Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 54
vænkaðist heldur betur fyrir okkur, er varnarliðið bauð okkur afnot af þeirra ágasta íþróttahúsi á Kefla- víkurflugvelli. Þar háðum við 4 fyrstu innanhússlands- leiki okkar hér á landi, og má segja, að árangur og sú geysilega aðsókn áhorfenda á handknattleikina í Keflavík hafi staðfest nauðsyn þess, að hér yrði sem fyrst byggt myndarlegt íþróttahús. Við heimkomuna frá heimsmeistarakeppninni í Vest- ur-Þýzkalandi 1961 var okkur tilkynnt, að nú yrði húsið byggt og það strax, og við höfum þegar notað það í tvo vetur, og vil ég nota tækifærið fyrir hönd handknattleiksiðkenda og áhorfenda að þakka mennta- málaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni, og forseta l.S.l., Gísla Halldórs- syni, fyrir áhuga þeirra og forystu í byggingarmálum íþróttahallarinnar. Iþróttahöllina lítum við handknattleiksfólk sem staðfestingu og þakklætismerki fyrir góða frammi- stöðu okkar flokka hér heima og á erlendum vettvangi. Við erum lítil þjóð, en viljasterk, og það hefur verið landlægt frá fornöld, að okkar æskumeim og konur hafa fengið útrás fyrir huga og orku í ýmsum leikj- um og íþróttum. Þetta er vel, og við skulum halda þessu við meðal æsku landsins. Þá verður ekki sagt, að þjóðin hafi ekki örfað huga og hönd, sem skyldi. H.S.l. hefur alia jafna reynt að sækja fundi forystu- manna Norðurlandaþjóðanna í handknattleik og al- þjóðaþing. Gott samstarf hefur jafnan verið á þessum þingum, og höfum við aflað þar gagnkvæms skilnings og vináttu. Okkur er minnisstætt Norðurlandamót, sem haldið var hér 1964, er okkar valkyrjur unnu Norður- landameistaratitilinn, og nú ber þeim að verja þann heiður í Danmörku í haust. Norðurlandamót með okk- ar þátttöku eru orðin fastur liður, og verða haldin hér á landi, þegar röðin kemur að okkur. Þessi 10 ár, sem liðin eru í starfsemi H.S.I., hefur margt skemmtilegt skeð. Við höfum yfirstigið marga erfiðleikana og haft ánægju af. Sérstök ánægja hefur verið að starfa með þeim mörgu landsliðsmönnum og konum, nefndarmönnum, þjálfurum, meðstjórnar- mönnum og öðrum þeim, sem hafa lagt hönd á plóg- inn, til þess að áhugamál okkar mættu rætast. Við höfum aflað fjár með ýmsu móti, safnað aug- lýsingum, selt happdrættismiða, meðal annars verið I jólasveinabúningi í Bankastræti í hörkufrosti, svo skeggið fraus, erx happdrættismiðarnir seldust, og lands- liðið komst út. I byrjun voru fjárhagserfiðleikarnir miklir, en öll aðstaða hefur verið bætt fyrir okkur, og nú horfum við fram á þá tíma, er íþróttafólk þurfi ekki að hugsa um fjármál, heldur snúa sér eingöngu að íþróttum. Þennan fyrsta áratug hafa þátttakendur í lands- leikjaferðum þurft að greiða sjálfir bróðurpartinn af ferðakostnaði, og hefur sú fórn og sú samstaða, sem af því fékkst, átt mikinn þátt í heildarsamstöðunni innan H.S.I. Vona ég, að þótt hagur batni, þá haldist samstaðan og eflist heldur. Góðir tilheyrendur. Ég vil að lokum færa ykkur öll- um þakkir frá H.S.l. fyrir þær mörgu stundir, sem þið hafið fórnað handknattleiksíþróttinni, ykkur til ánægju og íþróttinni til eflingar. Hér koma svo marg- ir einstaklingar og hópar tii greina, að ekki verður upptalið, en mest hafa á sig lagt þjálfarar og nefnd- armenn ýmsir, og færi ég þeim sérstakar þakkir. Ekki getum við látið hjá líða að geta okkar ágætu íþrótta- fréttaritara, sem hafa stutt okkur af ráði og dáð og auglýst íþrótt okkar heima og heima. Og mestar þakk- ir ber okkur að færa brautryðjendum iþróttarinnar hér á landi, þeim Valdimar Sveinbjörnssyni og Hallsteini Hinrikssyni, sem unnu íþróttinni fastan sess við mjög frumstæðar aðstæður. Meðstjórnendum mínum fyrr og nú vil ég þakka ágætt samstarf, og vona, að þeir hafi haft ánægju af starfi sínu fyrir H.S.l. ekki síður en ég. Óska ég þess, að H.S.l. megi vaxa með sama stig- anda næstu áratugi." Formaður H.S.I. scemdur heiðursmerki. I tilefni af 10 ára afmæli H.S.l. sæmdi stjórn l.S.I. Ásbjörn Sigurjónsson merki Í.S.l. úr gulli fyrir löng og góð störf að handknattleiksmálum. Afhenti forseti I.S.I., Gísli Halldórsson merkið í afmælishófi, er H.S.I. hélt að Hótel Sögu. 5. flokkur. Það var mál margra, að keppnin í 5. flokki hefði verið sú skemmtileg- asta í öllu Islandsmótinu, enda þurfti 3 úrslitaleiki milli Vals og Víkings, áður en úr því varð skorið, hvort félagið hlyti meistaratitilinn. I þessum flokki kepptu 13 lið, og léku þau í 2 riðlum. Víkingur sigraði I CO a-riðlinum með 8 stigum, KR fékk 6, ^ Fram og lA 5 stig hvort, IBK 4 og _ Fram 2. Valur vann hinn riðilinn með _Q yfirburðum, hlaut 12 stig, en Hauk- ar og ÍBV komu næst með 8 stig ----hvort, síðan UBK og Grótta með 5 CO stig hvort, Umf. Selfoss með 2 stig og | Þróttur ekkert stig. Síðan léku Valur og Víkingur 2 jafnteflisleiki (2:2 og 1:1), eins og SD áður segir, en I þriðja úrslitaleiknum CN sigraði Valur með 1 marki gegn T engu. ÍÞRÚTTABLAÐIÐ ÍJtgefandi: Iþróttasamband Islands. Ritstjóri: Þórður Sigurðsson. Utgáfuráð 1.31: Þorsteinn Einarsson, form., Jens Guðbjömsson, Sigurgeir Guðmannsson, Hermann Guðmimdsson. Afgreiðsla: Skrifstofa ISl, Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sími 30955. Áskriftargjald 1967 kr. 200,00. Gjalddagi 1. maí. Prentun: Steindórsprent h.f. =) CXL < Z cz. O U1 o z < _i co O =) QtL =) o >- D_ CO Z ^ 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.