Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 32
leik og eins marks munur gefur ekki
rétta hugmynd um gang leiksins, en
Sigurður Dagsson stóð sig enn einu
sinni afburðavel í marki Vals — þótt
svo sigurmark KR verði algerlega
að skrifast á hans reikning. En allir
eru mannlegir og eitt er víst, að Sig-
urður Dagsson var fremsti knatt-
spyrnumaður okkar s.l. sumar.
Valsmenn komust i úrslit með því
að sigra Akureyri og Þrótt, heldur
auðveldir leikir hvort tveggja fyrir
Val. Þróttur komst í undanúrslit með
því að sigra ísfirðinga, og Keflvík-
ingar með þvi að sigra Fram — en
Fram-liðið var vægast sagt óheppið
að tapa þeim leik.
Bikarkeppni Knattspyrnusambands
Islands hófst 1960 og í fimm fyrstu
skiptin sigraði KR eins og áður hef-
ur komið fram. Valur sigraði 1965
og KR svo aftur 1966. Einn leik-
maður KR, Bjarni Felixson, hefur
leikið alla bikarleiki liðsins frá upp-
hafi — og því orðið bikarmeistari
sex sinnum. Ellert Schram hefur
einnig verið með í þau sex skipti,
sem KR hefur sigrað, þótt hann hafi
hins vegar ekki leikið alla bikarleiki
A-liðs KR eins og Bjarni.
1. umferð:
Þróttur b—I.B.K. b 3—2
F.H.—l.A. b 3—1
I.B.I.—Þór 3—2
Víkingur—Fram b 3—1
Fram a—Breiðablik 5—1
Valur b—Selfoss Valur vai
K.R. b—l.B.S. K.R. vann
Týr—Haukar 1—0
umferð:
K.R. b—Víkingur 1—0
I.B.l.—Þróttur b 2—0
F.H.—Týr 2—0
Fram a—Valur b 4—2
umf erð:
Í.B.l.—K.R. b 2—1
Fram a—F.H. 4—2
umf erð:
Þróttur a—l.B.Í. 4—2
K.R.—I.A. 10—0
Valur—I.B.A. 3—1
I.B.K.—Fram 1—0
umferð:
Valur—Þróttur 5—0
K.R.—I.B.K. 3—0
Ú'rslitaleikur:
K.R.—Valur 1—0
Aukaleikir Meistaraflokks:
Reykjavík—Akranes 3—1
Reykjavík—Keflavík 1—0
Valur-tírv. íþr.fréttam. 4—6
Dundee Utd.—Fram 7—2
Dundee Utd.—K.R. 4—0
Dundee Utd.—Úrval 6—0
Norwich City—l.A. 6—1
Norwich City—Úrval 2—1
Norwich City—I.B.K. 3—2
Landslið—Pressulið 4—2
Island—Danmörk 0—3
FBU—K.R.R. úrval 8—1
Í.B.A.—Danmörk 1—5
FBU—K.R. 4—2
FBU—Úrval 2—1
Sportclub 07—l.B.K. 2—5
Sportclub 07—Úrval 2—3
Sportclub 07—K.R. 1—4
Island—Wales 3—3
Valur—Standard Liege 1—1
Standard Liege—Valur 8—1
K.R.—Nantes 2—3
Island—Frakkland 0—2
Nantes—K.R. 5—2
För unglingalandsliðsins
til Noregs.
Norðurlandamót unglinga í knatt-
spyrnu 1966 var háð í Horten í Noregi
og nágrannabæjum 10. til 16. júlí.
Horten er frægur íþróttabær og
stendur við Oslóar-fjörð.
Fararstjórar með íslenzka hópn-
um voru Haraldur Snorrason, Jón
B. Pétursson og Alfreð Þorsteins-
son. Auk þess var með í förinni
þjálfari liðsins, Guðmundur Jónsson.
Hópurinn hélt utan síðdegis laug-
ardaginn 9. júlí með Flugfélags-vél
og var flogið án viðkomu til Oslóar,
en þar tók ritari norska knattspyrnu-
sambandsins á móti hópnum. Var
síðan ekið með áætlunarbifreið til
Horten og komið þangað seint um
kvöld. Bjuggu öll þátttökuliðin í
sjómannaskóla í Borre, sem er í
næsta nágrenni við Horten. Þegar
þangað var komið, tók á móti hópn-
um skólastjóri verzlunarskólans í
Horten, Nils Albrecht, og var hann
leiðsögumaður íslenzka hópsins á
meðan á dvölinni í Noregi stóð.
Fyrir utan Norðurlandaþjóðirnar 5
tóku Pólverjar þátt í mótinu. Lönd-
unum var skipt í 2 riðla og lék Is-
land í riðli með Svíþjóð og Póllandi.
Leikurinn gegn Pólverjum.
Fyrri leikur Islands var gegn Pól-
verjum og fór hann fram í Horten
sunnudaginn 10. júlí. Veður var skín-
andi gott, mátulega heitt og smá
gola. Það er skemmst frá þvi að
segja, að Pólverjar unnu leikinn með
5—0, sem norsku blöðin kölluðu „at-
vinnumanna-knattspyrnu", enda voru
Pólverjarnir mjög góðir. 1 fyrri hálf-
leik skoruðu þeir fjögur mörk, en í
síðari hálfleik höfðu ísl. piltarnir átt-
að sig á leikaðferð þeirra og skor-
uðu Pólverjar þá aðeins 1 mark.
Þrátt fyrir slæmt tap, var leikur ísl.
liðsins að mörgu leyti góður. Pilt-
arnir áttu mörg góð tækifæri, sem
því miður nýttust ekki, og leikskipu-
lag þeirra var til fyrirmyndar, sér-
staklega í síðari hálfleik. Að áliti
flestra, sem sáu leikinn, var munur-
inn of stór, en hér sannaðist það
enn einu sinni, að fyrsta raunin er
erfiðust, það máttu íslenzku pilt-
arnir reyna á móti Pólverjum, sem
dvalið höfðu mánuðum saman í æf-
ingabúðum og höfðu marga lands-
leiki að baki, en það er önnur saga.
Almennt var það álitið eftir þennan
leik, að ekkert gæti hindrað Pól-
verja í því að sigra í mótinu. Og sú
varð raunin.
Islenzka liðið í þessum leik var
skipað eftirtöldum leikmönnum:
Magnús Guðmundsson, Arnar Guð-
laugsson, Halldór Björnsson, Sigur-
bergur Sigsteinsson, Sævar Sigurðs-
son, Pétur Carlsson, Kjartan Kjart-
ansson, Samúel Erlingsson, Elmar
Geirsson, Alexander Jóhannesson og
Sigmundur Sigurðsson. 1 siðari hálf-
leik skipti Alexander út af fyrir Ás-
geir Ellasson og Ólafur Valgeirsson
kom inn fyrir Sigmund, sem meidd-
ist smávegis.
Leikurinn gegn Svíum.
Leikurinn gegn Svíum var háður í
Larvík þriðjudaginn 12. júlí, og þessi
leikur varð talsverð uppreisn fyrir
íslenzka liðið, því jafntefli varð, 0—
0, og áttu víst fæstir von á því, en
Svíar voru taldir næststerkastir
þeirra þjóða, sem tóku þátt í mót-
inu. Til samanburðar má geta þess,
að siðar gerðu Svíar jafntefli við
Pólverja og unnu Norðmenn í keppni
um 3. og 4. sæti með 5—0.
Leikur íslands og Svíþjóðar var
Framh. á bls. 38.
32