Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 45

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 45
einnig undir bagga með að lána KKl nokkra af æfingartímum sínum. Liðið sem valið var til keppninn- ar var þannig skipað: Birgir Örn Birgir, Á. 14 landsl. Einar Bollason, K.R. 7 — Agnar Friðriksson, l.R. 8 — Hólmsteinn Sigurðss., l.R. 13 — Haligrím. Gunnarss., Á. 0 — Kolbeinn Pálss., K.R. fyrirl. 4 — Ólafur Thorlacius, K.P.R. 12 — Gunnar Gunarss., K.R. 7 — Þorst. Hallgrímss., l.R. 12 — Einar Matthíass. K.P.R. 7 — Kristinn Stefánsson, K.R. , 5 — Þetta er tvímælalaust leikreynd- asta körfuknattleiksliðið, sem keppt hefir fyrir Islands hönd á erlendum vettvangi. Þorsteinn Hallgrímsson gat að sjálfsögðu ekki æft með lands- liðinu, þar sem hann var við nám í Kaupmannahöfn og lék þar með dönsku liði. Hann mætti hinsvegar liðinu við komuna til Kaupmanna- hafnar og gat verið með því á einni æfingu áður en mótið sjálft hófst. 1 fararstjórn á Polar Cup í Kaup- mannahöfn voru þessir: Bogi Þor- steinsson form. KKl, Gunnar Peter- sen gjaldkeri KKl og Jón Eysteins- son landsliðsnefndarmaður. Helgi Jóhannsson var landsliðsþjálfari og Guðjón Magnússon mætti fyrir Is- lands hönd sem dómari. Lagt var af stað til Kaupmanna- hafnar á skírdagsmorgun með flug- vél frá Flugfélagi Islands. Plestir leikirnir fóru fram í Her- levehallen, sem er nýtt íþróttahús og hið vandaðasta á allan hátt. Mótið hófst kl. 14,30 á föstudag- inn langa, með leik Islands og Noregs. Þetta var fyrsti leikur Norð- manna í Polar Cup og jafnframt fyrsti landsleikur þeirra í körfu- knattleik. Lék mönnum mikill hug- ur á að sjá hvernig hið norska lið væri og eins og svo oft vill verða með nýliða í íþróttakeppni bjugg- ust flestir við lítilli mótspyrnu frá Norðmönnum. Norsku piltarnir komu skemmti- lega á óvart og uxu þeir með hverj- um leik í mótinu. Staðan í hálfleik gegn Noregi var 32:19 og lokatöl- urnar urðu 74:39. Helgi þjálfari skipti óspart inná og fengu allir leikmenn okkar að leika með, þar á meðal nýliðinn Hallgrímur Gunnars- son, sem nú fékk sína eldskírn í landsleik og skoraði sín fyrstu stig fyrir Island. Á laugardaginn fór fram stærsti leikur mótsins. Islands lék gegn erkióvininum Danmörku og leiknum var sjónvarpað, eina leik mótsins, sem svo var mikið við haft. Munu Danir hafa ætlað að hefna harma sinna frá Helsinki 1964, er Island sigraði með einu stigi, er Þorsteinn Hallgrímsson skoraði með stökkskoti örfáum sekúndum fyrir leikslok. Leikurinn gegn Dönurn í Herlev- hallen, er tvímælalaust hezt leikni og jafnframt einn af mörgum tví- sýnu landsleikjum Islendinga í körfu- knattleik, par sem úrslit voru ekki ráðin fyrr en á síöustu stund. Pyrri hálfleikur var mjög jafn og voru stigin 32:32 í hálfleik. Það leiðinlega atvik skeði í lok hálfleiks- ins, að hinn danski tímavörður gleymdi að gefa merki, er hálfleikn- um lauk og var dæmt víti á Þorstein 7 sekúndum eftir að leiktíma var lokið. Var þessu mótmælt kröftulega af Islands hálfu, og var það til þess, að Guðjón Magnússon dómari, var settur