Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 13

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 13
2. Skýrsla Höskuldar Goða Karlssonar um erindrekstur sumarið 1967. Fjölrituð skýrsla HGK var lögð fram á fund- inum, en hann skýrði í höfuðdráttum frá ferð sinni um Austur-Skaftafellssýslu, Suður- og Norður-Múlasýslur og Norður-Þingeyjarsýslu. Hélt hann 34 fundi með 478 félögum íþrótta- félaga og kynnti starf fSf, vann að íþróttamót- um o. fl. HGK flutti ágæta hugvekju byggða á reynslu sinni af fundum þessum og sagði frá vandamál- um þeim, sem í þessum héruðum er við að glíma, t. d. skort á íþróttamannvirkjum og íþróttakennurum. 3. Frumvarp til laga um œskulýðsmál. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, kynnti frumvarp til laga um æskulýðsmál, sem lagt var fyrir Alþingi á 88. löggjafarþingi 1967, var þá vísað til nefndar, en endurlagt fyrir það þing, sem nú situr, af menntamálaráðherra. Lagði hann fram ályktunartillögu, og var henni vísað til nefnda. ý. Iþróttablaðið. Ritstjóri íþróttablaðsins gerði grein fyrir út- gáfu blaðsins á árinu, og óskaði hann eftir áliti manna á efni blaðsins. Skýrði hann frá, að framkvæmdastjórn ÍSÍ hefði boðið sérsamböndum og héraðssambönd- um 50% af fyrsta árgjaldi í söfnunarlaun. Gísli Halldórsson skýrði frá því, að fþrótta- blaðið yrði þungur baggi á framkvæmdastjórn- inni í ár og hvatti til áskrifendasöfnunar. Eina svarið, sem barst, var listi með nöfnum 15 nýrra áskrifenda, sem Óskar Ágústsson lagði fram. 5. Allsherjarmót ISl 1970 haldið í tilefni af 50. íþróttaþingi. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, flutti framsögu í þessu máli, rakti forsögu þess og skýrði frá nefndarskipun. Þorsteinn Einarsson ræddi málið og bar fram tillögu þess efnis, að íþróttahátíð ISl yrði upphaf að slíkum hátíðum íþróttamanna 10. hvert ár. Urðu nokkrar umræður um þá tillögu og skoð- anir skiptar, en allir voru menn sammála um, að stefna beri að því að gera íþróttahátíðina 1970 sem glæsilegasta. 6. Fjármál og skýrslugjafir. Gunnlaugur J. Briem flutti yfirlitserindi um fjármál ISl og framkvæmdasjóðs ISl. Lýsti hann tekjum ISl og hvernig þeim hefur verið varið. Ræddi hami nokkuð um skýrslur frá héraðs- samböndum, sem á stundum væri ábótavant, en það hefði í för með sér missi styrkja héraðs- sambanda og félaga, þegar skýrslur vantaði. Gunnlaugur ræddi nokkuð tekjumöguleika íþróttafélaga og sambanda og kom svo inn á Landshappdrætti ÍSl, sem hann taldi geta verið drjúgan tekjustofn. Þá skýrði hann frá því, að samanlagður kostnaður ISÍ og sérsambanda þess hefði árið 1966 numið 6,6 millj. kr. Loks beindi hann máli sínu til forsvarsmanna þeirra sambanda, sem ekki hefðu gerzt aðilar að slysasjóði ISl, að þeir beindu áhrifum sínum til þess, að svo yrði gert. Þorsteinn Einarsson skýrði út skýrslu um kostnað íþróttakennslu i félögum 1966, en sú skýrsla var lögð fjölrituð fyrir fundinn. Þá skýrði hann upplýsingar um kostnað íþróttakennslu og iðkendafjölda hjá hinu frjálsa framtaki áhugamanna um íþróttir árið 1966 og úthlutun kennslustyrkja 1967, en skýrslur þar að lútandi voru einnig lagðar fjölritaðar fyrir fundinn. Þá rakti Þorsteinn ástæður fyrir því, hve síðbúnar skýrslur um skiptingu kennslustyrkja væru frá sinni hendi og Hermanns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra ISl, en þær voru eink- um, hvað þeir hefðu orðið að bíða lengi eftir skýrslum frá sumum héraðssamböndum. Vildi Þorsteinn, að fundurinn ályktaði um, að beitt yrði ákvæðum í lögum ISl um missi styrkja vegna vanrækslu skýrslugerðar, og í sama streng tók Hermann Guðmundsson, sem flutti drjúggóða skammaræðu um skýrslugerð- arslóðaskap nokkurra aðilja, sem síðan bitnaði á þeim, sem skiluðu skýrslum sínum á réttum tíma. Urðu nokkrar umræður um þetta mál, og var bent á, að heima í héruðum væri við sama vandamál að glíma, skýrslur bærust seint og illa frá hinum einstöku íþróttafélögum. 329

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.