leik 25:18, og þótti sumum það ein- kennileg úrslit eftir það, sem á und- an var gengið. Heimsókn Árhus KFUM. 1 október kom hingað til lands í boði Ármanns eitt sterkasta félags- lið Dana, Arhus KFUM, og lék þrjá leiki. Fyrsti leikurinn var gegn gest- gjöfunum, Ármanni, sem styrktu lið sitt með Karli Jóhannssyni úr KR. Lauk leiknum með sigri Dana, 29:25. Því næst lék Árhus KFUM gegn Is- landsmeisturum FH og sigraði þá 27:24. Loks mættu Danirnir tilrauna- liði landsliðsnefndar og báru enn sig- ur úr býtum, sigruðu í þetta skipti 26:20. Það er sjaldgæft, að danskt félags- lið fari ósigrað heim úr Islandsför og þótti dönsku blöðunum sérstök ástæða að geta um það. Hins vegar leiddi þessi heimsókn í október, áður en hið raunverulega keppnistímabil okkar er hafið, hugann að því, hvort hyggilegt sé að taka á móti erlendu liði áður en ísl. handknattleiksmenn eru komnir í æfingu. íslandsmótið innanhúss: Það olli nokkrum vonbrigðum með- al handknattleiksmanna, að ákveðið var, að Islandsmótið 1966 skyldi háð að Hálogalandi en ekki I Laugar- dalshöllinni. Keppnin í mótinu var skemmtileg, ekki sízt í 1. og 2. deild karla. I 1. deild karla urðu Fram og FH jöfn að stigum, hlutu 16 stig, og urðu að heyja úrslitaleik um Is- landsmeistaratitilinn. 1 þeirri viður- eign sigraði FH 21:16 og varð því Islandsmeistari 1966. Baráttan um fallið var hörð og lauk svo, að KR féll niður. 1 2. deild karla urðu Þróttur, Vík- ingur og lR jöfn að stigum í efsta sæti og urðu að leika sín á milli um sætið í 1. deild. Lauk þeirri keppni svo, að Víkingur sigraði og fluttist upp í 1. deild. 1 1. deild kvenna sigraði Valur nokkuð örugglega og i 2. deild kvenna bitust Keflavík og KR um sæti í 1. deild. Léku liðin úrslitaleik og sigraði Keflavík í honum. Þessi leikur var kærður og í nýjum leik sigruðu KR-stúlkur og hlutu því sæti í 1. deild. 1 öðrum flokkum voru Framarar sigursælir. Þannig urðu þeir sigur- vegarar í 1. og 2. flokki karla og 1. og 2. flokki kvenna. Víkingur sigraði í 3. flokki karla. Hér á eftir fara töflur, sem sýna lokaniðurstöður í einstökum flokk- um: Meistaraflokkur karla, H. deild: L U J T Mörk St. Þróttur 8 6 0 2 190:170 12 Vikingur 8 6 0 2 207:145 12 l.R. 8 6 0 2 224:191 12 I.B.K. 8 2 0 6 4 l.A. 8 0 0 8 104:187 0 Aukaleikir til úrslita: Þróttur—Víkingur 15:27 Þróttur—lR 22:27 Víkingur—IR 27:22 Sigurvegarar Víkings: Helgi Guð- mundsson, Einar Hákonarson, Þór- arinn Ólafsson fyrirliði, Rósmundur Jónsson, Sigurður Hauksson, Rúnar Gíslason, Árni Ólafsson, Jón Ólafs- son, Einar Magnússon, Hannes Har- aldsson, Ólafur Friðriksson, Gunnar Gunnarsson. 1. flokkur karla: Fram 4 4 0 0 69:35 Meistaraflokkur ] karla, I. deild: Víkingur 4 3 0 1 51:45 L u J T Mörk St. Valur 4 2 0 2 46:46 Fram 10 8 0 2 254:205 16 Þróttur 4 1 0 3 41:48 F.H. 10 8 0 2 217:193 16 l.R. 4 0 0 4 45:78 Valur 10 4 0 6 229:248 8 Haukar 10 4 0 6 227:231 8 Ármann 3 0 0 3 27:42 Ármann 10 4 0 6 226:252 8 F.H. 3 3 0 0 44:25 K.R. 10 2 0 8 203:227 4 K.R. 3 2 0 1 37:28 Aukaleikur úrslit: Fram-FH 16:21 Haukar 3 1 0 2 32:45 TJrslit: F.H.—Fram 6:7 Islandsmeistarar F.H.: Hjalti Ein- arsson, Karl Jónsson, Birgir Björns- son fyrirliði, Örn Hallsteinsson, Guð- laugur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Einar Sigurðsson, Árni Guðjónsson, Auður Óskarsson, Jón Viggósson, Páll Eiríksson, Þorvaldur Karlsson. Sigurvegarar Fram: Atli Marinós- son, Arnþór Óskarsson, Guðjón Hákonarson fyrirliði, Hilmar Ólafs- son, Karl Benediktsson, Hinrik Ein- arsson, Gylfi Hjálmarsson, Arnþór Ingibergsson, Ástþór Ragnarsson. íslandsmeistarar Víkings í 3. flokki. 85

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.