við hlið tímavarðarins, til að gæta þess, að hann gleymdi sér ekki í hita leiksins. Danir skoruðu fyrstu körfuna í síðari hálfleik en Agnar jafnaði. Náðu Danir síðan aftur forskoti en Kolbeinn og Agnar tóku sprett og hagræddu stigatölunni í 42:36 fyrir Islands. Danska liðið barðist af krafi og það sem kom okkur mest á óvart, var að varamenn, sem hingað til höfðu vermt bekkinn hjá Dönum komu nú inná og tóku að hitta úr langskotum, sem yfirleitt hafa ekki verið hin sterka hlið frænda vorra Dana. Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á um að skora. Þegar tæpar 30 sek. voru til leiksloka var staðan 60:58 fyrir Dani en þá jafn- aði Gunnar Gunnarsson og endaði leikurinn með jafntefli 60:60. Nú var framlengt um 5 mínútur og var æsingur áhorfenda og spenna hjá leikmönnum gífurleg. Kristinn náði knettinum í uppkast- inu og blakaði honum til Þorsteins, sem lék upp, gaf undir körfuna til Kristins, sem skoraði. Staðan er 62:60, en nú er dæmt víti á Kolbein og Daninn skorar úr öðru skotinu, dæmt víti á Gunnar og Daninn brennir báðum af .Einar Matt fær vítakast og skorar úr öðru 63:61 og Danir skora körfu og jafna. Krist- inn fær 2 vítaköst og skorar úr öðru, Birgir fær 5. vítið og Danir skora úr báðum köstunum 65:64. Það er innan við mínútu til leiks- loka og Danir skora 67:65. Hólm- steinn fær 2 vítaköst og skörar úr öðru 67:66 fyrir Dani. Nú eru innan við 30 sek. til leiksloka. Kolbeinn sækir að dönsku körfunni, en er hindraður gróflega og fær dæmd 2 vítaköst. Það var dauðaþögn í salnum, þeg- ar Kolbeinn tók fyrra skotið, knött- urinn sveif í mjúkum boga úr hendi Kolbeins og beint í netið, án þess að snerta körfuhringinn. Jafntefli og áhorfendur öskra eins og brjálaðir. Kolbeinn snýr sér rólega og lítur á stigatöfluna til að fullvissa sig um stöðuna, síðan bíður hann þangað til þögn verður í salnum og aftur hafnar knötturinn í netinu og Is- land leiðir 68:67 og 20 sek, til leiks- loka. Danir hefja sókn og Islending- ar hörfa, þeir hafa ekki efni á að brjóta á Dönum á síðustu sekúndu leiksins. Taugaspennan var of mikil fyrir danska liðið. 1 stað þess að leika rólega og leita eftir öruggu færi á körfunni, sem Islendingar hefðu ekki getað varið, nema með því að brjóta af sér, þá tók einn danski leikmaðurinn örvæntingar- fult sveifluskot utan af kanti, knött- urinn hitti hringinn, hoppaði upp, en þar voru fyrir hendur Kristins Stefánssonar, sem kom knettinum í íslenzka vörzlu þær fáu sekúndur, sein eftir voru til leiksloka. Þrátt fyrir ósigurinn, þá voru for- ráðamenn danska sambandsins á- nægðir með leikinn og töldu að betri auglýsing fyrir körfuknattleik hefði ekki verið hægt að fá í danska sjón- varpið. Eins og við hafði verið búist töp- uðum við leiknum gegn hinum risa- stóru Svíum og var stigatalan 85:62 (43:29) Þrátt fyrir þennan mun voru Svíar óánægðir með leikinn. Þeir höfðu ætlað að hefna fyrir leikinn í Helsinki 1964, er Island hafði yfir fram á síðustu mínútu og lék með sitt sterkasta lið inná allan leik- 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.