Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 53

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 53
Magnúsdóttir, Fram, Halldóra Guðmundsdóttir, Fram, Guðrún Ingimundardóttir, Fram, Jenný Þórisdóttir, KR, Kolbrún Þormóðsdóttir, KR, Soffía Guðmunds- dóttir, KR, Eygló Einarsdóttir, Ármanni, Edda Hall- dórsdóttir, UBK, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, FH. Þjálfari liðsins og stjórnandi var Þórarinn Eyþórs- son, en einnig þjálfaði Viðar Símonarson fyrir keppn- ina. Dómari frá íslandi var Magnús V. Pétursson. Fararstjórar voru Axel Sigurðsson og Jón Ásgeirs- son. Frá dómaranefnd HSl. Dómaranefnd tilnefndi á árinu 3 nýja landsdómara, þá Jón Friðsteinsson, Óla Olsen og Gest Sigurjónsson. Á árinu var Karl Jóhannsson valinn til að dæma 3 landsleiki erlendis, en leikirnir voru þessir: Danmörk—Noregur (karlar), Svíþjóð—V.-Þýzka- land (konur), Noregur—V.-Þýzkaland (konur). Fékk Karl mikið lof fyrir dómarastörfin, og er vissulega ánægjulegt, að samskipti á þessu sviði skuli hafin og hafi vel tekizt. Samkvæmt tillögu nefndarinnar voru eftirtaldir menn útnefndir milliríkjadómarar 1967—1968: Hannes Þ. Sigurðsson, Magnús V. Pétursson, Karl Jóhannsson og Valur Benediktsson. Þeir Karl Jóhannsson og Magnús V. Pétursson dæmdu leiki á Norðurlandamótum fyrir pilta og stúlk- ur. Boð barst frá Handknattleikssambandi Danmerkur um að senda dómara á námskeið, sem haldið var 9. og 10 sept. s. 1. Að tillögum dómaranefndarinnar var Óli Olsen valinn til ferðarinnar. Námskeiðið tókst mjög vel, og hefur Öli gefið nefndinni skýrslu um ferðina. Á ráðstefnu Norðurlandanna, sem haldin var í Dan- mörku í apríl s. 1., var ákveðið, að Hannes Þ. Sigurðs- son dæmdi leiki í NM kvenna, sem fram fer í Dan- mörku 17.—19. nóv. n. k. Ennfremur var ákveðið, að Hannes dæmdi landsleik í Svíþjóð í sömu ferð. Fyrirhugaðir landsleikir. Ákveðið er, að heimsmeistararnir frá Tékkóslóvakíu komi til Islands á tímabilinu 1.—7. desember 1967 og leiki hér tvo leiki. Ennfremur er ákveðið, að danska landsliðið komi til Islands og leiki tvo leiki, þ. e. 6. og 7. apríl 1968. Tvær utanferðir eru ákveðnar, og er önnur í febrú- arlok 1968, en hin í apríl 1968. Leikirnir í þessum ferðum verða, svo sem hér segir: Rúmeníu 28. og 29. febrúar 1968 og í Vestur-Þýzkalandi 1. og 3. marz 1968. Dagsetningar fyrir ferð til Spánar, sem er seinni utan- ferðin, eru enn ekki ákveðnar. Konur. Kvennalandslið tekur þátt i Norðurlandamóti, sem fram fer í Næstved í Danmörku dagana 17.—19. nóv. n. k. Piltar. Unglingalandslið pilta mun taka þátt í Norðurlanda- móti, sem fram fer í Noregi dagana 29.—31. marz 1968. Stúlkur. Unglingalandslið stúikna mun taka þátt í Norður- landamóti, sem fram fer í Danmörku dagana 29.—31. marz 1968. Afmasli H.S.Í. Hinn 11. júní 1967 varð Handknattleikssamband Is- lands 10 ára. Stjórnin ákvað að halda upp á afmælið laugardaginn 10. júnl, og var gestum boðið til kaffi- drykkju, sem fram fór í Átthagasal Hótel Sögu kl. 3—5 þann dag. Fjölmenni var í boði þessu, og voru þar mættir m. a. menntamálaráðherra, forseti Í.S.I., formaður H.K. R.R., auk fjölmargra nefndarmanna H.S.I., landsliðs- leikmanna og fjölmargra annarra velunnara sambands- ins. í boði þessu fluttu menntamálaráðherra, forseti l.S.l. og formaðúr H.K.R.R. ávörp. Sambandinu bárust margar góðar gjafir. H.K.R.R. færði sambandinu kvik- myndasýningarvél, Magnús V. Pétursson sendi kveðju ásamt knetti, menntamálaráðherra og Flugfélag Is- lands h.f. sendu blómakörfur, og auk þess bárust fjöl- mörg skeyti. í tilefni af afmælinu ákvað stjórn H.S.l. að sæma menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, merki H.S.I., og var það gert á skrifstofu ráðherrans að viðstaddri stjórn H.S.Í. í fyrrnefndu boði að Hótel Sögu flutti formaður H.S.l. ávarp, sem fer hér á eftir: „Á morgun 11. júní eru liðin 10 ár frá stofnun H.S.I., og stóðu sjö íþróttasambönd að stofnun þess. Mér er þessi stofndagur sérstaklega minnisstæður, það var laugardagseftirmiðdagur, sól og hiti í lofti, og við komum saman á skrifstofu l.S.l. á Grundarstíg 2a. Framkvæmdastjóri l.S.l., Hermann Guðmundsson, og forseti I.S.Í., Benedikt heitinn Waage, voru okkur til aðstoðar og fulltingis við stofnun sambandsins. Haustið 1956 hafði l.S.l. samþykkt stofnun sérsam- bands fyrir handknattleiksíþróttina, og þá um veturinn var unnið ötullega að þessum málum, og stóð þar fremstur í flokki Árni Árnason, fyrsti formaður H.S.I. Strax á fyrsta starfsári var unnið að því að koma á samstarfi við nágrannalönd okkar, og svo stóð á, að veturinn 1958 skyldi haldin heimsmeistarakeppni í Áustur-Þýzkalandi, og tilkynntum við þátttöku okkar, sem varð okkur mjög lærdómsrík og ánægjuleg, meðal annars fyrir það, að við unnum Rúmena, sem síðar urðu heimsmeistarar. Samstarf okkar við aðrar þjóðir hefur aukizt með hverju árinu, sem hefur liðið, og við höfum tekið þátt í öllum heimsmeistaramótum I karlaflokkum og einnig í ltvennaflokki. Hróður okkar hefur verið landi og þjóð til sóma, og þá er settu takmarki náð, þó bet- ur hefði mátt til takast, hvað úrslit snertir. Aðstaða íþróttar okkar var ekki burðug í byrjun, er við höfðum aðeins Hálogalandshúsið fyrstu 5 árin. Þá 369

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.