Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 81
var „taktiskur", en ekki nógu beitt-
ur, þar sem hraðinn var ónógur.
Mörk íslands í þessum leik skoruðu:
Ingólfur 4, Hörður og Gunnlaugur
2 hvor, Ragnar, Þórarinn, Birgir og
Sigurður E. 1 hver.
Eftir þennan leik var ljóst, að
vonir íslands voru sáralitlar, þar
sem markahlutfallið var mjög óhag-
stætt. Danir höfðu unnið Pólverja,
en Pólverjar síðan unnið Dani aftur.
Voru því bæði löndin með 4 stig á
móti engu stigi íslands fyrir leikina
hér heima, en sá fyrri var gegn Pól-
verjum í Laugardalshöllinni sunnu-
daginn 13. febrúar. íslenzka liðið
var þannig skipað:
Þorsteinn Björnsson, Fram
Hjalti Einarsson, FH
Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram
Guðjón Jónsson, Fram
Ingólfur Óskarsson, Fram
Sigurður Einarsson, Fram
Hermann Gunnarsson, Val
Stefán Sandholt, Val
Birgir Björnsson, FH
Karl Jóhannsson, KR
Hörður Kristinsson, Árm.
Leikur Islands og Póllands var
mjög spennandi og lauk með tveggja
marka sigri Islands, 23:21. Sigurinn
var mjög naumur, því að 8 mínútum
fyrir leikslok var staðan 21:18 Pól-
verjum i vil og ekkert annað en tap
virtist blasa við ísl. liðinu. En enda-
spretturinn var góður og skoraði
Island 5 síðustu mörkin í leiknum
við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda,
sem þarna sáu fyrsta ísl. landsleikja-
sigurinn í handknattleik í Laugar-
dalshöllinni.
Þar sem sigurinn gegn Pólverjum
var aðeins tveggja marka, hjálpaði
hann lítið upp á sakirnar. Með úr-
slitum voru Pólverjar öruggir um að
komast áfram — vegna góðs marka-
hlutfalls — og Islendingar þurftu að
vinna Dani með 9 marka mun í síð-
ari leiknum. Þetta var fjarlægur
draumur. Islenzka liðið var þannig
skipað í leiknum gegn Dönum:
Þorsteinn Björnsson, Fram
Hjalti Einarsson, FH
Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram
Sigurður Einarsson, Fram
Ingólfur Óskarsson, Fram
Geir Hallsteinsson, FH
Auðunn Óskarsson, FH
Hermann Gunnarsson, Val
Stefán Sandholt, Val
Karl Jóhannsson, KR
Hörður Kristinsson, Árm.
Leikurinn, sem fram fór laugar-
daginn 2. apríl, varð mjög söguleg-
ur. I fyrri hálfleik sýndi ísl. liðið
mjög góðan leik og tókst að ná 5
marka forskoti, 14:9. Hinn fjarlægi
draumur að sigra Dani með 9 marka
mun, virtist alls ekki fjarlægur í
hálfleik, og á áhorfendapöllunum,
sem voru þéttskipaðir, ríkti almenn
bjartsýni. En því miður tók leikur-
inn allt aðra stefnu í síðari hálfleik
og lauk svo, að Danir ekki einungis
unnu upp hið stóra forskot, heldur
náðu að sigra með 3ja marka mun,
23:20. Voru Danir mjög ákveðnir í
vörninni í síðari hálfleik og sýndu
þar að auki afburðagóðan sóknar-
leik. Var Jörgen Petersen aðalskot-
maður þeirra og skoraði hvert mark-
ið á fætur öðru. Ekki er heldur hægt
að gleyma markvörzlu Erik Holst,
sem var sérstaklega góð.
Mörk Islands í leiknum skoruðu:
Gunnlaugur 8 (2 úr vítum), Ingólfur
4, Hermann 3, Geir og Auðunn 2 hvor
og Stefán 1.
Landsleikirnir gegn Rúmenum.
1 byrjun marz fengu íslenzkir
handknattleiksmenn heimsókn heims-
Einar Sigurðsson skorar gegn Dukla Prag.
mmm
' *'' * /'*,\
' ' ' „'S/''''
■
//*&?, '' , /\
/ ' '',,,
Íliill
•• /
??/,/// '■'■•/
■
'••'',:■/,', yý, y//,y/'
81