Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 4

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 4
FH-liðið, sem varð Hafnarfjarðar- meistari í knattspyrnu sl. sumar og sigurvegari í III. deild Knatt- spyrnumóts íslands. þar að auki markheppinn. Hann spyrnir jafnt með báðum fótum og skorar með þeim báðum, og hann var markahæsti leikmaður Fram, skoraði 5 mörk í mótinu. Þá hafði liðið á að skipa fyrst framan af ágætum miðherja, Hreini Blliðasyni. Hann er ekki að sama skapi leikinn, en var aftur á móti nokkuð mark- heppinn, meðan hans naut við. Þá má nefna Elmar Geirsson, einhvern fljótasta útherja hér á landi. Hann var geysilega sprettharður og stórhættulegur, þegar hann komst á skriðið. Af öðrum leikmönnum má nefna Jóhannes Atlason, hægri bakvörð. Hann var sá eigin- legi burðarás í vörninni, en eins og áður segir, byggði liðið mikið á varnarleik. Fram lék, eins og Vals-liðið, að einhverju leyti eftir kerfinu 4-2-4, aðaldriffjöður liðsins á miðjunni var Baldur Scheving. Hann mátti eiginlega telja þindarlausan, hann gat bæði verið í fremstu röð framlínumanna og þar að auki aftastur í vörninni. Iþróttabandalag Akureyrar var í þriðja sæti. Lið þess byrjaði illa framan af, tapaði þremur fyrstu leikj- unum, en vann síðan alla leiki sina, sem eftir voru, að undanteknum síðasta leiknum, gegn KR, sem varð jafntefli. Það hefur sennilega kostað liðið sigurinn í mótinu, því ella hefði það verið jafnt Fram og Val að stigum, og eins og Akureyringar léku síðari hluta sumars, má hæpið telja, að nokkurt lið íslenzkt hefði staðizt þeim snúning. iBA-liðið virðist oft ekki kom- ast í æfingu fyrr en um mitt sumar, en þegar það skeði í sumar, þá var það svo um munaði, því liðið bar eiginlega höfuð og herðar yfir íslenzk knattspyrnu- lið, bæði hvað leik og markheppni snertir, seinni hluta sumars. Af liðsmönnum IBA má helzt nefna Skúla Ágústs- son. Hann er gamalreyndur landsliðsmaður, hefur að vísu ekki verið framúrskarandi undanfarin ár, en var geysilega efnilegur hér áður fyrr og í landsliðinu oft- ar en einu sinni. Nú kom í Ijós, að Skúli var í betri æfingu en oft undanfarið, og hann skoraði 10 mörk fyrir Akureyri í mótinu. Af öðrum leikmönnum má nefna Kára Árnason. Hann er geysi fljótur, leikur að vísu ekki miðherja, heldur vinstri innherja, en hann liggur sem annar miðherji í liðinu. Hann er hættuleg- ur upp við mark, sprettharður, og það er erfitt fyrir varnarleikmenn að ná honum, ef þeir missa af honum á annað borð, enda varð Kári þriðji markhæsti maður mótsins, skoraði 7 mörk. Þá má nefna framvarða- línuna. Þar var Guðni Jónsson miðjumaður og sótti bæði fram og aftur, en Jón Stefánsson var miðfram- vörður, gamalreyndur landsliðsmaður og harður í horn að taka, og hann myndaði þann nauðsynlega burðar- ás í vörnina, sem nú í ár var sterk, en hefur venju- lega verið hin veika hlið Akureyrarliðsins. Af öðrum leikmönnum má nefna Valstein, vinstri útherja. Hann er gott efni og á efalaust eftir að láta að sér kveða síðar. Fjórða í röðinni varð Keflavíkur-liðið. Þvx var fyrst framan af spáð góðu gengi, það fór ágætlega af stað, en svo fór fyrir liðinu, að botninn datt úr leik þess, þegar líða tók á sumarið, enda lágu til þess rekjan- legar orsakir. Af leikmönnum IBK má sérstaklega telja Magnús Torfason, hægri framvörð. Hann varð fyrir því óhappi í sumar að meiðast illa á fæti í landsleik í júlíbyrjun, og var lengi frá keppni, og það kom eðli- lega niður á leik liðsins, meðan hann var í burtu um mánaðar tíma. Er ekki ósennilegt, að það hafi kostað liðið mörg stig í seinni hluta mótsins, því að Magnús er góður uppbyggjari. Eftir missi hans byggði liðið eingöngu á þéttri vörn. Þar voru stórir og þungir menn, Sigurður Albertsson og Högni Gunnlaugsson, sem báðir leika miðframverði. Þá átti IBK ágætan vinstri bakvörð, Guðna Kjartansson, sem er ungur og upprennandi, enda komst hann í landslið á sl. sumri. Meginstyrkur liðsins var þannig vörnin, en síðan var leikaðferð þeirra langspil fram miðjuna, eftir að vörn- in var búin að bægja frá hættu sin megin, en á það treyst, að hinir fljótu framlinumenn, Jón Jóhannsson og Einar Magnússon, hlypu af sér vörn andstæðing- anna og skoruðu. Þetta reyndist að vonum ekki heppi- leg leikaðferð, enda kemur það í ljós, að Keflvíkingar skoruðu aðeins 9 mörk, fæst mörk allra liðanna í I. deild. Þá er röðin komin að KR. Liðið byrjaði mjög vel framan af, var með efstu liðum eftir fjóra leiki, en síðan hreinlega hrundi liðið til grunna. Fékk ekki eitt einasta stig, fyrr en í síðasta leik mótsins gegn IBA á Akureyri, að þeir kræktu sér í eitt stig til þess að 320

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.