Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 26

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 26
ÞEGAR Fanny Blankers-Koen kom til Loridon 1948 til að taka þá,tt í Olympíuleikjunum, var hún þegar talin „mesta íþróttakona heims“, því að hún hafði sett og átti heimsmet í mörgum greinum frjálsíþrótta. A Wembley sannaði hún enn ágæti sitt og vann til fjögurra gullverð- launa, í 100 og 200 m hlaupum, 80 m grinda- hlaupi og 4x100 m boðhlaupi, þar sem hún hljðp endasprettinn fyrir hollenzku sveitina. Hlaupið, sem ég get ekki gleymt Sú keppni, sem ávallt kemur skýrast fram í huga mér, þegar ég lít til baka til Olympíu- leikjanna á Wembley, er 80 m grindahlaupið, þegar ég stóð í baráttunni við Maureen Gardn- er (nú frú Geoffrey Dyson). Nær 20 ár eru nú liðin síðan, en þegar fólk spyr mig, hver keppni mín sé mér minnisstæðust, þá svara ég: „Grindahlaupið á Olympíuleikjunum 1948“. Ég minnist hvers smáatriðis frá þeim tveim dögum, þegar úrslit og undanrásir fóru fram. Ég mun aldrei gleyma þeim degi, þegar und- anrásirnar voru háðar — þriðjudeginum 3. ágúst. Ég hélt til uppmýkingarsvæðisins á bak við Wembleyvöllinn um morguninn sem olympíumeistari í 100 m hlaupi — en án efa hefur aldrei nein íþróttakona verið fjær því að hafa einhverja meistaratilfinningu. Ég skalf í hnjánum. Aldrei hafði ég áður orðið svona taugaóstyrk fyrir keppni. Ég var ekki einu sinni í skapi til að skrifa nafnið mitt fyrir alla þessa áköfu krakka, sem voru að safna rit- handarsýnishornum. „Komið þið á eftir að hlaupinu loknu“, var allt, sem ég gat lofað þeim. Ég gerði mínar venjulegu uppmýkingaræf- ingar — en ég hafði ekki hugaxrn við þær. Ég var alltaf að bíða eftir, hvort ég sæi ekki keppi- nautinn, Maureen, en hana hafði ég aldrei séð eftir Fanny Blankers-Koen áður. Ég hafði lesið um, að hún átti svo ágæt- an árangur sem 11,2 sek. beztan í 80 m grinda- hlaupi, og enda þótt ég hefði sett heimsmet, 11,0 sek., fyrr á þessu sama ári, var mér ein- ungis allt of ljóst, hvað margir þættir geta sett mann úr jafnvægi í spretthlaupum. Maureen Gardner kom í bíl og hafði strax talsverð áhrif á mig, því ég sá, að hún kom með grindur með sér. íþróttakona, sem ferðast um með eigin grindur, hlýtur að vera í fremstu röð, ályktaði ég. Það voru engar grindur fáanlegar á æfinga- svæðinu, og þar sem mér fannst ég hafa þörf fyrir að renna yfir tvær-þrjár grindur, áður en undanrásin færi fram, safnaði ég saman hugrekkinu, fór til Maureen og spurði hana, hvort ég mætti nota grindur hennar. Við heilsuðumst með handabandi, og ég fann strax, að ég var ekki sú eina, sem var óstyrk á taug- um. Báðar þjáðumst við af taugaspennu — og það var skiljanlegt, því allir íþróttablaðamenn í heimalandi mínu höfðu spáð mér sigri í þess- ari grein, og allir brezkir sérfræðingar á þessu sviði höfðu talið Maureen örugga um gullverð- launin. Og ég komst brátt að því, hvað Maureen var góð í raun og veru. 1 undanúrslitum rak hún sig á eina grindina og missti jafnvægið — en 342

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.