Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 56

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 56
Skjaldarglíma Skarphéðins 1966. Skjaldarglíma Héraðssambandsins Skarphéðins var háð í Þjórsártúni sunnudaginn 3. júlí 1966. Þátttak- endur voru þrír, allir frá Ungmenna- félaginu Samhygð. Þeir eru allir hræður, synir Steindórs Gíslasonar frá Haugi. Þess er vert að geta, að fjórði bróðirinn, Hafsteinn Stein- dórsson, varð glímukappi Austfirð- inga á s.I. vori. Urslit: 1. Sigurður Steindórsson 1+2 v. 2. Steindór Steindórsson 1 + 1 v. 3. Guðmundur Steindórsson 1 + 0 v. REGLUGERÐ um Islandsglímuna og Grettisbeltið. 1. gr. Islandsglíman er glímukeppni, sem stjórn Glímusambands Islands (GLl) gengst árlega fyrir. 2. gr. Islandsglíman skal fara fram á tímabilinu frá 20. apríl til 17. júní ár hvert. 3. gr. Islandsglíman er almenn glíma, þar sem einn glímir við alla og allir við einn. 4. gr. Glímt skal um verðlaunagrip Glímusambands Islands, „Grettis- beltið", sem er farandgripur. Sigur- vegari telst sá, er flesta vinninga hlýtur. Handhafarétt til Grettisbeltisins fær sá, sem vinnur Islandsglímuna hverju sinni, og hlýtur hann einnig sæmdarheitið „Glímukappi lslands“. Verðlaunapeninga skal veita þeim þremur keppendum, sem flesta vinn- inga hljóta í Islandsglímunni hverju sinni. 5. gr. Rétt til þátttöku í Islandsglím- unni eiga: 1. Glímukappi Islands, næstu þrjú ár eftir unna Islandsglímu. 2. Fjórir næstefstu gMmumenn frá síðustu Islandsglímu. 3. Þrír efstu menn í hverjum þyngd- arflokki og í unglingaflokki Landsflokkaglímu. 4. Þrír efstu menn I hverjum þyngd- arflokki og í unglingaflokki Flokkaglímu Reykjavíkur. 5. Þrír efstu menn I: a) Fjórðungsglímu Vesturlands. b) Fjórðungsglímu Norðurlands. c) Fjórðungsglímu Austurlands. d) Fjórðungsglímu Suðurlands. 6. Þrír efstu menn I Skjaldarglímu Ármanns og Skjaldarglímu Skarp- héðins. Keppendur skulu ekki vera yngri en 17 ára miðað við síðustu áramót. 6. gr. Stjórn Glímusambandsins er heim- ilt að fela héraðssambandi (gllmu- ráði) eða íþróttafélagi að standa fyrir Islandsglímunni. Sá aðili, sem sér um Islandsglím- una, skal auglýsa hana í blöðum og útvarpi með ekki minna en tveggja mánaða fyrirvara. Óheimilt er að fresta glímunni, nema brýna nauð- syn beri til og með samþykki stjórn- ar Glímusambandsins. 7. gr. Tilkynningar um þátttöku skal senda þeim, sem standa fyrir Is- landsglímunni, skriflega eða í sím- skeyti eigi síðar en sjö dögum fyrir glímuna. 8. gr. Stjórn Glímusambandsins stað- festir tilnefningu í dómnefnd. 9. gr. Stjórn Glimusambandsins er heim- ilt að veita undanþágu frá ákvæð- um 2. og 5. gr. þessarar reglugerðar, enda samþykki stjórnarfundur und- anþáguna með minnst % greiddra atkvæða. 10. gr. Grettisbeltið vinnst aldrei til eign- ar. Stjórn Glímusambandsins skal árlega láta gera lítinn silfurskjöld með nafni sigurvegarans og ártali og festa skjöldinn á beltið. 11. gr. Beltishafi ber ábyrgð á Grettis- beltinu, á meðan það er í hans vörzlu, og skal hann afhenda stjóm Glímu- sambandsins beltið eigi siðar en fjórtán dögum fyrir Islandsglímuna. Flytjist hann af landi brott, skal hann fá stjórn Glímusambandsins beltið í hendur. Grettisbeltið skal vera vátryggt. 12. gr. Stjórn Glímusambandsins er heim- ilt að taka Grettisbeltið úr keppni, en þá er henni skylt að láta gera nýtt belti, sem glímt skal um sam- kvæmt þessari reglugerð. Skal hið nýja belti einnig nefnt „Grettisbeltið“ Sé Grettisbeltið tekið úr keppni, skal það skipa veglegan sess í Minjasafni Glímusambands Islands. Því skal og fylgja saga Grettisbelt- isins. 13. gr. Við gildistöku þessarar reglugerð- ar falla eldri reglugerðir um Is- landsglímu úr gildi. 14. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi hinn 18. desember 1966. Samþykkt á stjómarfundi Glímu- sambands Islands 18. desember 1966. GLÍMUSKÓR Glímusamband Islands hefur látið búa til sérstaka glímuskó, sem það hefur löggilt sem keppnisskó. Skór þessir eru búnir til hjá skóverksmiðj- unni Iðunni á Akureyri. Skórnir eru seldir í SKÓSÖLUNNI Laugavegi 1, Reykjavík. Verð þeirra er kr. 415,00. Einnig munu skórnir fást á afgreiðslu skóverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri. Skórnir eru í fjórum litum: Hvítir, svartir, rauðir og bláir skór. Glímusambandið hvetur glímumenn til að eignast glímuskóna sem allra fyrst. Þá vill Glímusambandið benda á, að hin löggiltu glímubelti fást á Laugavegi 30 hjá Hannesi Halldórs- syni. Þar fást einnig drengja- og unglingaglímubelti. Stjóm Glimusambands Islands. 56

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.