Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 27
Reykjavíkurmeistarar Þróttar 1966. Þetta er í fyrsta skipti, sem meistaraflokkur þessa yngsta félags
í Reykjavík sigrar í mótinu.
og sigraði með 3—0. Islenzka liðið
var þannig skipað:
Guttormur Ólafsson, Þrótti,
Jóhannes Atlason, Fram,
Guðni Kjartansson, I.B.K.,
Magnús Torfason, I.B.K.,
Anton Bjarnason, Fram,
Magnús Jónatansson, I.B.A.,
Hörður Markan, K.R.,
Eyleifur Hafsteinsson, K.R., fyrirl.,
Hermann Gunnarsson, Val,
Bergsveinn Alfonsson, Val,
Guðmundur Haraldsson, K.R.
1 landsleiknum gegn Wales hinn
15. ágúst tefldi landsliðsnefnd mjög
í tvísýndu, er hún valdi lið, þar sem
aðeins þrír leikmenn höfðu leikið í
landsliði áður — Árni Njálsson, Ell-
ert Schram og Gunnar Felixson. Hitt
voru allt nýliðar í landsliðinu, en það
var þannig skipað:
Einar Guðleifsson, Í.A.,
Árni Njálsson, Val, fyrirliði,
Ársæll Kjartansson, K.R.,
Magnús Torfason, I.B.K.,
Anton Bjarnason, Fram,
Sigurður Albertsson, I.B.K.,
Reynir Jónsson, Val,
Hermann Gunnarsson, Val,
Jón Jóhannsson, I.B.K.,
Ellert Schram, K.R.,
Gunnar Felixson, K.R,
Þetta var spennandi leikur, sem
lauk með jafntefli 3—3 og var jöfn-
unarmark Islands skorað af Her-
manni Gunnarssyni nokkrum sek.
fyrlr leikslok. Islenzka liðið var
betra í leiknum, en markvarzla hins
unga Akurnesings var mjög slæm,
og orsakaði að welska liðið skoraði
þrjú mjög ódýr mörk. Orð fyrirlið-
ans Árna Njálssonar eftir leikinn
hafa mikið til síns máls: ,,Mér finnst
að þetta sé sá landsleikurinn, sem
ég hefi tekið þátt í, sem við helzt
áttum að vinna“, en þetta var 18.
landsleikur Áma.
Wales skoraði fyrsta markið í
leiknum, en Jón Jóhannsson jafnaði,
þegar stundarfjórðungur var af leik.
Walesbúar náðu strax forustu aftur,
og það var ekki fyrr en í byrjun
síðari hálfleiks, sem Island jafnaði
Ellert Schram úr vítaspyrnu. 1 þriðja
sinn náði Wales forustu, sem ekki
var jöfnuð fyrr en á lokamínútu
leiksins, þegar Hermann einlék upp
vinstri kantinn, inn í vítateig og
skoraði mjög fallega.
Fjórar breytingar voru gerðar á
landsliðinu, sem lék gegn Frakklandi
hinn 18. september —• þar af léku
tveir leikmenn, Sigurður Dagsson,
Val, og Óskar Sigurðsson, KR, sinn
fyrsta landsleik. Liðið var þannig
skipað:
Sigurður Dagsson, Val,
Árni Njálsson, Val, fyrirliði,
Óskar Sigurðsson, K.R.,
Magnús Torfason, I.B.K.,
Anton Bjarnason, Fram,
Sigurður Albertsson, I.B.K.,
Reynir Jónsson, Val,
27