Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 25

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 25
íslandsmeistarar Vals 1966. Hallur Símonarsson: KNATTSPYRNAN 1966 Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu, sem háð var á Englandi, var hápunktur knattspyrnunnar 1966. Öll framkvæmd keppninnar var með ágætum, en hins vegar var fram- kvæmdanefndin nokkuð gagnrýnd fyrir það, að allir leikir enska liðs- ins voru háðir á sama vellinum, Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Vissulega var það kostur fyrir Eng- lendinga, en hvort það hefði nokkru breytt í sögulegum úrslitaleik Eng- lands og Vestur-Þýzkalands, er önn- ur saga. England sigraði með 4—2 og er það í fyrsta skipti, sem „móð- urland“ knattspyrnunnar, England, verður heimsmeistari í knattspyrnu —• og eftir gangi keppninnar var enska liðið mjög vel að sigrinum komið. 1 ágúst-hefti Iþróttablaðsins 1966 var ítarlega skrifað um heims- meistarakeppnina og vísast nánar til þeirrar greinar — en þar var getið úrslita í öllum leikjunum og stutt frásögn um hvern þeirra. Á innlendum vettvangi bar Is- landsmótið hæst og eins og árið áður voru tvö félög jöfn að stigum, þegar keppninni lauk, Valur og Keflavík. Urðu þau því, að leika til úrslita um nafnbótina „Bezta knattspyrnufélag Islands" — og það dugði ekki einn leikur heldur urðu úrslitaleikirnir tveir. Jafntefli varð í hinum fyrri 2—2 eftir framlengingu, en Valur sigraði í síðari leiknum með 2—1 og er því Islandsmeistari 1966. Tíu ár voru frá því Valsmenn hlutu titilinn síðast — eða frá 1956. Þetta er í 13. 25

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.