Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 42
GLÍMUFÖRIN TIL KAIMADA SUMARIÐ 1967 IJr skýrslu fararstjóra, Þorsteins Einarssonar Stjórn Glímusambands Islands (GLl) skipaði á sl. vetri eftirtalda í nefnd til þess að undirbúa glimuför til heimssýningarinnar í Montreal í Kanada: Sigurð Geirdal, formann, Valdimar Óskarsson, Sig- urð Xngason, Sigtrygg Sigurðsson og Þorstein Einars- son. Nefndin hafði fljótt samband við framkvæmdastjóra islenzku sýningardeildarinnar, hr. framkvæmdastjóra Gunnar Friðriksson. Tjáði hann nefndinni, að íslenzku aðilarnir að sýningunni byðust til þess að greiða allan ferða- og dvalarkostnað 5 glímumanna. Skyldi miða við, að sýnt yrði á degi Norðurlandanna, sem stæðu saman að einum sýningarskála. Var í fyrstu gert ráð fyrir, að sýnt yrði með finnskum kvenleikfimiflokki og að sýningartími yrði 45 mín. Síðar kom í ljós, að leik- fimiflokkurinn frestaði för sinni, og var þá sýningar- tími glímunnar lengdur í klukkutlma. Samkvæmt ósk framkvæmdastjórans voru honum af- hentar tvær frásagnir um glímu á ensku og nokkrar mjmdir. Einnig var honum skýrt frá sýningaratriðum. Hér var um för á vegum GLÍ að ræða eða för lands- liðs í glimu til þess að leysa verkefni á sambandsins vegum á heimssýningu, og skipaði því stjórn GLl þriggja manna landsliðsnefnd. 1 henni áttu sæti: Þorsteinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þorvalds- son og Rögnvaldur Gunnlaugsson. Þorsteinn Kristjánsson, landsþjálfari GLl, var nefnd- inni til ráðuneytis. Með aðstoð landsþjálfara var aflað upplýsinga um glímuæfingar utan Reykjavíkur og horft á glímumót. Að lokinni Landsflokkaglímu, sem háð var 19. marz 1967, samdi nefndin skrá yfir gllmumenn, sem iðkað höfðu glímu um veturinn 1966—’67 og keppt I glímu. Samdi nefndin skrá yfir glímuiðkendur félaganna I Reykjavík með aðstoð glímukennara félaganna. Var I þessari skrá leitazt við að meta færni eða hæfni glímumanna samkvæmt þessum þáttum: Lífaldur. Hve lengi æft gllmu. Hver mæting á æfingar. Siðgæði. Framkoma. Limaburður. Vöxtur. Snyrtimennska. Hver árangur I glímukeppni. Þátttakandi I hve mörgum glímumótum. Þar sem hér var um trúnaðarmál að ræða milli nefndarinnar og kennaranna og fyrstu tilraun um slikt mat, verður skráin ekki birt. Nefndin vill benda á, að ef glímumenn mega vænta slíks mats I lok hvers vetrar og ákveðin frammistaða eða einkunn veitti þeim færslu milli getuflokka eða ávinning ákveðins stigs I stiga- kerfi, þá mætti með slíku án efa efla glímufærni, og sambandið eða félögin vissu betur, yfir hvaða liðsstyrk glíman byggi. 1 viðtölum var kannað, hversu færni þeirra glímu- manna væri varið, sem tók þátt I glímumótum utan Reykjavíkur, t. d.: 1) Austfirðir (Aðalsteinn Eirlksson, Reyðarfirði). Austfjarðaglíma háð á Reyðafirði. 2) Norðurland (Haraldur Sigurðsson, Akureyri, og Þráinn Þórisson, Mývatnssveit, S.-Þing.). Fjórðungsglíma Norðlendinga háð á Akureyri 30. apríl 1967 og glímumót I Hörgárdal 14. apríl 1967. 3) Vestfirðingafjórðungur (Már Sigurðsson og Sveinn Guðmundsson, Stykkishólmi). Glímumót Vestfirðingafjórðungs háð 8. apríl 1967 I Stykkishólmi. 4) Glímumót Sunnlendingafjórðungs háð að Aratungu (Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, og Þorsteinn Kristjánsson, Rvík). Bikarglíma Skarphéðins háð á Selfossi. 5) Upplýsingar Þorsteins Kristjánssonar, landsþjálf- ara, um glímumenn og glímuiðkanir I Vestmanna- eyjum. 6) Upplýsingar Sigurðar Geirdals um glímuiðkanir I Kópavogi. Samkvæmt athugun nefndarinnar voru 24 gllmumenn á aldrinum 17—30 ára hæfir til úrvals í landslið og 7 á aldrinum 30 ára og eldri. Ákvað nefndin að leggja til, að úr hópi 17—30 ára skyldi gefa 20 glímumönnum kost á að mæta til sam- æfinga undir Kanadaför, en eftir 10 æfingar skyldu valdir úr 10 aðalmenn og 2 varamenn, þar sem stjórn GLl að tillögu heimssýningarnefndar GLl hafði fallizt á, að fara skyldi með eigi færri en 10 gllmumenn vest- ur um haf til sýningar I Montreal. Fimm gátu ekki mætt til æfinga vegna vinnu eða náms. Fjórtán hófu æfingar og sá fimmtándi eftir 6 æf- ingar. Að loknum 11 æfingum, sem þessir 15 glímu- menn sóttu 90% (10 sóttu allar æfingar), felldi Lands- liðsnefnd GLl lokadóm sinn og valdi 10 aðalmenn og 358
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.