Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 58
Sólon R. Sigurðsson
8LND
1966
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, iR, setti 13 Islandsmet i sundi 1966.
Metaregn.
Ef skýrslum yfir ný íslenzk sund-
met er flett, þá kemur í ljós að á
s.l. ári voru sett 30 Islandsmet í 25
m braut og 15 að auki í 50 m braut.
Af þessum 45 metum eru 19 sett af
körlum og 26 af konum. Guðmundur
Gíslason IR setti 9 met, Davíð Val-
garðsson IBK setti 6 met og boð-
sundssveit Ármanns setti 4 met. 1
kvennagreinum setti Hrafnhildur
Guðmundsdóttir lR 13 met, Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir Á setti 5 met,
Matthildur Guðmundsdóttir Á setti 2
met og kvennasveit Ármanns setti
6 met. En þrátt fyrir að þetta meta-
regn sé ánægjulegt og beri vott um
að sundfólk okkar sé í stöðugri fram-
för, þá er það enn ánægjulegra að
alls voru sett 50 ný unglingamet á
árinu. Af unglingunum settu þau
flest met Hrafnhildur Kristjánsdótt-
ir Á, Eiríkur Baldursson Æ, Ólafur
Einarsson Æ, og Björgvin Björgvins-
son Æ, en margir fleiri settu einnig
met.
Reykjavíkurmeistaramót.
Fyrsta sundmót vetrarins var
Sundmeistaramót Reykjavíkur og
urðu eftirtaldir meistarar:
200 m skriðsund karla:
Guðmundur Gíslason, IR 2:11,4 mín.
Davíð Valgarðsson, IBK, synti sem
gestur og sigraði á 1:10,4 mín.
100 m flugsund kvenna:
Hrafnh. Guðmundsd., lR 1:16,3 mín.
200 m bringusund karla:
Reynir Guðmundsson, Á 2:52,5 mín.
Gestur Jónsson, SH, sem keppti sem
gestur, sigraði á 2:48,4 min., en alls
syntu 6 keppendur undir 3 mínútum.
200 m bringusund kvenna:
Hrafnh. Guðmundsd., lR 3:01,8 min.
100 m flugsund karla:
Guðmundur Gíslason, IR 1:04,6 mín.
100 m baksund kvenna:
Hrafnh. Guðmundsd., lR 1:19,8 mín.
100 m baksund karla:
Guðmundur Gíslason, lR 1:08,5 mín.
4X100 m skriðsund kvenna:
Sveit Ármanns 4:58,2 mín. Nýtt met.
4X100 m skriðsund karla:
Sveit Ármanns 4:13,5 mín. Isl. met.
Á mótinu var stigakeppni á milli
félaga og sigruðu Ármenningar en
iR-ingar urðu í öðru sæti.
Sundmeistaramót Islands.
I sumar rættist margra ára gam-
all draumur SSl að halda meistara-
mótið á Austurlandi. Fór aðalhluti
mótsins fram á Neskaupstað í um-
sjá GÍA og Iþróttafélagsins Þróttar
á Neskaupstað dagana 25. og 26.
júní í sumar. Var framkvæmd móts-
ins hin glæsilegasta svo og allur að-
búnaður gesta til fyrirmyndar og var
Austfirðingum til hins mesta sóma.
Vegna hins mikla fjölda keppenda
héðan að sunnan var það ráð tekið
að Friendship-vél F.l. var tekin á
leigu. Var flogið til Egilsstaða og
síðan ekið niður í Norðfjörð. Á með-
an á dvölinni stóð var búið í öðru
skólahúsi kaupstaðarins og matast
var í hinu glæsilega félagsheimili
þeirra Norðfirðinga, Egilsbúð.
58