Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 50

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 50
Danir komi til 2ja landsleikja hér í Reykjavík 6.—7. apríl 1968. Svíþjóð óskar eftir heimsókn okkar 1969. 6. Fundurinn staðfesti þá eldri skoðun okkar, að nor- rænt samstarf á gagnkvæmum grundvelli væri fylli- lega tímabært. Móttaka gestgjafanna var á allan hátt lofsverð, og næsti fundur verður 18. nóvember í Næstved. Frœðslumál. 1 sambandi við Norðurlandamót pilta, sem fram fór í Svíþjóð um mánaðamótin marz-apríl 1967, ákváðu handknattleikssamböndin á Norðurlöndum að efna til námskeiðs fyrir leiðbeinendur, sem hefðu einkum með þjálfun unglinga að gera. Hvert Norðurlandanna hafði rétt til að senda tvo þátttakendur á námskeið þetta, og var ákveðið, að þeir Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson tækju þátt í námskeiðinu fyrir hönd H.S.l. Þeir hafa báðir starfað við þjálfun unglinga- landsliða okkar. Námskeiðið tókst mjög vel og var mjög vel framkvæmt af sænska handknattleikssam- bandinu. Eins og kunnugt er, hefur handknattleiksleiðbein- andi verið fenginn til að halda stutt námskeið fyrir nemendur á Iþróttakennaraskóla Islands að Laugarvatni í lok hvers kennsluárs. Hafa ýmsir ágætir leiðbeinendur tekið að sér námskeið þessi á undan- förnum árum. Að þessu sinni sá Viðar Símonarson um námskeiðið. 1 tilefni af komu sænska landsliðsins til Islands fór stjórn H.S.l. þess á leit við formann sænska hand- knattleikssambandssins, Poul Högberg, sem er skóla- stjóri sænska ríkisíþróttaskólans, að hann héldi fund með leiðbeinendum hér á landi og öðrum, er hafa áhuga á þjálfun. Fundur þessi var haldinn og þótti takast mjög vel. Svo sem á undanförnum árum tókust samningar við danska handknattleikssambandið um, að 2 Islending- ar tækju þátt í námskeiði á vegum sambandsii.s í Vejle fyrir leiðbeinendur. Var auglýst eftir þátttakend- um, og voru þeir Stefán Sandholt og Stefán Ólafsson valdir til fararinnar. Gera má ráð fyrir, að áfram- hald verði á þessum samskiptum við Dani. Leikreglur. Á vegum dómaranefndar var gengizt fyrir fræðslu í túlkun leikreglna. Formaður dómaranefndarinnar, Hannes Þ. Sigurðsson, hefur einkum séð um fræðslu þessa, og færir stjórnin honum beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Eins og skýrt var frá í síðustu ársskýrslu, fór ný- lega fram á vegum Alþjóða handknattleikssambands- ins endurskoðun á leikreglum. Formaður dómaranefndar H.S.I., Hannes Þ. Sig- urðsson, tók að sér að sjá um nýja útgáfu á þeim. Leikreglurnar hafa nú verið gefnar út í handhægu broti, og er ennfremur að finna í sömu bók reglugerð H.S.l. um handknattleiksmót, reglugerð H.S.l. um handknattleiksdómara og lög H.S.l. Norðurlandamót unglinga. Norðurlandamót pilta, hið áttunda, fór fram í Vanersborg í Svíþjóð 31. marz til 2. apríl. Eins og und- anfarin 5 ár sendu öll Norðurlöndin flokka til þessarar keppni. 1 fyrstu umferð á föstudagskvöld sigruðu Danir Norðmenn með 22:11, og virtust Danir sigurstrangleg- astir eftir þennan leik. Strax að þessum leik loknum léku Islendingar við gestgjafana. Svíar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum, og í hálfleik var staðan 6:2. Islenzka liðið komst aldrei almennilega í gang í þess- um leik, sem lauk með sigri Svía 16:6. Næsta umferð var svo leikin á laugardag frá kl. 13—15. Þá mættust fyrst Finnland og Island. Islend- ingar komust nú betur í gang, en náðu þó aldrei fylli- lega upp í fullan styrkleika. Staðan í hálfleik var 8:5 fyrir Island. I síðari hálfleik sóttu Finnar sig og náðu að jafna undir lokin, en á síðustu mínútu tryggði Brynjólfur Markússon sigurinn með marki skoruðu úr erfiðri stöðu úti í horni. Lokastaðan varð 16:15 okkur í vil. Síðari leikinn í þessari umferð léku Svíar og Danir. Færðist fljótlega mikil harka í leikinn, og þurfti Karl Jóhannsson, sem dæmdi þennan leik, að vísa fjór- um Dönum og einum Svia af leikvelli í leiknum. Fyrri 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.