Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 11

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 11
3. formannafundur 1.8.1. Haldinn í Reykjavík 11.—12. nóv. 1967 3. formannafundur ÍSÍ var haldinn í Leifs- búð í Hótel Loftleiðmn í Reykjavík dagana 11.—12. nóvember 1967. Fundurinn hófst kl. 14,00 þ. 11. nóv. að loknu hádegisverðarboði borgarstjórans í Reykjavík. Forseti ISl, Gísli Halldórsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Ræddi hann lauslega um íþróttastarfið, og kvaðst hann vænta góðs af störfum þessa fundar, svo sem áður hefur reynzt af þessum fundum. Síðan kynnti Gísli fundarmenn og fyrir- komulag fundarins, eins og það var fyrirhugað. Síðan var gengið til dagskrár. 1. Iþróttamiðstöðvar. Gísli Halldórsson rakti nokkuð sögu máls þessa, og kvað hann upphaf þess hafa verið á formannafundi fyrir 4 árum, er samstaða hefði verið um þá skoðun, að íþróttamiðstöð þyrfti að rísa a. m. k. í hverju kjördæmi landsins. Þá ræddi hann nokkuð námskeiðshald og þann stuðning, sem ISl hefur veitt til þess. Taldi hann íþróttamiðstöðvar héraða mjög nauðsynlegar og hvatti héraðsstjórnir til að vera vel á verði um að láta ekki góða staði falla undir aðra starfsemi, t. d. hótelrekstur. Síðan drap forseti nokkuð á sögu undirbún- ings íþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni, og skýrði hann frá þeim árangri, sem náðst hef- ur með samningi framkvæmdastjórnar ISl við Menntamálaráðuneytið. Flutti hann þakkir til ráðherra þeirra, sem um málið hafa fjallað af skilningi, svo og til íþróttafulltrúa ríkisins og skólastjóra Í.K.I. Enn ræddi Gísli stuðning ISl við vetrar- íþróttamiðstöðvar á Akureyri og Isafirði, en skíðalyftu kvað hann verða tekna í notkun á Akureyri innan fárra daga. Gunnlaugur J. Briem ræddi mn íþróttamið- stöðina á Laugarvatni, rakti samning þann, sem framkvæmdastjóri ÍSl hefur gert við Menntamálaráðuneytið v/ÍKÍ, en sá samning- ur er birtur í skýrslu framkvæmdastjórnar annars staðar í þessu blaði. Þá rakti Gunnlaugur nokkuð byggingarsögu heimavistarhússins við iKl og hversu þeirri byggingu hefur miðað, síðan ISl gerðist aðili að málinu. Lýsti hann húsakynnum og þeirri aðstöðu, sem þarna rntrn fást, þegar heima- vistarhúsið kemur í gagnið. Enn ræddi Gunnlaugur um væntanleg störf þeirrar nefndar, sem skipuð hefur verið til að sjá um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar, en Gunnlaugur er formaður þeirrar nefndar. Árni Guðmundsson, skólastjóri, þakkaði fyr- ir boðið til fundarins, en ræddi síðan um íþróttamiðstöðvar almennt, bæði erlendis og hérlendis (í formi sumarbúða), og bráðnauðsyn íþróttamiðstöðvar sem þeirrar, sem rísa á á Laugarvatni og á að verða eitt af meðölum til virkjunar orku æskunnar, dýrmætustu auðlegð- ar þjóðarinnar, til að beina henni að hollum og viturlegum verkefmnn. Rakti Árni nokkuð kosti Laugarvatns sem staðar fyrir íþróttamiðstöð, en síðan áhuga stjórnar iKl á möguleikum til halds námskeiða fyrir leiðbeinendur að Laugarvatni. Hann lýsti ánægju sinni yfir þeirri framvindu mála, sem orðin er, kvað hann það skoðun sína, að mjög merkilegum áfanga væri þegar náð á leið að sameiginlegu markmiði iKl og ISÍ. Þá ræddi hann um þá ótal möguleika, sem skapast við tilkomu íþróttamiðstöðvarinnar að Laugarvatni, og enn nokkuð um ýmsa þá hluti, sem gera þyrfti að Laugarvatni, til þess að 20 ha landsvæði iKl mætti teljast fullunnið. Að lokum kvað hann orð forseta ÍSl þess 327

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.