Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 3
27. árg,
Reykjavík, febrúar 1967
1. tbl.
Iþrótfasamband
Starfsárið 1966
íþróttaþing'.
íþróttaþing- var haldið 3. og 4.
sept. á Isafirði. Var sá staður valinn
til þinghaldsins vegna 100 ára af-
mælis kaupstaðarins.
Iþróttaþingið tók að venju fyrir
fjölda mála er snerta íþróttahreyf-
inguna og gerði margar samþykktir.
Samþykktar voru lagabreytingar,
þ.á.m. ákveðnari reglur um inngöngu
félaga í ISl, svo og um kosninga-
rétt og kjörgengi til íþróttaþings og
ársþings sambandsaðila, þá var tími
til að halda íþróttaþing rýmkaður
og einn sambandsráðsfundur haldinn
það ár sem íþróttaþing er, en tveir
það ár sem eigi er íþróttaþing.
Iþróttaþing þetta var eitt hið
fjölmennasta sem haldið hefur verið
og ríkti einhugur og samstaða í öll-
um málum.
Framkvæmdastjórn.
1 framkvæmdastjórn voru kosnir:
Gísli Halldórsson, forseti, Guðjón
Einarsson ,varaforseti, Gunnlaugur
J. Briem, gjaldkeri, Sveinn Björns-
son ,ritari, Þorvarður Árnason,
fundarritari.
Sambandsráð.
Iþróttaþing kaus í sambandsráð
ISl þessa menn: Jens Guðbjörnsson,
Reykjavík, Óðinn Geirdal, Vestur-
land, Sigurður Jóhannsson, Vestfirð-
ir, Guðjón Ingimundarson, Norður-
land vestra, Ármann Dalmannsson,
Norðurlandi eystra, Þórarinn Sveins-
son, Austurland, Þórir Þorgeirsson,
Suðurland, Yngvi R. Baldvinsson,
Reykjanes.
Auk þessara manna á fram-
kvæmdastjórn ÍSl og formenn sér-
sambandanna sæti í sambandsráði.
Sambandsráðsfundur.
Einn sambandsráðsfundur var hald-
inn á árinu I fundarsal ISl í íþrótta-
miðstöðinni í Reykjavík, 2. apríl. —
Á fundinum var skipt skatttekjum
ISl, kennslustyrkjum og útbreiðslu-
styrk milli sérsambandanna.
Gerð var breyting á áhugamanna-
reglum ISl á þann veg að greiða má
töpuð vinnulaun vegna þátttöku í
milliríkjakeppni eða keppni um
Norðurlanda-, Evrópu- eða Heims-
meistaratitil.
Kosin var nefnd í sjónvarpsmál
og gerð breyting á móta- og kepp-
endareglum ISl, þar sem réttur út-
lendinga til íþróttakeppni var rýmk-
aður.
Iþróttablaðið.
Blaðið kom út tíu sinnum á árinu.
Ritstjórar voru þeir sömu og áður,
Örn Eiðsson og Hallur Simonarson.
Áskrifendafjöldi hefur staðið í stað
og er nú innan við þúsund.
*
Islands
Slysatrygging íþróttamanna.
Fáar umsóknir um bætur bárust
og voru þær að sjálfsögðu afgreidd-
ar. Sjóðurinn hefur vaxið og fleiri
héraðssambönd gerzt aðilar að hon-
um.
Heiðursviðurkenningar.
Framkvæmdastjórnin veitti eftir-
farandi viðurkenningar og gaf þess-
ar afmælisgjafir:
Heiðursorðu Isl hlaut Guðmundur
Sveinbjörnsson, formaður Iþrótta-
Gísli Halldórsson, forseti ISl.
3