Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 9
Frá formann&fundi ISl 12. nóv- ember sl. veitingar ÍSl til íþróttamiðstöðva, en skýrði síðan frá, hversu liði íþróttamiðstöð á Laug- arvatni. Er málið einnig rakið í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar, og þar er birtur samn- ingur, sem menntamálaráðuneytið og fram- kvæmdastjórn ISl hafa gert með sér. Rakti Gísli nokkuð, hvernig bygging heima- vistar gengi, og loks færði hann þær gleði- fréttir, að vonir stæðu til, að starfsemi ISl og sérsambanda þess gæti hafizt á Laugar- vatni næsta sumar. Nefnd hefur verið skip- uð til að sjá um rekstur íþróttamiðstöðvar á Laugarvatni, og er Gunnlaugur Briem for- maður hennar. Forseti kvað sérsamböndin og þurfa að skipa hvert sinn mann til starfa með þessari nefnd, því að það væri þeim nauðsyn að undirbúa vel og með góðum fyrirvara, hvern- ig þau vilja nýta íþróttamiðstöðina. Örn Eiðsson lýsti ánægju FRl yfir þessu máli og taldi þarna merkasta mál, sem fram- kvæmdastjórnin hefði unnið að. Stefán Kristjánsson kvað það hafa verið rætt á fundum sambandsráðs, sérsambanda og héraðssambanda, að bættum fjárhag ISl ætti að beina til sérsambandanna, en sagðist per- sónulega hafa verið hlynntur íþróttamiðstöðv- um. Þá vakti hann á því athygli, hvort ekki væri rétt, að sama gilti um vetraríþróttamið- stöðina, þannig að nefnd væri látin sjá um eða fylgjast með rekstri hennar. Gunnlaugur Briem ræddi málið, kvaðst ekki vera hræddur um fjárhagsgrundvöllinn, en taldi, að leggja bæri áherzlu á, að þarna færi allt fram íþróttum og íþróttamönnum til sóma. Keppnisreglur fyrir lyftingar. Stefán Kristjánsson skýrði frá, að hann hefði tekið við langt komnu verki Benedikts heitins Jakobssonar að þýða reglur um keppni Frá formannafundi I.S.I. 12. nóv- ember sl. 325

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.