Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Síða 28
meistari, þótt ég væri þrítug tveggja barna móðir. Var ég of gömul, já? Ég skyldi sýna þeim ... Örlagastundin nálgaðist og kallað var til drátt- ar um brautir í úrslitunum. Ég var heppin. Ég dró brautina við hliðina á Maureen, og nú gæti ég haft á henni nánar gætur. En vaxandi sjálfs- traust mitt hrundi til grunna við viðbragðið. I eitt af fáum skiptum á lífsleiðinni var ég sein í viðbragði. Einmitt, þegar ég var að hugsa um, að nú mundi einhver „stela“, reið skotið af, og ég lá eftir. Hinar voru komnar metra fram úr mér. Hvað er einn metri ? Hvað er brot úr sekúndu ? Ekki svo mikið, má segja — en í hlaupi, sem ekki er lengra en 80 metrar, getur það táknað mun sigurs og ósigurs. „Þú ert búin að tapa, Fanny. Þú nærð þeim aldrei.“ Þannig hugsaði ég, en svo gerði ég mér ljóst, að enn var geysilangt í mark. Ég gæti unnið upp það, sem tapað var. Ég þaut á eftir Maureen og spretti úr spori eins og aldrei fyrr. Hvað ég var fegin því, að heima í Hollandi höfðmn við æft undir það að standast slíkan vanda — að halda skýrri hugsun og ná fram til jafns við keppinautana, þótt þeir fengju for- skot í viðbragði. Um það bil, að við hlupum yfir fimmtu grind, var ég komin á hlið við Maureen, en ég var á svo mikilli ferð, að ég lenti of nálægt grindinni, rak mig í hana og missti jafnvægið. Það, sem skeði eftir það, er mér aðeins óljós minning. Það var hræðileg barátta, sem olli því, að grindahlaupsstíll minn fór veg allrar veraldar. Ég reikaði eins og drukkinn maður. En þrátt fyrir það þóttist ég þess nokkurn veginn fullviss, að ég hefði farið fram úr Maureen, áður en í mark kom, en ég var ekki eins viss um Shirley Strickland, sem hljóp á fimmtu braut og var á hlið við mig í lokin. Svo ég hrökk ónotalega við, þegar ég heyrði brezka þjóðsönginn, rétt eftir að hlaupinu var lokið. Hafði Maureen þá unnið eftir allt sam- an ? Nei — hljómsveitin var að fagna konungs- f jölskyldunni, sem var að koma á völlinn. Ég varpaði öndinni léttar — en spennunni var samt ekki lokið. Það varð að bíða úrskurð- ar myndavélanna. Og á meðan dagskránni var haldið áfram, horfðum við Maureen og Shirley sífellt á rafljósatöfluna. Og loksins komu úr- slitin. Fyrstu tvær tölurnar af númeri sigur- vegarans birtust á töflunni.... sex.... síðan níu.... ég stökk upp fagnandi. Ég var númer 692. Við Maureen tókumst í hendur. Þetta hafði verið stórkostleg keppni, og ég var hreykin af að hafa sigrað slíka afbragðs íþróttakonu. Við yfirgáfum völlinn og fórum út í bifreiðina, sem beið okkar. Eiginmaður minn var jafn hrifinn og ég sjálf. „Gott hjá þér, Fanny,“ sagði hann, „þú ert ekki of gömul, þegar allt kemur til alls“ — og þar með lauk hans hamingjuóskum. En þarna var Geoffrey Dyson og kyssti Maureen löngum, löngum kossi. Ah — jæja .... Það er eins og einhver viðstaddur sagði eftir á. „Þetta er munurinn á trúlofuðu pari og stað- föstum, gamalgiftum hjónum.“ Þessi kafli er þýddur úr bókinni Olympic Odyssey, sem brezka Olymplunefndin gaf út til að safna fé fyrir Melbourne-lfeikma 1956. Reykjavíkmmeistarar í knattspyrnu 1 annál blaðsins hefur áður verið getið úr- slita í Mfl. og 1. fl„ en hér birtum við skrá yfir alla sigurvegara í Reykjavíkurmótum knatt- spyrnumanna 1967: Meistaraf lokkur: KR 1. flokkur: Fram 2. flokkur A: Valur 2. flokkur B: Fram 3. flokkur A: Valur 3. flokkur B: Valur 4. flokkur A: KR 4. flokkur B: Fram 5. flokkur A: Víkingur 5. flokkur B: KR 5. flokkur C: Fram 344

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.